Morgunblaðið - 24.01.2013, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
✝ Halldór Þor-kell Guð-
jónsson fæddist í
Reykjavík 27. apríl
1939. Halldór lést á
Landspítalanum
við Hringbraut á
gamlársdag, 73 ára
að aldri. Foreldrar
hans voru hjónin
Ólöf Bjarnadóttir
húsfreyja úr
Grundarfirði og
Guðjón Guðmundsson bifreiða-
smiður frá Miðdal í Kjós og var
hann næstelstur fimm barna
þeirra. Elstur er Bjarni, en hin
eru tvíburarnir Þorbjörn og
Guðrún, sem er látin, og Jóna.
Eiginkona Halldórs var Mary
Therese Butler, Vestur-Íri,
fædd og uppalin í Fall River í
Massachusetts. Mary var kenn-
ari að mennt, en starfaði síðustu
tíu ár ævi sinnar í utanrík-
isþjónustu Bandaríkjanna. Mary
lést árið 2000. Börn þeirra Hall-
dórs eru Brynja Elisabeth og
Hrafn Patrick. Brynja, sem fyr-
ir skemmstu lauk doktorsprófi í
menntavísindum, gegnir
doktorsstöðu við Mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands.
Sonur hennar er Þorkell Niku-
lás. Hrafn er búsettur í Minnea-
Íslands. Hann var stundakenn-
ari við Menntaskólann við
Hamrahlíð 1969-’70, aðjúnkt við
stærðfræðiskor HÍ 1969-’72 og
dósent þar 1972-’75. Hann
gegndi stöðu kennslustjóra Há-
skóla Íslands um 15 ára skeið,
frá 1975 til 1990, en eftir það
dósentsstöðu við tölv-
unarfræðiskor raunvís-
indadeildar Háskólans frá 1991
til 2009, og var vorið 2010
stundakennari í tölvunarfræði.
Hann kenndi stærðfræði í leyfi
frá HÍ vormisserið 1994 við Há-
skólann í Swazilandi í Afríku.
Auk kennslustarfa sinna
gegndi Halldór ýmsum trún-
aðar- og stjórnunarstöðum inn-
an Háskóla Íslands. Hann var
fulltrúi Félags háskólakennara í
háskólaráði 1974-’75, fulltrúi
háskólaráðs í stjórn Reikni-
stofnunar Háskóla Íslands 1976
og sat í kjörstjórn vegna rekt-
orskjörs sama ár.
Halldór var hugsandi maður,
djúpvitur og greinandi, ekki að-
eins á fræðasviði sínu heldur
einnig á umhverfi sitt og sam-
félag, siðfræðileg álitaefni og
jafnréttismál. Hann hneigðist æ
meir til heimspekilegra pælinga
með árunum og las mikið á því
sviði, einkum rit Hegels og
Rawls. Hann þýddi og skrifaði
fjölda greina í blöð og tímarit,
ekki síst um stjórnarskrármál
Íslendinga síðustu misserin, sem
voru honum mjög hugleikin.
Útför hans hefur farið fram í
kyrrþey.
polis, sérfræðingur
í þarfa- og gagna-
greiningu hjá
Health Partners.
Kona hans er Celia
McCoy. Börn
þeirra eru Ella At-
hena og Fenris
Þorkell.
