Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Page 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Page 46
Þ ú ert alltaf að leika?“ spyr fólk Eddu Björgu Eyjólfsdóttur gjarnan þegar það rekst á hana á förnum vegi. Já, svarar hún. „Ertu þá í Þjóðleikhúsinu?“ Nei. „Nú, Borgarleikhúsinu?“ Nei, ekki heldur, svarar hún. Þá koma vöflur á fólk. Hvar í ósköpunum er hún þá? Það er nefnilega það, hér á landi er blómlegt starf í grasrótinni og fjölmörg sjálfstæð leikfélög starfandi. Þeirra á meðal leikfélag Eddu Bjargar og Mörtu Nördal, þetta með und- arlega nafnið, Aldrei óstelandi. Það er létt yfir leikkonunni þegar hún snarar sér inn á kaffihús í miðborginni á þessum blíða janúarmorgni. Við dettum raunar saman inn úr dyrunum, svo ná- kvæm er tímasetningin. Kemur svo sem ekki á óvart, tímasetningar eru óvíða mik- ilvægari en í leikhúsinu. Nú er Edda Björg í hlutverki viðmælandans en hugmyndin er að rekja úr henni garnirnar varðandi lífið utan veggja stofnanaleikhúsanna. Og litla leikfélagið með dularfulla nafnið. Sú saga er svona: Í byrjun árs 2010 stóð Edda Björg á tímamótum. Hún var ekki lengur á samn- ingi við atvinnuleikhús og vantaði verkefni. „Ég hafði ekkert að gera og langaði að skapa eitthvað ódauðlegt,“ segir hún og hlær dillandi hlátri. Það er nauðsynlegt að hafa alvörumark- mið í þessu lífi. Gefandi að finna partner Edda Björg hafði unnið talsvert með Mörtu Nordal leikkonu og leikstjóra í Borgarleik- húsinu og ræddu þær um að setja saman upp sýningu. Marta var þá í fæðingarorlofi. „Mig langaði að gera eitthvað nýtt og dramatískara og Mörtu langaði að leikstýra Fjalla-Eyvindi. Það var því upplagt að efna til samstarfs. Við Marta smullum strax saman, það er svo gefandi að finna partner í listinni. Við höfum sama smekk á leikhúsi, bætum hvor aðra upp og börnum hug- myndir hvor annarrar. Samtalið milli okkar Mörtu er mjög dýrmætt. Það er stærsta gjöfin.“ Tilvísun í Fjalla-Eyvind Edda Björg og Marta söfnuðu í kringum sig hópi fólks til að setja upp Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurjónssonar í leikhúsinu Norð- urpólnum. Marta leikstýrði og Edda Björg fór með hlutverk Höllu. Þær bjuggu ekki að neinum styrkjum en ákveðið var að láta skeika að sköpuðu. Það borgaði sig. Sýn- ingin féll í frjóa jörð og fékk tvær tilnefn- ingar til Grímunnar, íslensku leiklistarverð- launanna, meðal annars sem besta sýningin. Eftir Fjalla-Eyvind kom til tals að stofna leikfélag. Það var gert en var þó alls ekki sjálfgefið. „Blessaður vertu, ég velti því al- varlega fyrir mér hvort ég ætti að gera eitthvað allt annað. Fara í nám eða leita mér að annars konar vinnu,“ viðurkennir Edda Björg. „Líf leikarans er hark á Ís- landi og auðvitað kemur fyrir að maður spyr sig: Er þetta þess virði? Svar mitt hefur alltaf verið já – og er enn. Þess vegna ákvað ég að taka slaginn. Ég veit að ég er góð í þessu og setti mér það mark- mið að verða ennþá betri. Leiklist er þann- ig fag að maður kemst aldrei á endastöð. Maður getur aldrei leyft sér að hugsa: Jæja, nú er ég komin með’etta!“ Nafn leikfélagsins, Aldrei óstelandi, er tilvísun í Fjalla-Eyvind en hugmyndina að nafninu á Kristján Garðarsson arkitekt, eig- inmaður Mörtu. „Þetta var gjarnan sagt um Fjalla-Eyvind en gæti alveg eins átt við um annan mann sem er í miklu uppá- haldi hjá okkur báðum, Woody Allen. Hann lætur alveg eftir sér að „stela“ frá þeim bestu. Það er að segja fá hugmyndir lán- aðar hjá öðrum og setja sinn svip á þær. Það erum við líka að gera,“ segir Edda Björg. Hún segir Fjalla-Eyvind hafa opnað ýms- ar dyr fyrir leikfélagið og umfram allt sýnt þeim Mörtu að hægt er að spjara sig á eigin forsendum í íslensku leiklistarlífi. „Það var afskaplega góð tilfinning. Það er svo gott að standa á eigin fótum.“ Önnur sýning Aldrei óstelandi var Sjö- undá sem Marta og Edda Björg skrifuðu sjálfar. Byggðist hún að hluta á skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, en einn- ig málsskjölum um atburðina á Sjöundá á Rauðasandi í upphafi nítjándu aldar sem Gunnar sótti innblástur í, þar sem þau voru ráðin af dögum, Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir. Sýnt var í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Líst vel á Tjarnarbíó Fyrr í vetur var svo þriðja sýningin frum- sýnd, Lúkas eftir Guðmund Steinsson, eitt af okkar ástsælustu leikskáldum gegnum tíðina. Fyrst var Lúkas í Kassanum í Þjóð- leikhúsinu en hefur nú flutt sig yfir í Tjarnarbíó og verða næstu sýningar í kvöld, laugardagskvöld, og svo á föstudag og laugardag eftir viku. Ekki er búið að ákveða fleiri sýningar en Edda Björg segir allt opið í þeim efnum. Gamall bekkjarbróðir hennar úr Leiklist- arskólanum, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, tók nýlega við sem framkvæmdastjóri Tjarnarbíós og Eddu Björgu líst vel á þær hugmyndir sem hann hefur um starfsemi í húsinu en Guðmundur leggur mikla áherslu á að hlúa að grasrótinni og bræða saman Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.