Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Síða 9
Árni Ingi Pjetursson er ístuttu stoppi á Íslandi þeg-ar fundum okkar bera sam-
an að morgni föstudags. Kvöldið áð-
ur kom hann heim frá Hollandi, þar
sem hann var að setja sig inn í nýtt
starf hjá íþróttavörurisanum Nike
og á mánudaginn flýgur hann utan
til Leeds á Englandi til að taka
formlega við téðu starfi. „Strategic
executive in football“ er starfsheitið
sem ekki er auðvelt að snara yfir á
hið ástkæra ylhýra.
„Mitt hlutverk verður að fylgja
eftir stefnu Nike í sölu- og mark-
aðsmálum,“ útskýrir hann. „Það er
að réttar vörur komi á réttum tíma
og í réttu magni. Ég kem til með að
verða í nánum samskiptum við alla
helstu viðskiptavini fyrirtækisins í
Bretlandi og rækta þau sambönd.“
Markaðssvæðið sem Árni Ingi
kemur til með að halda utan um er
Bretland. „Fótbolti er hlutfallslega
langstærsti vöruflokkurinn hjá Nike
í Bretlandi og raunar í Vestur-
Evrópu allri og ég verð ábyrgur
fyrir einum stærsta fótboltavöru-
reikningi í heimi. Þess utan mun ég
koma að stefnumótun hjá fyrirtæk-
inu og hafa þannig áhrif á Bret-
landsmarkað.“
Vildu útlending í starfið
Árni Ingi segir húsbændur hjá Nike
líta á Vestur-Evrópu sem eina heild,
nánast eitt land, og fyrir vikið komi
hann til með að verða á faraldsfæti.
Ekki bara innanlands í Bretlandi,
heldur um alla vestanverða álfuna.
„Ég kem til með að verða mjög
hreyfanlegur. Ætli ég verði nema
50-60% af tímanum á skrifstofunni í
Leeds.“
Einmitt vegna þessara alþjóðlegu
tengsla vildi Nike ráða útlending í
starfið en ekki Breta. Heimamaður
væri líklegri til að horfa bara inn á
við. Árni Ingi metur það svo að
þjóðerni sitt hafi alls ekki spillt fyr-
ir. „Við Íslendingar erum upp til
hópa ótrúlega alþjóðlega þenkjandi.
Mun meira en hinn almenni Evr-
ópubúi, hugsa ég. Við ferðumst mik-
ið og vegna smæðar landsins og
markaðarins lærum við snemma að
hugsa út fyrir landsteinana.“
Annar Íslendingur vinnur hjá
Nike, Vala Steinsdóttir hönnuður,
sem er í Hollandi. „Ég hitti hana
einmitt úti í vikunni. Hún hannar
fótboltatreyjur og er að gera mjög
góða hluti,“ segir Árni Ingi.
Næsti yfirmaður Árna Inga verð-
ur framkvæmdastjóri Nike í Vest-
ur-Evrópu með aðsetur í Hollandi.
Hann hefur líka stuðning af yfir-
manni fyrirtækisins í Bretlandi.
„Stuðningskerfið er mjög gott og þó
ég sé ábyrgur fyrir mínu verkefni
fæ ég gott aðhald. Þarf til dæmis að
gefa skýrslu vikulega um stöðuna,
næstu skref og hvort einhver
vandamál séu á sjóndeildarhringn-
um. Það eru miklir peningar í húfi.“
Manchester United
langstærst
Sem dæmi um verkefni Árna Inga
má nefna að stór hluti allra
fótboltatreyja í landinu mun fara í
gegnum hann en meistarar tveggja
síðustu ára í ensku úrvalsdeildinni,
Manchester City og Manchester
United, leika báðir í búningum frá
Nike. Eins enska landsliðið. Þess
utan hefur Arsenal leikið í Nike-
búningum undanfarin ár en sá
samningur rennur út í sumar. „Af
þessu er Manchester United lang-
stærst – enda besta liðið,“ segir
Árni Ingi sem er sjálfur grjótharður
stuðningsmaður Rauðu djöflanna.
Spurður hvort það séu ekki vond
tíðindi fyrir City skellir Árni Ingi
upp úr. „Jú, blessaður vertu. Ég
mun segja öllum sem vilja kaupa
treyjurnar þeirra að þær séu upp-
seldar!“
Árni Ingi þekkir vel til hjá Nike
en eftir háskólanám í Bandaríkj-
unum réði hann sig til starfa í höf-
uðstöðvum fyrirtækisins í Beaver-
ton, Oregon. Vann þar í eitt ár, frá
2005 til 2006. Eftir að hann sneri
heim vann Árni Ingi áfram fyrir
Nike og stýrði dreifingu á vörum
fyrirtækisins á Íslandi frá 2007 til
2012. „Ég bý fyrir vikið að mikilli
reynslu og þekkingu og veit hvernig
fyrirtækið hugsar. Það kemur til
með að nýtast mér í þessu nýja
starfi.“
Ölgerðin þjóðargersemi
Undanfarið ár hefur Árni Ingi unn-
ið hjá Ölgerðinni Agli Skallagríms-
syni, meðal annars við það að flytja
út íslenskt brennivín og bjór. „Þetta
hefur verið mjög skemmtilegur tími
og ég kveð Ölgerðina með miklum
söknuði. Ölgerðin er eitt flottasta
fyrirtæki sem ég hef kynnst, algjör
þjóðargersemi. Ég var alls ekki á
leiðinni þaðan en þegar Nike hafði
samband við mig í haust og bauð
mér þetta starf stóðst ég ekki mát-
ið.“
Hann segir margt líkt með Öl-
gerðinni og Nike enda þótt varan sé
ekki beinlínis af sama meiði. „Þessi
tvö fyrirtæki vinna og hugsa með
svipuðum hætti og liðsandinn hjá
þeim báðum er einstakur. Það er
eiginlega eins og maður sé kominn í
fótboltann aftur,“ segir Árni Ingi en
fyrir þá sem ekki þekkja til lék
hann knattspyrnu um árabil, með
KR, Fram og fleiri félögum.