Að afloknu stúd-
entsprófi frá MR
1959 hélt Halldór
til Þýskalands og
nam við Háskólann í Erlangen
stærðfræði og eðlisfræði um
tveggja ára skeið. Að því búnu
kenndi hann við MR eitt ár, en
hélt svo til Bandaríkjanna þar
sem hann stundaði nám í stærð-
fræði og eðlisfræði næstu fimm
árin við University of Minne-
sota. Hann var lektor við Gust-
avus Adolphus College í St. Pet-
er í Minnesota 1968-’69 og lauk í
desember 1968 Ph.D.-prófi í
stærðfræði, en leiðbeinandi
hans var Erwin Engeler. Ber
doktorsritgerð hans heitið An
Investigation of Limitultrapro-
ducts. Næsta ár starfaði Halldór
sem sérfræðingur við stærð-
fræðistofnun Háskólans í Münc-
hen og frá 1969-1972 við stærð-
fræðistofu
Raunvísindastofnunar Háskóla
Síðasta umræðuefni okkar
Halldórs var eðli þeirra hug-
taka sem gera okkur kleift að
hugsa um veruleikann í því
skyni að ná á honum fræði-
legum tökum. Dæmin sem ég
var með í huga voru ríki og fjöl-
skylda. Halldór benti samstund-
is á að þessi orð vísuðu á tvenns
konar hugtök. Annars vegar
safnhugtök, hins vegar heildar-
hugtök. Hann tók orðið „skóg-
ur“ sem dæmi. Það er dæmigert
safnhugtak og gerir okkur kleift
að hugsa fjölda trjáa og mis-
munandi tegundir þeirra í
ákveðinni einingu. En orðið
„skógur“ er líka heildarhugtak
sem gerir okkur kleift að skilja
ákveðið náttúrukerfi sem þarf
að hugsa í tengslum við önnur
kerfi náttúru og samfélags. Síð-
an bætti Halldór við og brosti:
„Safnhugtökin koma að neðan
frá reynslunni – heildarhugtök-
in að ofan frá hugsuninni – en
þau mætast aldrei. Svartsýni
mín birtist í þessu.“
Ég segi frá þessu af einni til-
tekinni ástæðu. Hún er sú að
engum manni hef ég kynnst
sem var eins áhugasamur um
fræðilegar samræður og Hall-
dór. Í rúm 40 ár hefur hann
gengið um háskólalóðina og
stundað fræðilegar samræður
við ótal einstaklinga, stúdenta,
kennara og annað starfsfólk.
Samræðurnar tengdust að jafn-
aði efnum sem hann sjálfur var
að hugsa um og þá var hann
óþreytandi við að fræða viðmæl-
anda sinn. Halldór var ótrúleg-
ur lestrarhestur og hafsjór af
fróðleik um aðskiljanlegustu
mál. En tilgangur samræðunnar
var samt ævinlega að hræra í
huga viðmælandans og hvetja
hann til að hugsa um efnið og
taka afstöðu til þess. Iðulega
reyndi þetta á viðmælanda
Halldórs sem gekk að því vísu
að hann hefði jafn brennandi
áhuga á efninu og Halldór sjálf-
ur.
Halldór taldi að skortur á
skilningi mikilvægra hugtaka
væri það sem stæði menningu
okkar og samfélagi mest fyrir
þrifum. Hér ættu fræðimenn,
ekki síst heimspekingar og hag-
fræðingar, mikið verk óunnið
við að móta og skýra fræðileg
hugtök, miðla þeim til almenn-
ings og sjá þar með til þess að
réttum vinnubrögðum væri
beitt við úrlausn samfélagslegra
verkefna. Sjálfur gekk Halldór
á undan með góðu fordæmi þeg-
ar hann kom til starfa í Háskóla
Íslands sem kennari í stærð-
fræði árið 1969. Hann átti mik-
ilvægan þátt í að endurskipu-
leggja stjórnsýslu Háskólans og
tók að sér árið 1975 að stýra
einum helsta þætti hennar,
kennslusviðinu, en það gerði
hann um 15 ára skeið. Hér
beitti hann sér fyrir nýmælum í
stjórnsýslu sem átt hafa mikinn
þátt í þróun Háskólans allar
götur síðan.
En hugur Halldórs varðandi
Háskólann var ekki bundinn
stjórnsýslu eingöngu. Hann sá
Háskóla Íslands fyrir sér sem
eina af meginundirstöðum ís-
lenska ríkisins við hlið löggjaf-
ar-, dóms- og framkvæmda-
valds. Hugsjón Halldórs og trú
var sú að vísindin, sem öll starf-
semi háskólafólks er helguð,
myndu lyfta menningu okkar og
stjórnmálum í æðra veldi miðað
við það sem nú er: Þekkingin,
fræðileg, tæknileg og siðferðileg
í senn, væri það afl sem úrslit-
um réði um örlög heimsins.
Halldór Guðjónsson var
merkilegur hugsuður, góður
kennari og góður vinur. Hans
verður sárt saknað.
Páll Skúlason.
Ég hitti Halldór fyrst í sept-
ember 1982 er ég mætti til
vinnu í Háskóla Íslands fyrsta
sinni sem starfsmaður þar.
Hann var kennslustjóri og ég
ráðinn sem prófstjóri og var
hann minn yfirmaður. Við byrj-
uðum samstarfið með því að
Halldór bauð upp á kaffi í Nor-
ræna húsinu. Þar ræddum við
saman um starfsemi háskólans
og ýmis málefni sem tengdust
skólanum og háskólum almennt
vestan hafs og austan og könn-
uðum hugðarefni hvor annars,
einkum þau er tengdust heim-
speki og rökfræði og skilgrein-
ingu hugtaka. Halldór reykti
vindil og leið tíminn án þess að
maður tæki eftir því. Þannig
var það reyndar iðulega æ síðan
og umræðuefnin aldrei léttvæg.
