Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 „Hér eru engir hommar,“ sagði borgarstjóri Sotsjí, Ana- tolí Patsjomov, í viðtali við BBC. Margir furðuðu sig á þessum ummælum borgar- stjórans því að Sotsjí hefur verið vinsæll viðkomustaður samkynhneigðra allt frá tímum Sovétríkjanna. Þar er bar fyrir klæðskiptinga og skemmti- staðir fyrir samkynhneigða. Í Rússlandi voru samþykkt lög í fyrrasumar, sem gera „áróður“ samkynhneigðra í viðurvist einstaklinga undir lögaldri refsiverðan. Pútín sagði nýlega að sam- kynhneigðir gestir á Vetraról- ympíuleikunum þyrftu ekki að hafa áhyggjur, en bætti við að þeir ættu „að láta börnin í friði“. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt afstöðu rúss- neskra stjórnvalda til samkynhneigðra harðlega og ráða- menn víða eru undir þrýstingi um að snið- ganga Ólympíuleikana. V etrarólympíuleikarnir, sem haldnir verða í Sotsjí 7. til 23. febrúar, eiga að verða rós í hnappagat Vladimírs Pútíns forseta. Ekkert hefur verið til sparað og talið er að þetta verði dýrustu Ólympíuleikar frá upphafi og keppa þó færri á Vetrar- en Sumarólympíuleikum. Pútín hefur notað leikana í Sotsjí til að treysta völd sín. Í kapphlaup- inu um milljarðana, sem fara í fram- kvæmdirnar, trónir Vladimír Jak- únín, yfirmaður rússnesku járn- brautanna, á toppnum. Hann fékk sex stór verkefni og 6,6 milljarða evra til að ljúka þeim, þar á meðal að reisa lestarstöð, sem annar jafn mörgum farþegum og aðallestar- stöðin í Berlín, þar sem eru tíu sinnum fleiri íbúar en í Sotsjí. Medvedev í kuldanum Jakúnín ver Pútín með kjafti og klóm og hefur fengið stuðning á móti. Ekkert mark hefur verið tekið á ásökunum Alexeis Navalnís, leið- toga stjórnarandstöðunnar, á hend- ur Jakúnín um spillingu og tilraunir Dmítrís Medvedevs forsætisráð- herra til að ýta Jakúnín til hliðar strönduðu á forsetanum. Medvedev hefur hins vegar verið skákað til hliðar og er sagður nán- ast valdalaus. Stuðningsmenn hans hafa lítið komist að í Sotsjí. Einn þeirra er Ahmed Bílalov. Hann var meðal þeirra, sem höfðu tryggt sér hlutdeild í smíði skíða- stökkpalla í Sotsjí. Kostnaðurinn fór upp úr öllu valdi og sagði Pútín upp samningnum við Bílalov fyrir fram- an myndvélar í skíðabrekkunum fyrir ofan Sotsjí. Skömmu síðar missti hann stöðu sína í rússnesku ólympíunefndinni og aðra bitlinga og mun nú vera horfinn til London. Á sama tíma ákærðu yfirvöld hann fyrir að misnota opinbert fé. Pútín mun hafa gert auðmönnum landsins heyrinkunnugt að ætlast væri til þess að þeir legðu sitt af mörkum í Sotsjí. Sumir munu hafa gert það nauðbeygðir. Ekki fá allir opinbert fé til framkvæmda og hafa því mátt fara í eigin vasa. Einn þeirra er álkóng- urinn Oleg Deripaska, gam- all skjólstæðingur Borís Jeltsíns heitins, annar Vla- dimír Pótanín, sem var vara- forsætisráðherra í tíð Jeltsíns. Sá fyrrnefndi tók að sér að reisa ólympíuþorpið, sá síðar- nefndi lúxushótel meðal annars. Þeir sjá ekki að Sotsjí verði sú ferðamannaparadís, sem spáð er, og óttast að sitja uppi með tóm hótel- herbergi að leikunum loknum. Þeir hafa án árangurs beðið um styrk frá yfirvöldum. Þriðjungur fjárins horfinn? Því hefur verið haldið fram að mikið fé hafi farið til spillis við fram- kvæmdirnar. Fyrirtækið Olimpstroi var stofnað utan um framkvæmd- irnar á íþróttamannvirkjunum. Í samanburði á kostnaðinum við sam- bærileg íþróttamannvirki annars staðar kom í ljós að ólympíu- mannvirkin í Sotsjí voru að jafnaði 57% dýrari en í öðrum löndum. Gi- an-Franco Kasper, forseti Alþjóða- skíðasambandsins, hélt því fram að þriðjungur framkvæmdafjárins hefði horfið. Járnbrautakóngurinn Jak- únín sakaði Kasper um róg og spurði hvernig hann vissi: „Tók hann sjálfur þátt í spillingunni?