Bæði eiga þau líka höfuðandstæð-
ing, sem brýnir þau áfram. „Það er
alveg rétt. Ölgerðin hefur umboð
fyrir Pepsi og þar á bæ er hinn
Cola-drykkurinn aldrei nefndur á
nafn. Eins með Nike, höfuðand-
stæðingurinn er aldrei nefndur fullu
nafni, en það er allt í lagi að segja
Adi,“ segir hann sposkur.
Berlín fallin
Gríðarleg samkeppni er milli Nike
og Adi(das) á heimsvísu og und-
anfarið hefur fyrrnefnda merkið
haft betur. Árni Ingi er ekki með
nýjustu tölur fyrir framan sig en
minnir að Nike sé með um 45%
markaðshlutdeild og Adi(das) 40%.
Aðrir mun minna. „Þetta hefur ver-
ið mikill slagur og það var stór dag-
ur þegar Berlín féll fyrir fáeinum
misserum. Heimavöllur Adi,“ segir
Árni Ingi hróðugur. „Annars er
stríðinu hvergi nærri lokið. Menn
mega ekki slá slöku við.“
Spurður hvers vegna hann komi
til með að búa í Leeds er Árni Ingi
fljótur til svars. „Það er ekki út af
liðinu!“
Hann hlær.
„Ég valdi Leeds vegna þess að
gott orð fer af borginni. Konan mín,
Edda Blumenstein, og þrjú börn
flytja með mér utan og frúin reikn-
ar með að fara í framhaldsnám í há-
skóla borgarinnar. Það spilar líka
inn í þessa ákvörðun,“ segir Árni
Ingi.
Lundúnir og Sheffield hefðu einn-
ig komið til greina, en Nike er líka
með bækistöðvar þar, og þess
vegna Reykjavík. Þannig bjó forveri
Árna Inga í starfi, sem er Belgi,
heima í Belgíu meðan hann gegndi
starfinu. Flaug bara á milli. Til
Bretlands í byrjun viku og heim í
lok hennar.
Börnin eru þrjú, ellefu ára
tvíburastrákar og þriggja ára
stelpa. „Strákarnir eru mjög
spenntir enda miklir áhugamenn
um fótbolta og nóg er víst af honum
í Bretlandi. Stelpan veit ekki alveg
hvað er á seyði og það verður erfitt
að setja hana á leikskóla þar sem
hún skilur ekki nokkurn mann. En
mér skilst að börn séu fljót að læra
ný tungumál.“
Kann vel við Bretana
Sjálfur hefur Árni Ingi búið áður í
Bretlandi, var sem unglingur á mála
hjá knattspyrnufélaginu Reading í
einn vetur. „Mér leið vel í Reading
og veit fyrir vikið nokkurn veginn
að hverju ég geng. Ég hef mjög
gaman af Bretunum. Þeir eru léttir
og skemmtilegir og hafa húmor fyr-
ir sjálfum sér. Það er góður kostur.
Að mínu mati eru þeir mun líkari
okkur Íslendingum en til dæmis
Norðurlandabúar.“
Hann kvíðir mest umferðinni. Það
verði viðbrigði að aka á vinstri
helmingi. „Það er búið að útvega
mér sjálfskiptan bíl sem bíður eftir
mér á flugvellinum. Ég verð bara
að henda mér út í djúpu laugina.“
Hann hlær.
Árni Ingi segir alltof snemmt að
velta fyrir sér hversu lengi fjöl-
skyldan verði í Bretlandi. „Við erum
að selja bílana og flytja út með bú-
slóðina, þannig að við erum farin til
að vera. Alla vega í einhvern tíma.
Ætli maður taki ekki stöðuna eftir
svona tvö ár. Hvort manni líkar
ennþá vel eða langar að prófa eitt-
hvað nýtt. Hvort það yrði heima eða
erlendis er ómögulegt að segja. Við
erum opin fyrir öllu.“
Árni Ingi Pjetursson
hlakkar til að takast á
við ný og spennandi
verkefni í Bretlandi.
Englandsmeistarar Manchester United leika í búningum frá Nike – sem seljast vel.
EPA
Úr ölinu í sparkið
ÁRNI INGI PJETURSSON TEKUR VIÐ LYKILSTÖÐU HJÁ FÓTBOLTAGEIRA
ÍÞRÓTTAVÖRURISANS NIKE Í BRETLANDI Á MÁNUDAGINN. HANN VAR ÁÐ-
UR Í GÓÐU STARFI HJÁ ÖLGERÐINNI EN STÓÐST EKKI MÁTIÐ ÞEGAR HÚS-
BÆNDUR HJÁ NIKE HÖFÐU SAMBAND VIÐ HANN OG BUÐU HONUM
STARFIÐ EN ÁRNI INGI VANN ÁÐUR FYRIR FYRIRTÆKIÐ Í BANDARÍKJ-
UNUM OG HÉR HEIMA.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
SÖÐLAR UM OG FLYTUR ÚR LANDI
* Við Íslendingarerum upp tilhópa ótrúlega al-
þjóðlega þenkjandi.
Morgunblaðið/RAX
19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9