Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Qupperneq 13
19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 mun sá hópur sækja í það efni. Við verðum aldrei stærsta sjónvarps- stöðin á Íslandi en við erum ákveð- inn valkostur fyrir stóran markhóp sem getur gengið að því vísu að við erum ekki að fjalla um undirheima Íslands, pólitíska ólgu og deilumál. Við munum koma með nýjan og ferskan andblæ inn í sjónvarpsflór- una. Það gerum við með Bravó og Miklagarði. Á Miklagarði munum við fjalla um vöru og þjónustu. Upplýsingar um málefni eru mjög áberandi í fjöl- miðlum, í fréttum ákveða menn til dæmis hvað þeir telja eiga erindi við þjóðina og hvað ekki. Sýn okkar sem stöndum að þessum tveimur sjónvarpsstöðvum er: Vörur og þjónusta eru dægurmál. Ég þekki það sjálfur sem fjölmiðlamaður að dagskrárgerðarmenn eru alltaf að reyna að finna einhverja fleti á því að fjalla um vörur og þjónustu. Á RÚV er þáttur um bók- menntir, sem örvar sölu á bókum og ýtir undir áhuga á bókmenntum. Það getur skipt höfuðmáli fyrir höf- und að fá kynningu og gagnrýni á bók sína í þeim þætti. Er þetta auglýsing? Já. Er hún áhuga- „Ég fæ mikið út úr því að gefa ungu fólki sama tæki- færi og ég fékk á sínum tíma,“ segir Sigmar Vil- hjálmsson, Simmi. Morgunblaðið/Ómar Hugi Halldórsson er stofn-andi framleiðslufyrirtæk-isins Stórveldisins sem hefur víða komið við á síðustu ár- um og hefur meðal annars fram- leitt síðasta Áramótaskaup á RÚV, Andraland og Andra á flandri og Áhöfnina á Húna. Stórveldið vinn- ur nú að eftirvinnslu á tveimur þáttum fyrir RÚV, Ferðastiklum með Ómari Ragnarssyni og Láru Ómarsdóttur sem er þáttur sem verður sýndur í byrjun mars á RÚV og Andra á Færeyjaflandri. „Árið 2011 stofnaði ég lítið fyr- irtæki sem ég nefndi í gríni Stór- veldið. Upphaflega var þessi rekst- ur í kringum mig persónulega því ég starfaði sem verktaki um tíma. Ég fékk mikla reynslu á þessum ár- um við sjónvarpsþátta- og auglýs- ingagerð. Þegar ég ákvað að segja þetta gott hjá Sagafilm, þar sem ég hafði starfað sem framleiðandi í auglýsingadeild í fjögur ár, þá stóð ekki til að fara í eigin rekstur. Ég hafði komist að samkomulagi við fiskútflutningsfyrirtæki um að hefja þar störf um haustið 2011 því ég og konan mín, Ástrós Sig- nýjardóttir, sem hefur verið mín stoð og stytta í gengum allt þetta ferli, áttum von á barni um sum- arið. Örlagavaldurinn í þessu öllu var síðan Kristófer Dignus sem hafði samband við mig og bað mig um að aðstoða sig við að fram- leiða tvær sjónvarpsþáttaraðir sem hann hafði í bígerð. Ég sá það ekki fara saman við nýja starfið og ákvað því að taka stökkið til fulls og hefja rekstur. Ég hafði hugsað mér að fara hægt af stað en það var strax nóg af verkefnum. Ég áttaði mig snemma á því að ég gæti ekki staðið einn í þessu brölti. Margir í þessum bransa hafa hætt í sinni vinnu og farið út í eigin rekstur og kannski ekki náð þeim hæðum sem þeir ætluðust til, það kom ekki til greina hjá mér. Ég ætlaði mér að ná árangri með þetta fyrirtæki. Ég þekkti Simma vel frá Popptíví-árunum og fékk hann með mér í þetta. Ég hafði leitað til hans árinu áður með mögulegt samstarf í huga en þá voru þeir Simmi og Jói of upp- teknir við að koma Hamborg- arafabrikkunni á koppinn. Simmi lét svo heyra í sér einn daginn og sagðist vera til í slaginn og Jói væri spenntur fyrir þessu líka. Ég tók þeim vitaskuld báðum fagnandi. Ég leitaði til þeirra bæði vegna þess að ég þekki þá vel og vildi fá menn með mér í reksturinn sem væru markaðslega þenkjandi og sæju framleiðsluheiminn í öðru ljósi en hinn hefðbundni framleið- andi. Samstarfið fór rólega af stað en hefur vaxið jafnt og þétt. Simmi kom í fullt starf seint á árinu 2012 þegar reksturinn var orðinn þannig að það þurfti að fara að reka þetta sem alvöru fyr- irtæki. Árið 2013 var algjört met ár hjá okkur og framleiddum við tólf sjónvarpsþáttaraðir. Það er ekki hægt að segja annað en ég sé ánægður með árangurinn. Það sem dregur mann áfram í þessu er að maður vill alltaf gera betur því það getur verið stutt á milli hláturs og gráts. Ég, Simmi og Jói og Þór Freysson erum hlut- hafar í Stórveldinu. Stórveldið framleiðir allt efni fyrir Miklagarð og Bravó en er eftir sem áður sjálfstætt framleiðslufyrirtæki sem mun áfram framleiða efni fyr- ir innlendar sjónvarpsstöðvar, auk þess sem við munum hefja fram- leiðslu á auglýsingum. Stórveldið og Konunglega kvikmyndafélagið eru tvö aðskilin félög. Ég átti reyndar hugmyndina að nafninu á Konunglega kvikmyndafélaginu, en það er með það eins og Stór- veldið að ég setti nafnið fram í gríni enda engin heimsyfirráð í plönunum næstu árin allavega.“ HUGI HALLDÓRSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI STÓRVELDISINS „Maður vill alltaf gera betur því það getur verið stutt á milli hláturs og gráts,“ segir Hugi Halldórsson. Morgunblaðið/Ómar Metár í fyrra  Bókamarkaður 2014 Árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður 21. febrúar til 9. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst, eða eigi síðar en 6. febrúar n.k., í síma 511 8020 eða á netfangið fibut@fibut.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.