Helgafell - 01.06.1942, Síða 105

Helgafell - 01.06.1942, Síða 105
BÓKMENNTIR 235 hann þarf ekki að óttast bölvun atvinnuleysis- ins. Þjóðfélagið leggur engar torfærur í veg hins unga manns. Hann getur frjáls og óháður kosið sér þá lífsbraut, er hugur hans girnist og hæfileikar leyfa. Hewlett Johnson telur þetta, sem von er, eitt hið mesta afrek ráðstjórnar- innar. Og ef menn hafa undrazt varnir Rauða hersins hina síðustu mánuði, þá ættu menn að muna, að hann er skipaÖur þessum ungu mönn- um, sem hafa eignazt föÖurland og framtíð að berjast fyrir. — í daglegu tali er á Vesturlönd- um venjulega rætt um „Ráðstjórnar-Rússland". Þetta er ekki rétt. RáSstjórnarskipulagiö er samband 11 ráÖstjórnarlýÖvelda, sem byggð eru sundurleitum kynflokkum, ólíkum að tungu og menningu. Hið samvirka framleiðslu- skipulag tengir þessar ólíku þjóðir saman og hefur gert þær að óbrotgjarnri heild, sem með- al annars kemur fram í því, að Hitler hefur ekki treyst sér til að skapa ..innlenda" stjórn í þeim héruðum, er hann hefur hernumið um stund. Hewlett Johnson lýsir frábærlega vel hinu mikja menningarafreki, sem unnið hefur verið á sviði þjóÖernismálanna í Ráðstjórnar- ríkjunum. Barátta bolsévíka fyrir menningar- legri eflingu þeirra þjóða, sem kúgaðar voru á dögum keisarastjórnarinnar, þykir mér einn fegursti kaflinn í bók dómprófastsins, að ó- gleymdum þeim kaflanum, sem fjallar um frelsi og jafnrétti kvenna. En nú munu menn kannski spyrja: Er bók þessa brezka guðsmanns ekkert annaÖ en sól- skinssaga, ber hvergi skugga á? Er allt lýgi og rógur, sem sagt hefur verið að aflaga fari f Ráöstjórnarríkjunum. Fjarri fer því að svo sé. Ráöstjórnarríkin eru ekki nein paradís þar sem fullkomnir menn Jifa í tilbreytingarlausri sælu eins og hinir framliðnu í Gullna hliðinu. Líf manna í RáÖstjórnarríkjunum er hrjúft. Tilver- an er erfið, full af striti og fórnum. Dómprófast- urinn játar þetta með fullri hreinskilni, eins og eðlilegt er. En hann fann þar meiri lífsfyllingu, meiri líjanauin, en í öðrum löndum. Og hann fann þar stórfelldustu tilraun, sem mennirnir hafa gert, til þess að beizla hin stjórnlausu öfl framleiðslunnar og þjóðfélagsins og gera þau undirgefin mannlegu viti og áætlun. Hann þótt- íst komast að raun um, að hinir guðlausu bolsé- víkar voru að framkvæma þær siÖgæÖishugsjón- ■r, sem kristindómurinn og vestræn menning hafa boðað — í orði — í tvö þúsund ár. Þessar niðurstöður hafa án efa orðið mörgum nokkurt undrunarefni — jafnt trúheitum kristindóms- frömuði sem gallhörðum kommúnista —, en þó er þetta eigi að síður satt. Hin félagslega hug- sjón kristindómsins um bræðralag allra þjóða og virðingin fyrir manninum, sem einstakling og samfélagsveru, er þegar öllu er á botninn hvolft einn ríkasti þátturinn í lífsskoðun komm- únismans. Og fyrir þá sök gat Hewlett John- son látið undir höfuð leggjast að tína til gallana og veilurnar, sem eru á ráÖstjórnarskipulaginu. Hann segir líka sjálfur, að margir aðrir hafi þegar tekið af sér ómakið í þeim efnum, og er það mála sannast. Ritstjórn Helgafells hefur farið þess á leit við mig, að ég minntist að nokkru á ritvörzluna f Ráöstjórnarríkjunum. Ég hef þvi miÖur ekki haft tækifæri til að kynna mér það mál sem skyldi. Að þessu sinni get ég því aÖeins upp- lýst það, sem ensku rithöfundarnir Sidney og Beatrice Webb geta um f hinu mikla riti sínu: Soviet Communism — a new civilisation. Allt prentað mál er undir eftirliti hinnar opinberu ritvörzlu (Glavlit), sem hefur fulltrúa í öllum útgáfufélögum. Utgáfustarfsemin er í höndum ríkisins, flokksins, vísindastofnana, menningar- stofnana eða félaga. Stórfyrirtæki, svo sem sumar verksmiðjur eða samyrkjubú gefa út sér- stök blöð. Og loks eru hin svokölluðu vegg- blöð, sem er að finna í öllum verksmiðjum og stofnunum. Ritskoðuninni er fyrst og fremst ætjað að af- stýra útbreiðslu rita, sem eru „gagnbyltingar- sinnuð", þ. e. rita, sem mundu vinna að endur- reisn auðvaldsskipulagsins í landinu. Ennfrem- ur eru klámrit bönnuð, sömuleiðis rit, sem vinna að kynflokkahatri, t. d. andjúðsk rit. En að öðru Ieyti eru litlar hömlur á útgáfu bóka og rita. Bolsévíkar virðast óhræddir við að gefa út rit pólitiskra andstæðinga sinna, cins og glögg- lega má sjá af ritum þeim, er þeir Játa þýða á rússnesku og önnur mál RáÖstjórnarríkjanna. Og í fagurmenntum og heimspeki ríkir sízt minna frelsi en í þeim Iöndum, sem lýðfrjáls- ust eru talin. AS lokum skal það tekið fram, að hin opin- bera ritskoðun hindrar ekki gagnrýni á stjórn- inni, embættismönnum ríkisins, forstjórum fyr- irtækja, o. s. frv. Oll blöð Ráðstjórnarríkjanna eru full af slíkri gagnrýni, og hvergi í heimi eiga vinnandi menn handar og anda jafnmikið frjálsræði til að gagnrýna yfirboÖara sína sem í Rússlandi. Þar þurfa menn ekki að óttast at- vinnumissi þótt djarflega sé komizt að orði við þá, sem hærra eru settir, ef gagnrýnin er á rök- um byggð og ekki er farið með róg. Það er þetta alþýðulýðræði, sem dómprófasturinn kall-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.