Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 96
Stjórnmálaskáldin brezku,
list beirra og áróður
Grein sú, eftir Edwin Muir um
„stjórnmálaskáldin brezku", sem fer
Kér á eftir, er lauslega þýdd úr júlí-
hefti hins merka tímarits Britain To-
day. Ef til vill verður vikiÖ stuttlega
að efni hennar í sambandi við íslenzk-
ar bókmenntir og stjórnmál í næsta
hefti Helgafells.
,,Á öndverðum síðasta áratugi
komu skyndilega fram á sjónarsvið
brezkra bókmennta þrjú ljóðskáld,
sem gerðu stjórnmál að yrkisefni.
Þessi skáld töldust þó ekki til neinnar
sameiginlegrar sérstefnu og voru jafn-
vel harla óskyld. En sú staðreynd, að
þau komu fram hvert á fætur öðru
með örskömmu millibili, orkaði þó
sterkara á hugi almennings en nokk-
ur annar bókmenntaviðburður hafði
gert um langt skeið. Þau virtust túlka
nýtt lífsviðhorf og nýjan skilning á
viðfangsefnum menningarinnar.
Þegar þessi skáld komu fram, var
brezkur kveðskapur ýmist haldinn
tómlæti og bölsýni eða helgaður trú
og háspeki. Skáldin létu sig mann-
félagsmál engu varða, nema hvað þau
viku að þeim á þann óákveðna hátt
að bollaleggja í fullu úrræðaleysi um
þau margvíslegu öfl í stjórnmálaheim-
inum, er væru að stjaka mannkyninu
fréun á glötunarbarm. Skáldin brast
sýnilega bjargfasta sannfæringu í
stjórnmálum og trú á betri og bjartari
framtíð mannfólkinu til handa. Þeg-
STEPHEN SPENDER
ar bezt lét, hófst kveðskapurinn á það
stig að túlka í trúrænni skáldsýn lífs-
hag mannsins og lausnarþörf, eins og
T. S. Eliot gerði í ljóðum sínum. En
af kveðskap Eliots varð þó varla dreg-
in sú ályktun, að menningin ætti vöxt
og viðgang fyrir höndum. Miklu frem-
ur mátti segja, að hann gæfi óljóst í
skyn, að ef sérstakt lán væri með,
kynni að takast að halda menningu
vorri í horfinu, en betra væri ekki að
vænta. En jafnframt var hann þeirr-
ar skoðunar, að þeir einir gætu varð-
veitt menninguna, sem kynnu skil á
eðli hennar og gildi, eða aðeins ör-