Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Side 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Side 41
BOBBI BROWN 7.500 KR. Bronzing powder, matt sólarpúður í Golden Light, er frábært til skygg- ingar. Púðrið er ein- staklega létt og mjúkt og auðveldar þér að byggja upp litinn fyrir eðlilega áferð og skugga. 19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 www.gilbert.is FRISLAND CLASSIC TÍMALAUS HÖNNUN VIÐ KYNNUM A ndlitsskygging eða „contouring“ er gríðarlega vinsæl í heimi förðunar. Skyggingin er einföld leið til þess að móta andlitið og grenna og draga fram þínar bestu hliðar. Nota skal matt sólarpúður til að mynda skugga á móti ljóma eða „highlighter“, sem dregur fram aðrar áherslur í andlitinu. Til að ná sem bestri útkomu er nauðsynlegt að byrja létt og blanda púðrinu vel með förðunarbursta á andlitið svo áferðin verði sem eðlilegust. Byrjaðu á að staðsetja kinnbeinið með því að taka púðurburstann og rúlla honum upp frá kjálkabeini og upp. Með því finnurðu hvar hann stoppar eðlilega þar sem kinnbeinið endar. Einnig er sniðugt að sjúga inn kinnarnar til að sjá hvar kinnbeinið er. Berðu matt, grátónað sólarpúður undir kinnbeinið með hringlaga hreyfingum svo skyggingin verði sem eðlilegust. Skyggðu frá eyra að munnviki. Hafðu mestan lit við eyrað og leyfðu litnum að deyja út í átt að munn- viki. Ef þér finnst þú hafa ofgert línunni má einfaldlega nudda yfir með farðaburstanum svo að sólarpúðrið blandist betur við húðlit þinn. Púðrið er þá borið á ennið við hárlínu en yfir það er síðan gott að fara með farða- burstanum. Að skyggja nef er vandaverk og þarf að fara gætilega að því. Farðu varlega í að púðra með möttu sólarpúðri niður eftir nefinu frá augabrún. Notaðu lítinn bursta til að móta litinn og síðan breiðari augnskuggabursta til að jafna áferðina svo liturinn blandist vel. Þetta hentar bæði til þess að grenna nefið og láta það virka beinna. Augun er fallegt að móta með því að setja sólarpúður undir augnbeinið með augnskuggabursta. Þetta gefur augunum samstundis fallegra yfirbragð og meiri dýpt og hentar vel í stað augnskugga. Ljómi eða „highlighter“ er borinn á andlitið á þá staði sem þú vilt draga fram svo sem kinnbein, auga- brúnabein, fremst á nefi og við efrivör. Þannig leggur þú áherslu á þá staði og „lyftir þeim upp“. Einnig getur verið fallegt að setja ljóma á mitt ennið, en gættu þess þó að setja ekki of mikið og dúppaðu létt yfir með farðabursta. BOBBI BROWN 7.599 KR. Face Highlighting pen. Handhægur ljómapenni með áföstum bursta. Formúlan, sem er einstaklega létt, kemur í fljótandi formi með örlitlu glimmeri og hentar ákaflega vel fyrir fólk á ferðinni. Burst- inn gerir manni kleift að stjórna magni og áferð og er full- kominn í nákvæmnisvinnu. LJÓS OG SKUGGI Í FÖRÐUN Mótaðu andlitið GOTT ER AÐ NÁ SKYGGINGU Í FÖRÐUN MEÐ MÖTTU SÓLARPÚÐRI TIL ÞESS AÐ RAMMA ANDLITIÐ INN OG DRAGA FRAM ÞÍNAR BESTU HLIÐAR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is 1 YVES SAINT-LAURENT 5.999 KR. Touche Éclat er mest selda förðunarvara Yves Saint-Laurents. Þessi einstaki hylj- arapenni er fullkominn til þess að fá ljóma undir augun og lýsa þau svæði sem fólk kýs. DIOR 7.499 KR. Instant illuminating powder er hið fullkomna ljómapúður eða „high- lighter“ sem gefur húðinni gylltan ljóma. Varan kemur í púðurformi og það er mjög erfitt að ofgera ljómanum. Ljóminn er laus við glimmer og áferðin því einstaklega eðlileg. DIOR 8.799 KR. Diorskin Nude Tan Healthy Glow Enhancing Powder. Þetta einstaka púður úr Nude- línu Dior er í fjórum mismun- andi litatónum; tveimur bleik- um sem gefa ferskleika og gljáa og tveimur brúnum tónum til skyggingar. Einnig er fallegt að blanda öllum litunum saman fyrir frísklegt yfirbragð. Kab- uki-bursti fylgir með. AFP Áberandi fal- leg skygging á sýningu Barböru Bui. Hér er sýnt hvaða svæði má skyggja og lýsa til þess að fá sem besta útkomu. Teikning/Auður Ýr Kim Kardashian er þekkt fyrir að nota aðferðina til þess að móta andlit sitt. En eins og svo margt annað í lífi Kim er skyggingin mjög ýkt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.