Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 97

Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 97
BÓKMENNTIR 227 lítill hluti mannkynsins, með öðrum orðum. Eliot og margir jafnaldrar hans gerðu því ráð fyrir þeim endalokum menningarinnar, að hún leystist smám saman upp og dytti í mola. Þeir gerðu sér ekki ljóst, að svo gæti far- ið, að menningin yrði fyrir harkalegri árás, að hún yrði brotin niður með sleggju, í stað þess að fá að molna niður af sjálfu sér. Munurinn á ,,stjórnmálaskáldunum“, sem komu til sögunnar eftir 1930 og hinni eldri skáldakynslóð var sá, að hin síðar- nefndu höfðu vaxið úr grasi á því tímabili, er völd og vegur Hitlers fóru sívaxandi. Fyrstu kynni þeirra af mannlífinu, er þau komust til vits og ára, báru blæ af þessari ömurlegu staðreynd og þeim ógnarskugga, sem tilkoma Hitlers varpaði yfir ófarinn veg. Viðhorf þeirra til mannfélags- ins varð því með sérstökum hætti, markað af vaxandi öngþveiti og ýtr- asta háska. Skáld þessi voru, talin í sömu röð og þau komu fram, C. Day Lewis, W. H. Auden og Stephen Spender. Um skeið gengu þeir allir undir nafn- inu ,,kommúnistaskáldin“, þótt aldrei hefði nema einn af þeim gengið í kommúnistaflokkinn og haft þar að- eins skamma viðdvöl. Þeir voru kommúnistar í þeim skilningi einum, að þeir notfærðu sér kenningar Karls Marx við túlkun sína á mannlífinu, eins og það kom þeim fyrir sjónir, á mjög svipaðan hátt og skáldsagna- höfundarnir næsta áratug á undan höfðu hagnýtt sér kenningar sálrýn- innar til leiðsagnar um völundarhús mannlegra tilfinninga. Allt böl og allt ranglæti, sem fékk á þessi skáld, átti rætur að rekja til stjórnmálaorsaka eða samfélagshátta að þeirra dómi, alveg eins og þeir rithöfundar, sem studdust við sálrýnina, fundu ,,hömlu“ eða ,,duld“ á bak við hvert mannlegt mein. En aðferð hinna ungu skálda hafði það ekki sér til ágætis fyrst og fremst, að þau sáu orsakir meinanna, heldur hitt, að þau skynj- uðu þær með þeim hætti, að þau voru þess umkomin sjálf að finna bætur við böli, má út misfellur í stjórnar- fari og útrýma meinlokum úr manns- huga. Mannkynið var samkvæmt þessu stöðugur sjúklingur undir lækn- ishendi, og skyggni skáldsins fólgin í sjúkdómagreiningu, er varð því kald- rænni og fræðilegri sem hún var iðk- uð lengur. Þessa kulda gætti og í ljóð- um skáldanna, sem að framan getur, því að þrátt fyrir háværan og sleitu- lausan boðskap um brýna nauðsyn allsherjar mannkærleika, gat lesand- inn ekki varizt því að finna undir niðri drýgindi hins sérfróða rannsókn- armeistara, sem varpaði í deiglu sína mannlegum tilfinningum, órum og ástríðum, fullnægði síðan öllum vís- indakröfum um meðferð þeirra og andvarpaði að því loknu af einskærri ánægju, er hann hafði tiltæka hár- rétta formúlu með hnitmiðuðu orða- lagi, til skilgreiningar á sérhverri mennskri lífshræringu. Veilan í þessum stjórnmálakveð- skap og orsökin til þess, hversu skjótt honum hnignaði, voru ekki í því fólgnar, út af fyrir sig, að stjórnmál voru tekin til meðferðar, heldur hinu, að skáldin vildu um ekkert fjalla, nema frá stjórnmálasjónarmiði. Rök- semdir þær, sem fram voru bornar fyrir því, að réttmætt væri, að skáld gerðu stjórnmál og félagsmál að yrk- isefni, voru fullkomlega gildar og heilbrigðar. Engin ástæða var til að telja félagsmál lakari viðfangsefni í kveðskap heldur en ást og hatur, stríð og frið eða hvað annað. Mikið af skáldskap Shakespeares, Miltons og Drydens, og meira en lítið af ljóðum Wordsworths og Shelleys, var af stjórnmálatoga......Rök hinna ungu skálda fyrir þeirri kenningu, að þeim væri leyfilegt að fjalla um stjórnmál,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.