Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 45
inu. Vídeóspólur og dvd-diskar gerðu ekki út af við sjónvarpsstöðvar. Slíkum örlögum hafði þó oft verið spáð. En á hinn bóginn lifði enginn af, sem ekki breytti rekstri sínum og tilveru. Síðustu 100 árin eru kölluð öld breytinganna. Það þýðir ekki að þeim sé lokið. Ekkert bendir til þess. Við bíðum og sjáum hvað setur og lög- um okkur að því sem verða vill, með hæfilegri íhalds- semi þó. Heimsstyrjöldin mikla I. og II. hluti? Á þessu ári verða liðin 100 ár frá upphafi fyrsta stríðs- ins er kennt er við heiminn. Heimsstyrjöldin fyrri heit- ir hún á íslensku og litast það af nokkurri bjartsýni. Hún gat auðvitað ekki fengið það nafn fyrr en eftir lok Heimsstyrjaldarinnar síðari. Enskumælandi þjóðir tala um fyrstu og aðra heimsstyrjöld og eru því opnari fyrir hættunni af fleiri styrjöldum af því tagi en Íslend- ingar. Heimsstyrjöldin fyrri var árin á eftir hana kölluð stríðið sem yrði endir allra stríða. Eftir svo ömurleg og mannskæð átök hlaut mannkynið að vera endanlega útskrifað úr þeim skóla reynslunnar. Það var hins vegar mikill munur á því hvað fólst í nafngiftinni „heimsstyrjöld“ þegar horft er til þessara tveggja hildarleikja. Heimsstyrjöldin fyrri fór fram á miklu landssvæði ef horft er til sögufrægra stríða eins og þegar herjum Wellingtons og Napoleons laust sam- an við Waterloo. En þó fór stríðið 1914 -1918 fram á títuprjónshaus ef miðað er við það sem skall á 1939. Þá var barist í flestum álfum heims. Miklar tækni- framfarir höfðu orðið á árunum milli stríða í fram- leiðslu morðtóla og hátindinum virtist mannsandinn ná í slíkum efnum þegar með tveimur smáum sprengjum var hægt að binda enda á mannlíf í tveimur borgum Japans á augabragði. Sumir þakka þeim óhugnaði það þó, að hingað til hafi slíkar sprengjur ekki verið brúk- aðar á borgir, þótt til séu í nýjum og stórbættum út- gáfum og sífellt fleiri ríki hafi náð að komast yfir slík vopn eða séu með þau innan seilingar. Stundum er sagt að Seinni heimsstyrjöldin hafi verið óhjákvæmileg afleiðing af hinni fyrri. Auðmýkjandi friðarskilmálar sem Þjóðverjar lutu í lok hennar hafi verið efniviður fyrir mann eins og Hitler til að ná al- ræðisvaldi á meginlandi Evrópu. Ekki er víst að þessi handhæga skýring sé rétt. En sé hún tekin góð og gild þá eykst þrýstingurinn á að fá að vita hvers vegna Heimsstyrjöldin fyrri hófst. Þá vandast málið. Flestir komu frá barnaskólafræðslunni með þá skýringu að til- efnið hefði verið morð á Sofíu og Franz Ferdinand erkihertoga, krónprins og frænda Franz Jósefs, Aust- urríkiskeisara. Það atriði kom auðvitað við sögu. En það má næstum eins kenna eldspýtunni, sem notuð var til að kveikja í þýska þinghúsinu um alræði Hitl- ers, eins og að kyngja erkihertogadrápinu sem helsta efnivið í heimsstyrjöld. Sem vonlegt er rýna menn mjög í þessa gátu um þessar mundir. Mikil bók og fróðleg Fyrir rúmu ári kom út bók um efnið eftir Christopher Clark, prófessor í sagnfræði við Cambridgeháskóla. Bókin hefur fengið lof eins og fyrri bækur sama höf- undar. Hún heitir (í þýðingu) Svefngenglar og segir í undirtitli að hún lýsi því, hvernig Evrópa leiðist til stríðs árið 1914. Bókin er prýðilega læsileg og er það nauðsynlegt, því hún er nærri 600 síður og að auki í fremur smáu letri. Höfundur lýsir því á lifandi hátt, hvernig margvíslegur misskilningur, togstreita innan landa og utan þeirra, vanhæfni leiðtoga og léleg dóm- greind, auk annarra þátta skýri einkum hvers vegna svona fór. Minnisblöð diplómata um samtöl við valda- lítinn konung Breta gátu þannig sett á stað mikla at- burðarás af litlu eða engu tilefni. Hinir krýndu ráða- menn á meginlandinu tóku mark á slíku. „Orð konungs nægja mér,“ sagði Þýskalandskeisari þegar hann sá hvað haft var eftir frændanum norðan sunds. Niðurstaða og samanburður Vafalaust er að allt þetta ár eiga menn eftir að fræð- ast mjög um aðdraganda styrjaldarinnar miklu sem hófst fyrir réttri öld. En í upphafi lokakafla nefndrar bókar segir höfundurinn: „Ég mun aldrei fá skilið hvernig þetta gerðist,“ sagði rithöfundurinn Rebecca West við eiginmann sinn þar sem þau stóðu á svölum ráðhússins í Sarajevó árið 1936. Það væri þó ekki vegna þess, sagði hún, að ekki lægju nægilega margar staðreyndir ljósar fyrir; þvert á móti þá væru þær alltof margar. Sú staðreynd, að hinn mikli vandi, sem var til staðar árið 1914, hafi verið með eindæmum margslunginn, hefur verið eitt megininntak þessarar bókar. Sumar af þeim flækjum stafa af hegðunarmynstri sem einnig er hluti af stjórnmálalegum veruleika nútímans. Sein- asti hluti bókarinnar var skrifaður þegar fjárhags- kreppa evrunnar var í algleymingi árin 2011- 2012; óendanlega flóknir nútímalegir atburðir. Bersýnilegt var að helstu leikendum evrukreppunnar var al- gjörlega ljóst, rétt eins og þeim sem stóðu á sviðinu í stórviðrinu 1914, að atburðirnir kynnu að enda með miklum ósköpum (hruni evrunnar). Allir lykilleik- ararnir héldu dauðahaldi í þá von að þau yrðu ekki endalokin. En auk hinna augljósu sameiginlegu hags- muna urðu þeir einnig að gæta sinna sérstöku hags- muna, sem stönguðust á við hina sameiginlegu. Í ljósi tvinnunar alls myntsvæðisins réðust afleið- ingar af ákvörðun eins ekki síst af því, hver viðbrögð hinna yrðu, sem ekki var auðvelt að meta fyrirfram, vegna þess hve ógagnsætt ákvörðunarferlið er. Og allan tímann notfærðu einstakir pólitískir leikendur á sviði evrukreppunnar sér til fulls ógnunina, sem vofði yfir, að allsherjarhrun yrði, til að beita þrýstingi í þágu þröngra sérhagsmuna sinna.“ Eftirtektarvert er að hinn merki fræðimaður skuli með þessum samanburði byrja lokakaflann „Nið- urstöður“ í hinni miklu bók sinni um aðdraganda styrjaldarinnar sem hófst 1914. Á nákvæmlega sama tíma og hann var að færa þessi orð sín í letur héldu samtengdir stjórnmálamenn og fræðimenn á Íslandi því hiklaust fram að ekki væri neitt sérstakt að gerast á evrusvæðinu! Morgunblaðið/Ómar 19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.