Helgafell - 01.06.1942, Page 93

Helgafell - 01.06.1942, Page 93
LÉTTARA HJAL 223 af sjálfum sér dauðum. — Þá er enn ótalinn Flokkur frjálslyndra vinstri manna, sem að þessu sinni lagði í fyrsta skipti út í kosninga- baráttu, með þeim árangri, að ekki er líklegt, að hann geri það aftur., Flokki þessum var mjög um það hugað að koma Sigurði Jónas- syni inn f þingið, en þar sem sá maður hafði áður gerzt svo ógætinn að sýna þjóð sinni meira veglyndi en hún á að venjast, með því að gefa hið forna höfuðból BessastaSi til ríkisstjóraseturs, og allir flokkar voru ásáttir um að veitast að honum fyrir þetta, þótti þegar augljóst, að hann myndi falla. Nú er það að vísu skiljanlegt, að nýríkum stríðs- gróðamönnum þyki nokkurs um vert að fá þjóðina af þeirri skoðun, að höfðingsskapur og rausn eigi rétt á sér, en hitt ber að víta, að ríkisvaldið skuli hafa reynzt svo ístöðu- laust að taka á móti gjöfinni, í stað þess að hafa vit fyrir sér og gefandanum. En hvernig svo sem kann að hafa tekizt til um val þeirra manna, sem kjörnir eru til að taka sæti á Alþingi, mun þó verða að líta svo á, að þessa þings muni lengi verða getið í sögu ættjarðarinnar. Því fyrir næstu þingum á það væntanlega að liggja, að ganga endan- lega frá stjórnskipun fullvalda og óháðs ís- lenzks ríkis, og er slíkt annað og meira en LAUSN aðrar °S Stærri ^Óð‘r SJÁLFSTÆÐIS- ”ndu "y“* “ d‘ ^ BárATTUNNAR-I,'“7 77' ” nu standa yhr. tn þo sum- um kunni að finnast sem nokkru meiri ljómi mætti standa af Iausn aldagamallar sjálfstæðis- baráttu, en ætla má að hvíli yfir síðustu af- rekum vorum í þessum málum, má vel svo fara, að einnig í þessu efni komi stríðið okkur til bjargar, og að við getum skákað í skjóli þess, að þjóðir þær, sem að lokum rísa lim- lestar upp af þeirri styrjöld, er nú geysar, hafi fvrsta kastið um annað að hugsa en það, sem ella myndi þykja kátbroslegt í fari lítillar þjóð- ar. — Hins vegar fer ekki hjá því, að ákvörð- un okkar veki nú þegar nokkurn beyg hjá þeim tveim stórveldum, sem um skeið hafa farið með hernám og hervernd landsins, því barnalegt væri að álykta, að við myndum taka slíkt spor, einmitt nú, nema því aðeins, að við hygðumst að gera eitt af tvennu, — að reka fyrrnefndar þjóðir af höndum okkar eða her- nema þær, þ. e. a. s. ef við höfum þá ekki þegar gert það, eins og helzt mætti ráða af hjali sumra manna, sem um þessi mál hafa fjallað. En þó að það sé yndislegt að eiga sér sjálfs- traust, kemur það hverjum einum því aðeins að haldi, að hann finni sjálfan sig hafa skyn- samlegar ástæður fyrir því. Og vissulega er það svo, sé öllu léttara hjali sleppt, að við eigum væntanlega enga ósk dýrari en þá, að mega, að stríðinu loknu, búa ein að okkar fagra landi, skiljast í vináttu og bróðurhug við þá þjóð, sem við höfum haft langvarandi samneyti við, og ráða ráðum okkar án íhlut- unar annarra innan þeirra takmarkana, sið- ferðislega og stjórnarfarslega, sem nýr og betri heimur mun setja frjálsu samfélagi þjóðanna. En þá eigum við líka næst þá ósk bezta, að þjóð okkar verði við því búin að taka á sig þá ábyrgð að gæta þegnréttar síns í heimi menningarinnar, lifa sjálfstæði sínu og láta sig vaxa af því. Eins og sakir standa, verður engu um það spáð, hversu okkur muni endast mann- dómur til þessa, en fullyrða má, að við höfum furðu Iítið lært af þessari styrjöld, sem miðlað hefur mörgum öðrum þjóðum svo dýrkeyptri lífsreynslu. Styrjöldin hefur ekki getað sam- einað okkar þjóð um neina hugsjón, og það hefur raunalega fátt opinberast í fari cin- staklinganna og sambúð stéttanna, sem bcndir til þess, að við höfum þroskast svo að þjóð- erniskennd og þjóðfélagshyggju sem vænta mætti. Og þó gæti svo farið, fyrr en varir, að íslenzka þjóðin vaknaði við það einn góðan veðurdag, að henni hefði ekki aðeins verið lífsnauSsyn aS elska sitt föSurland, eins og gamli Ben Jonson sagði endur fyrir löngu, heldur einnig það, sem sjaldnar er minnst á, að láta sér þykja vænt um sitt þjóðfélag og fórna sér einnig fyrir það.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.