“ Framkvæmdirnar í Sotsjí hafa orðið mörgum að féþúfu, en lítið virðist þó hafa runnið í vasa iðn- aðarmannanna, sem hafa reist mannvirkin. Semejon Simonov, fulltrúi mannréttindasamtakanna Memorial, segir að þeir hafi verið hýrudregnir kerfisbundið. „90% allra verkamanna við ólympíu- byggingarnar í Sotsjí hafa annað hvort engin laun fengið eða aðeins hluta þeirra. Þeirra vinna gerði Ól- ympíuleikana mögulega, en þeir fengu ekki borgað fyrir.“ Þýskir fjölmiðlar hafa rætt við verkamenn, sem tala um nútíma- þrælahald, þeir hafi ekkert frí feng- ið og enga heilbrigðisþjónustu. Alþjóðaólympíunefndin hefur fengið rússnesk stjórnvöld til að bæta úr og lofuðu þau að sjá til þess að borga sex milljónir evra í vangoldin laun. Hvernig eigi að koma peningunum til ólöglegra verkamanna, sem ekki eru með bankareikninga, var látið ósvarað. Í desember voru framin tvö hryðjuverk í Volgograd og á mynd- bandi, þar sem tveir menn lýstu yfir ábyrgð á verknaðinum, var varað við því að Sotsjí yrði næst. Þúsundir sérsveitarmanna verða á götum Sotsjí að gæta öryggis og 30 þúsund hermenn gæta nærliggj- andi landamæra. Sex varnarkerfum til að granda sprengiflaugum hefur verið komið fyrir auk þess sem orr- ustuþotur og ómönnuð loftför verða á eftirlitsflugi. Undan ströndinni verða eftirlitsbátar á siglingu. Í Sotsjí er meira í húfi en medalíur. Í Sotsjí er meira í húfi en medalíur RÚSSAR HAFA LAGT ALLT KAPP Á AÐ VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR, SEM HEFJAST Í SOTSJÍ EFTIR TÆPA VIKU, VERÐI SEM GLÆSILEGASTIR, EN Í AÐDRAG- ANDANUM HEFUR UMRÆÐAN SNÚIST UM FORDÓMA GEGN SAMKYNHNEIGÐUM, SPILLINGU, HÝRUDREGNA VERKAMENN OG HÆTTUNA Á HRYÐJUVERKUM. ENGIR HOMMAR HÉR AFP Ólympíueldurinn logaði glatt í Sotsjí þegar kveikt var á honum til reynslu á mánudag. Í baksýn er Bolsjoí-skauta- höllin þar sem keppt verður í íshokkíi. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí við Svartahafið hefjast 7. febrúar. *Maður tekur eftir að alltaf þegar Pútín er í bænum er sól-skin og gott veður. Alltaf þegar hann fer í burtu rignir.Larisa Nukhalova, fasteignasali í Sotsjí. Undanfarnar tvær vikur hefur rignt án afláts í bænum þar sem Vetrarólympíuleikarnir hefjast 7. febrúar. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is HEIMURINN NARÍKIBAND HING-WAS TON arackB Obama anda- ríkjafors stefnuræ á þingi þ h ðsta gmis KKL Gayet na, inn, fyrir leik sinnalla mætti franska óskar s Taverni- hún aðstoðarmann utanríkisráðhQuai d‘Orsay. Þar leikur ra sem okkann sér til framdráttar. Gayet komhikar ekki við að nota kynþ st í fréttir ancois Hollande, forseta Frakklands.vegna sambands síns við Fr Sambandið sleit sambandinu við maka svarð til þess að Hollande Trierweiler, af henni fjarlægðar af vefsíðí vikunni og voru myndir o seta höfundurinn ykirþ gninnikki með birtingu greinar undir fyrirsö k. Samky neigð eirra rirnni f ó n var ims, arð- tralíu ingi ann ensku heitirva The Greater pterus roseus) og var Stóri flæmingi hafði m síðan 1933, var orðinnð í gt og elli og var því ekkiram en binda enda á líf hans,m a a dýragarðsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.