Hann hafði ávallt eitthvað í
huga, las mikið og var óþreyt-
andi við að velta upp marg-
víslegum málefnum og ræða
þau í þaula. Hegel var sjaldan
langt undan. Við Systa eigum
minningu um góða vináttu Hall-
dórs og Mary.
Hann bar hag Háskóla Ís-
lands mjög fyrir brjósti og var í
því efni ódeigur við að brydda
upp á nýmælum sem horfðu til
framþróunar skólastarfsins.
Þannig stóð Halldór framar
öðrum fyrir því að nemendabók-
hald háskólans var tölvuvætt á
árunum 1977-78 og sömuleiðis
að tekið var upp einingamat
námskeiða. Var Háskóli Íslands
þar töluvert á undan öðrum
norrænum háskólum. Hann
hvatti jafnframt mjög til inn-
leiðingar notkunar tölva í gjör-
vallri starfseminni í árdaga tölv-
unnar. Halldór beitti sér fyrir
samræmdri framsetningu
kennsluskrár fyrir háskólann í
heild og margvíslegum umbót-
um í skólastarfinu, í senn hvað
varðaði skipulag, gæði kennslu,
aðbúnað og réttindi nemenda.
Eftir að hann lét af starfi
kennslustjóra 1989 tók hann
aftur til við kennslu og sem
kennari þótti hann einkar nat-
inn og laginn við að skýra flókin
viðfangsefni. Og samræður okk-
ar héldu áfram. Fyrir honum
var menntun forsenda siðaðs
samfélags og vísindin nauðsyn-
legur grunnur menningar í
þágu farsældar þess.
Halldór bjó yfir andlegu
þreki sem ekki kiknaði í barátt-
unni við sjúkdóminn sem að lok-
um bar hann ofurliði. Áhuginn á
hugðarefnunum dofnaði ekki. Í
síðasta samtali okkar tveimur
dögum fyrir andlát hans var
komið víða við – og ekki nein
merki þess hjá honum að stund
hans væri að linna. Við starfs-
fólk Háskóla Íslands fyrr og nú
kveðjum góðan vin og sam-
starfsmann sem sjónarsviptir er
að. Við vottum börnum Hall-
dórs, Brynju og Hrafni, og
systkinum hans okkar dýpstu
samúð.
Þórður Kristinsson.
Fallinn er frá á 74. aldursári
fyrrverandi vinnufélagi minn og
kennari, Halldór Guðjónsson
stærðfræðingur. Halldór varði
stærstum hluta starfsævi sinnar
í að kenna stærðfræði, lengst af
hjá Háskóla Íslands. Hann kom
frá námi erlendis þrítugur að
aldri 1969 og var þá strax ráð-
inn sérfræðingur á stærðfræði-
stofu Raunvísindastofnunar og
kennari í stærðfræði við verk-
fræði- og raunvísindadeild.
Hann varð svo dósent við
stærðfræðiskor 1972. Árið 1975
varð hann kennslustjóri HÍ en
kenndi áfram stærðfræði með
því starfi fyrstu árin. Hann var
kennslustjóri í 15 ár, en árið
1991 kom hann aftur í kennsl-
una, nú sem dósent í tölvunar-
fræðiskor, en hún hafði klofnað
út úr stærðfræðiskor 1988.
Halldór var svo dósent við tölv-
unarfræðiskor til sjötugs og
hélt reyndar áfram að kenna til
2010. Hafa ófáir tölvunarfræði-
nemar notið kennslu Halldórs í
rökfræði, siðfræði, stærðfræði,
formlegum málum, reiknanleika
og ýmsum skyldum fræðum.
Halldór var formaður skorar-
innar 1999-2000.
Ég kynntist Halldóri um leið
og ég hóf nám í HÍ haustið
1977. Ég kunni strax vel við
þennan kennara minn í stærð-
fræðigreiningu. Hann var íhug-
ull og fór sér að engu óðslega,
en kunni efnið vel og gekk vel
að koma því frá sér. Tveimur
árum seinna kenndi hann mér
aftur, námskeið sem þá var
kallað graffræði en heitir nú
netafræði. Mér fannst alltaf
stafa hlýju og rósemd frá Hall-
dóri og kunni vel að meta sam-
tölin sem við áttum öðru hvoru
um ýmis hugðarefni mín og
hans. Svo fékk ég tækifæri til
að tala enn oftar við hann og
kynnast honum nánar þegar ég
fór sjálfur að vinna í tölvunar-
fræðiskor í byrjun ársins 2006.
