Helgafell - 01.06.1942, Síða 108

Helgafell - 01.06.1942, Síða 108
238 HELGAFELL reyna að finna hugðarefni og persónueinkenni höfundarins og launráð listar hans, þótt sieppt sé allri heimildakönnun. En þegar menn fá ekki meira fundið í sögunni, œtti þeir að lesa Hrafn- kötlu Nordals, og augu þeirra munu ljúkast upp fyrir ýmsu því, er þeim hafði yfir sézt í lestrinum, ný innsýn opnast, nýtt gildi skap- ast. Það er fágætt að finna aðra eins ritskýringu og Hrafnkötlu. Lestur hennar mun ekki aðeins dýpka skilning manna á þessari sérstöku sögu, heldur gera þá framvegis fundvísari á gildi annarra bókmt nnta, slyngari í listinni að lesa. Steingrímur J. Þorsteinsaon. „Megum við fá meira að heyra!“ Páll hólfsson: GULLNA HLIÐIÐ. — Fjögur sönglög. — Tónlistarútgáfa Vík- ingsprents. Verð kr. 8.00. — Reykjavík 1942. ,, . . . Þegar ég verð að dúsa heima í einhverri vesöld, ófær til að sinna skyldustörfum mínum, — þegar hausinn á mér ætlar að klofna og það fossar úr augum og nefi, svo ég þarf í sífellu að taka upp vasaklútinn . . . þá fer ég að kompón- era“. Þessi orð Borodins komu mér í hug, þegar ég heimsótti Pál Isólfsson einu sinni snemma í vetur, því þannig var einmitt ástatt fyrir hon- um: ullartrefiil um hálsinn, mixtúruglös — og útkrotaður nótnapappír á alla vegu. Hann var í huganum ,,undir björkunum í Ðláskógahlíð** eða í sjálfri ,,hinni himnesku Jerúsalem!** Það þarf næði til að skapa, og það er víst, að hæfi- legt heilsuleysi Páls í vetur á sinn þátt í því, að þetta tónverk varð til og íslendingar fengu sinn ,,Pétur Gaut“. Fjögur lög úr tónverki þessu eru nýlega komin út á nýstofnuðu nótnaforlagi, sem nefnist ,,Tón- listarútgáfa Víkingsprents“ (Editio Víking). Það hefði verið vel til fallið, að forlagið hæfi starf sitt með því að gefa út verkið í heild, en það ber að þakka, sem gert er, enda munu þessi fjögur lög líklegust til að ná útbreiðslu meðal almenn- ings, því að þau eru fremur auðveld að leika og syngja í heimahúsum sér til sálubóta og öll með listamannsbragði Páls; ágætlega samin og raddsett, sterk, látlaus og heilsteypt, enda hvert öðru fegurra. Sálmurinn forneskjulegur með grallarakeim, frumlegur, raddsettur hreinum þrí- hljómum; það er bragð að honum, og ætti að ayngja hann f kirkjum landsins. Þá eru arnir tveir. Sá fyrri hnittinn, byggður á króma- tískum bassa-tónstiga; sá síðari hrein perla. Með fáeinum einföldum hljómum í dularblíðum moll- dúr nær höfundurinn anda og einfaldleik þjóð- lagsins, en í æðra skilningi, vitandi vits. Þarna sindrar allt af rómantík og angar af ..blóminu bláa“. ,,Maríuversið“, síðasta lagið, hefur heyrzt áður við annan texta, en Davíð orti sitt ljóð við lag Páls, og hafa þau nú sameinazt fyrir fullt og allt. Þetta er himnamúsík, mild og tær, og þarf helzt að syngjast af hreinum englum, — himn- eskum eða jarðneskum — silfurbjörtum sóprön- um og flauelsmjúkum lágröddum, og þá skulið þið heyra ! Árni Kristjánsson. Erlendar bækur Helgafell mun nú og framvegis flytja erlendar bókafregnir, örstuttar aS vísu, fyrst um sinn að minnsta kosti, og ber alls ekki að líta á þær sem rit- dóma, heldur lauslegar leiÖbeiningar um bókakaup. Verður ekki sagt, að hér sé boriÖ í bakkafullan lækinn, þar sem ekki getur heitið, að viðleitni hafi veriö sýnd í þessa átt hér á landi um langt skeið. Þó voru slíkar leiÖbein- ingar, í Eimreiðinni á Hafnarárum hennar, og Ársriti Fræðafélagsins síð- ar, mæta vel þegnar af mörgum, til gagns og ánægju. Ástæðan til þess, að þær voru látnar niður falla hefur því ekki getað verið sú, að þær hafi ,,gef- izt illa“, eins og ritstjóri eins stórblaðs- ins' hér í bænum kvað hafa sagt ný- lega um bókmenntafréttirnar í mál- gagni sínu, þegar mælzt var til þess við blaðiÖ, að það skýrði frá því, að nýtt tímarit væri að hefja göngu sína. Jafnframt mun Helgafell kosta kapps um það eftirleiÖis, að birta glöggvandi greinar um erlendar sam- tímabókmenntir, og leitast við að tryggja sér sem bezta starfskrafta í því skyni. Þannig hefur það góða von um samvinnu við kunnan brezkan ritdóm- ara, er skrifa mun að forfallalausu um bókmenntaviðburSi í Englandi og Am- eríku, fyrir Helgafell öðru hvoru. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.