Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 HEIMURINN AÚGAND ALA Fo i Úganda, Yowe useveni, neitar að ðfesta umdeild sem kveða á ma amlegtafnf LANDBR NLO ands ekban r og það ætti aðriof stó á til að leggja af ölda útibúa, aðfj ibands, leiðtoga aflokksins. MEXÍK MEXÍKÓ Pena Niet forset sent hefur verið til s Michoacan til að berj samtökum muni ekki vopnuðum sjálfsvar SÝRLAND MOSKVU Walid Muallem, utanríkisrá herra Sýrlan segir stjórnvöld búin aðureið .tap á fski rmenn ppo.nig viljiEin Hnefaleikaferill Klítsjkós er glæsilegur, hann sigraði í 45 af alls 47 bardögum og var aldr- ei sleginn niður. Hann tapaði tvisvar vegna þess að dómari stöðvaði bardagann eftir að Klítsjkó hafði meiðst. Stíll Klítsjkós þykir heldur þunglamalegur og margir sér- fræðingar segja að hann hafi verið heppinn með andstæð- inga. Nokkur sambönd til- nefna heimsmeistara og stát- uðu Klítsjkó og yngri bróðir hans, Vladímír, samanlagt af öllum titlunum þeg- ar sá eldri afsalaði sér titlunum í desember til að helga sig stjórn- málum. Fleygið frá ykkur lurkunum,þetta er gildra!“ hrópaðitveggja metra risinn og hvatti ákafa stjórnarandstæðinga, sem hugðust ráðast á forsetahöllina í Kíev, til að gefa ekki lögreglunni færi á að kalla þá óeirðaseggi og beita valdi. Flestir hlýddu. En þótt hann taki stöðugt framförum er úkraínski hnefaleikakappinn Vítalí Klítsjkó ekki orðinn mikill ræðu- maður, hann þarf oft að leita að orðunum og á það til að reka illi- lega í vörðurnar þegar hann er spurður erfiðra spurninga, að sögn heimildarmanna. Hann stefnir á forsetaembættið á næsta ári og þá er það fyrst og fremst skortur á pólitískum klókindum og reynslu sem getur orðið honum fjötur um fót. En almenningur dáir hann. Bent er á að Klítsjkó hafi lagt alla áherslu á fjöldafundi þar sem glæsileg eiginkona hans, fyrirsætan og söngkonan Natalía, hefur m.a. heillað fólk með þjóðlagasöng. En Klítsjkó hafi ekki byggt upp nein tengsl við mikilvæga aðila í bak- tjaldamakki stjórnmálanna. Þegar hann hafði nýlega forystu fyrir þeim sem báru upp vantrauststil- lögu á ríkisstjórn Viktors Janúkó- vítsj forseta skorti 40 atkvæði til að hún næði fram að ganga. Vonbrigði Klítsjkós voru sár. Kjósendur eru langþreyttir á ráð- leysi og flokkadráttum, atvinnuleysi, lélegri heilbrigðisþjónustu og skorti á öryggi. Um fimmtungur íbúa landsins er rússneskumælandi, þjóðin er í reynd klofin í tvennt. Í austurhéruðunum er almenningur hlynntur samstarfi við Rússa, í vesturhéruðunum vill fólk auka tengslin við Vestur-Evrópu. Und- anfarnar vikur og mánuði hafa and- stæðingar Janúkóvítsj, sem er hlynntur Rússum og oft sagður verkfæri í höndum spilltra embætt- ismanna og ólígarka, efnt til fjöl- mennra mótmæla í Kíev og víðar í landinu. En fyrir skömmu samdi forsetinn við Rússa um geysimikla fjárhagsaðstoð, sem m.a. felur í sér lækkað verð á gasi. Efnahagur landsmanna er á helj- arþröm og ljóst að margir hafa and- að léttar. En stjórnarandstaðan kallar samninginn mútur og segir að um fyrsta skrefið að nýrri inn- limun í Rússland sé að ræða. En hver er maðurinn sem kann- anir sýna að er vinsælasti stjórn- málamaður landsins? Klítsjkó er 42 ára gamall og þjóðhetja vegna af- reka sinna í hnefaleika- hringnum, hann talar reip- rennandi bæði úkraínsku og rússnesku, er með doktorsgráðu í íþrótta- fræðum og oft kallaður dr. Járnhnefi. Hann fæddist í Kírgístan, faðirinn var háttsettur í sovéska flughernum og fjölskyldan bjó víða í Sovétríkjunum burtsofnuðu en einnig í Austur- Þýskalandi. Klítsjkó er með land- vistarleyfi í Þýskalandi þar sem hann bjó í níu ár og borgar þar skatta sína sem hefur verið gagn- rýnt. Einnig hafa stjórnarliðar sam- þykkt lög sem banna manni með aðsetur í öðru landi að bjóða sig fram til forseta. Og menn Janúkó- vítsj, sem ráða yfir öflugustu fjöl- miðlunum, reyna nú eftir mætti að bendla Klítsjkó við glæpasamtök. Ekkert óhreint í pokahorninu Flokkur hans fékk 14% atkvæða í þingkosningunum 2012 og giskað er á að mætist Janúkóvítsj og Klítsjkó í seinni umferð forsetakosninganna næsta ár muni Klítsjkó sigra með yfirburðum. Hann hefur eitt fram yfir marga áhrifamenn: allir vita hvernig hann varð ríkur, vegna íþróttaafreka en ekki með óheið- arlegu braski og/eða þjófnaði. Óeirðalögreglumenn hafa beitt mikilli hörku gegn stjórnarandstöð- unni og Klítsjkó hvatti í vikunni vesturveldin til að beita stjórn Ja- núkóvítsj viðskiptaþvingunum. Í viðtali við þýska tímaritið Spiegel í desember sagði hann Janúkóvítsj reyna að halda völdum með því að spila á strengi deilnanna milli aust- ur- og vesturhluta landsins, notfæra sér sögulegan og menningarlegan ágreining. Efnahagsvandinn stafaði af misheppnaðri stefnu. „Það er engin samkeppni, Úkra- ína er land einokunarinnar. Við er- um með 28 mismunandi tegundir skatta. Þeir leggjast þungt á lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru mik- ilvægasti hlutinn af efnahagnum í öllum eðlilegum ríkjum,“ sagði Klítsjkó. Aðspurður sagði hann Úkraínu verða að eiga gott sam- starf við grannþjóðir en það ætti að vera á jafnréttisgrundvelli. Evrópu- sambandið byði upp á samninga en Rússar beittu klækjum og hótunum. Lumar hann á pólitísku rothöggi? HNEFALEIKARINN FYRRVERANDI, VÍTALÍ KLÍTSJKÓ, ER VIN- SÆLASTI STJÓRNMÁLAMAÐUR ÚKRAÍNU. HANN HYGGST REYNA AÐ VELTA ÚR SESSI UMDEILDUM OG EINRÆÐ- ISSINNUÐUM FORSETA LANDSINS, VIKTOR JANÚKOVÍTSJ. Vítalí Klítsjkó (t.h.) barðist við Manuel Charr frá Þýskalandi í Moskvu 2012 og sigraði. Klítsjkó afsalaði sér heimsmeist- aratitlinum í desember sl. en má hvenær sem er skora á næsta meistara ef hann fær nóg af úkraínskri pólitík. AFP GLÆSILEGUR FERILL *Hann kemur mönnum fyrir sjónir sem einfaldurnáungi en er greindari en hann virðist vera.Andreas Umland, stjórnmálafræðingur í Kíev.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.