Það var gott að vera með hon-
um á fundum í skorinni þar sem
stundum þurfti að leysa erfið
mál. Hann var næmur á að
greina kjarna máls frá auka-
atriðum. Hann sat og hlustaði á
menn og svo datt honum oft í
hug snjöll lausn á málinu. Al-
úðin sem Halldór lagði í kennsl-
una þessi síðustu ár var síst
minni en þegar hann kenndi
mér fyrir 35 árum.
Halldór var duglegur náms-
maður og fékk að loknu stúd-
entsprófi 1959 góðan styrk frá
Menntamálaráði til að fara utan
og læra stærðfræði og eðlis-
fræði. Hann var fyrst í Erlang-
en í Þýskalandi en kom þaðan
eftir tvö ár, kenndi við MR einn
vetur og tók próf í stærðfræði
við HÍ um vorið. Hann fór svo í
framhaldsnám við University of
Minnesota í Minneapolis og
lauk þaðan doktorsprófi í stærð-
fræðilegri rökfræði með ritgerð
sem heitir „An investigation of
limitultraproducts“ 1968. Leið-
beinandi hans var Erwin Enge-
ler og meðal annarra kennara
hans þar var Bjarni Jónsson.
Samhliða náminu kenndi Hall-
dór stúdentum í Minnesota áður
en hann kom heim til að helga
sig kennslu íslenskra stúdenta.
Áhugi Halldórs á rökfræði og
siðfræði tengdist miklum áhuga
hans á heimspeki. Hann var í
félagi við íslenska heimspek-
inga, ritstýrði tímariti, skrifaði
greinar og hélt fyrirlestra um
þau fræði.
Fyrir hönd samkennara Hall-
dórs við námsbrautir í stærð-
fræði og tölvunarfræði við Há-
skóla Íslands þakka ég honum
samveruna og samvinnuna und-
anfarna áratugi og votta fjöl-
skyldu hans innlega samúð.
Kristján Jónasson.
Halldór Þorkell
Guðjónsson
Sigmar Bent Hauksson, vinur
okkar og leiðtogi í starfi Astma-
og ofnæmisfélagsins, er horfinn
á braut, langt fyrir aldur fram.
Sigmar var áberandi á mörg-
um stöðum í samfélaginu okkar
og geta margir minnst hans sem
ötuls hvatamanns á sviðum er
snerust um líknar- og sam-
félagsmál, heilbrigði fólks og
réttindi sjúkra. Einnig á allt
öðru sviði, í málefnum er lúta að
umgengni við náttúru landsins,
þeirri virðingu sem við skulum
sýna henni og alls þess sem hún
gefur okkur. Sigmar hafði
brennandi áhuga á heilnæmi
andrúmsloftsins sem við öndum
að okkur, bæði gagnvart meng-
un í stórborgum en einnig frjó-
mengun og óskynsamlegri gróð-
ursetningu trjáa nálægt
leikskólum, skólum og stofnun-
um svo dæmi séu tekin. Sigmar
var rétt að byrja á þessu bar-
áttuverkefni sínu þegar hann
var kallaður á braut svo snögg-
lega.
Sigmar var sjálfur afar fróð-
ur, vinnusamur og reynslumik-
ill. Eftir hann standa mörg frá-
bær verkefni sem hver maður
gæti verið stoltur af, verkefni
sem við hin þurfum að halda lif-
andi og leiða til lykta.
Fyrir SÍBS og Astma- og of-
næmisfélagið stóð hann í
ströngu allt undir það síðasta.
Hann ritstýrði til fjölda ára
fréttablaði Astma- og ofnæm-
isfélagsins og síðar tímariti
þess. Hann safnaði í þau ótelj-
andi greinum frá sérfræðingum
Sigmar Bent
Hauksson
✝ Sigmar BentHauksson
fæddist í Reykjavík
3. október 1950.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 24. des-
ember 2012.
Minningarathöfn
um Sigmar fór
fram í Hallgríms-
kirkju 4. janúar
2013.
og fróðum áhuga-
mönnum, greinum
sem ávallt hittu í
mark á hverjum
tíma og er tímaritið
vinsælt til aflestrar
mjög víða, meðal
annars á biðstofum
lækna og í apótek-
um.
Í matreiðsluþátt-
um, þar sem mat-
reitt er fyrir of-
næmissjúka, stýrði hann okkur
Stefaníu Sigurðardóttur í gegn-
um upptökurnar og lét okkur
líða eins og næstu meistara-
kokkum Íslands. Sigmar ritaði
sjálfur handritin fyrir fræðslu-
myndirnar um „Astma og of-
næmi“, „Að lifa með astma“ og
„Fæðuofnæmi barna“, myndir
sem hafa reynst vel við að
fræða og upplýsa um sjúkdóm-
ana. Sigmar studdi undirritaða í
gegnum viðamikla þýðingu á
uppskriftabókinni „Kræsingar“,
sem brátt kemur út, og ekki má
gleyma því spennandi sam-
starfsverkefni sem við unnum
saman með Hagkaupum sem
snýst um aukið og vel skilgreint
framboð á vörum fyrir ofnæm-
issjúka. Allt þetta var unnið af
brennandi áhuga í sjálfboða-
vinnu.
Við erum þakklát Sigmari
fyrir samfylgdina, það voru for-
réttindi að fá að taka þátt í líf-
inu með honum og hver hefði
trúað því þegar við hittumst á
frábærum vinnufundi stjórnar
fyrir um ári að við myndum
ekki endurtaka þá góðu kvöld-
stund síðar eins og við lofuðum
okkur þá.
Við erum einnig þakklát
Hauki Bent fyrir að gefa okkur
færi á að kveðja föður hans og
vin okkar í hinsta sinn á Þor-
láksmessukvöld, dagur og kvöld
sem við munum seint gleyma.
Við vottum fjölskyldu Sigmars
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd stjórnar Astma-
og ofnæmisfélagsins,
Fríða Rún Þórðardóttir.
Við kynntumst Kötu fyrir lið-
lega 30 árum, þegar leiðir henn-
ar og Hans, mágs og bróður,
lágu saman. Með tilkomu Kötu í
fjölskylduna fóru nýir og ferskir
vindar að blása. Þarna var á
ferðinni sjálfstæð kjarnorku-
kona, með ákveðnar skoðanir,
sterka réttlætiskennd, hrein-
skiptin og lét sér mjög annt um
náungann.
Margar góðar og skemmtileg-
ar minningar sækja á þegar litið
er til baka. Ferðir í sumarbú-
stað með fjölskyldunum, golf,
sund og gjarnan dregin fram
spil á kvöldin.
Já, þau voru mörg golfmótin
sem við Kata tókum þátt í, síð-
asta mótið var síðastliðið sumar.
Þar lét hún engan bilbug á sér
finna, fór í gegnum mótið með
mikilli reisn, þótt heilsan væri
ekki góð.
Kata var mjög fjölskyldu- og
vinarækin, og hjálpsöm var hún,
veigraði sér ekki við að halda
jólaboð fyrir stórfjölskylduna
Katrín
Guðmundsdóttir
✝ Katrín Guð-mundsdóttir
fæddist á Ísafirði 8.
júní 1954. Hún lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 26. des-
ember 2012.
Útför Katrínar
var gerð frá Graf-
arvogskirkju 4. jan-
úar 2013.
eða bjóða öðrum að
halda veislu hjá sér,
ef þannig stóð á.
Bauð fjölskyldu
minni að dvelja hjá
sér í nokkrar vikur,
alltaf boðin og búin
fyrir aðra.
Kata var búin að
berjast við krabba-
mein í fjögur ár og
beið að lokum lægri
hlut í þeirri bar-
áttu. Þrátt fyrir að við vissum
að hverju stefndi í nokkurn tíma
er dauðinn samt eins og að fá
þungt högg.
Stundum var erfitt að átta sig
á því að Kata væri yfir höfuð
veik. Alltaf leit hún vel út, aldrei
kvartaði hún heldur hélt ótrauð
áfram, ákveðin að berjast, lifa
lífinu til fulls og láta gott að sér
leiða.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Hans, Dagmar, Kjart-
an, Klara, Ragnheiður og fjöl-
skyldur. Megi góður Guð
styrkja ykkur og vernda á erf-
iðum tímum.
Ólafía, Hermann
og fjölskyldur.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Minningargreinar