Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Side 16
S ankti Bernardsskarðið liggur í um 2.470 m hæð yfir sjávarmáli. Þar hefur verið fjölfarin landleið um aldir, þrátt fyrir að aðstæður hafi oft á tíðum verið afar erfiðar, ekki síst á vetrum. Keltar, róm- verskir herir, kaupmenn og Napoleon og hans herlið fóru þarna yfir í sinni tíð, en skarðið liggur þar sem hryggurinn á milli hæstu fjalla Alpanna, Mont Blanc og Monte Rosa, er lægstur. Í dag er algengara að menn nýti sér hin sex kílómetra löngu St. Bernard-göng, sem opnuð voru árið 1964, til að fara akandi á milli milli landanna tveggja á þessum slóð- um. Hafi fólk hins vegar tíma er vel þess virði að aka upp í skarðið og njóta þar stórbrotinnar náttúrunnar og annars í boði. Ekki er þó fært þangað fyrir einföldustu fólksbíla allt árið um kring en stóran hluta árs, auk þess sem töluvert er um að fjallaskíðafólk geri sér ferð á þessar slóð- ir til að iðka áhugamálið. Munkar, hundar og farandmenn Þrátt fyrir hrjóstrugt háfjallalandslagið hvílir ákveðin kyrrð og fegurð yf- ir St. Bernardsskarðinu. Munkurinn Bernard de Menton reisti fyrst þann griðastað fyrir far- andfólk, sem þekktur er í skarðinu, árið 1046. Þar átti fólk að geta áð og leitað skjóls á leið sinni yfir skarðið. Í heimildum frá 16. öld, kemur fram að eftir daga Bernards hafi munkar ræktað og þjálfað stóra og harðgera hunda af St. Bernard-tegundinni, sem þá hafði reyndar ekki enn hlotið það nafn, sér til aðstoðar við björgunarstörf í fjöllunum. Aðstoðuðu hund- arnir m.a. við leitir og snjóflóðabjarganir um aldir. Enn í dag er rekið nokkurs konar farfuglaheimili í stærri byggingunum tveimur sem standa í skarðinu og tilheyra Sviss. Þar má líka skoða safn um sögu staðarins, munkanna og hundanna sem þar bjuggu, kapellu, súkkulaðibúð og sitthvað fleira fyrir ferðamenn. Þrátt fyrir að ekki sé lengur notast við St. Bernards-hunda, við björg- unarstörfin, er enn hefð fyrir því að halda slíka hundar þar að sumarlagi. Flytja þá alltaf nokkrir tugir þeirra úr „hunda-garði“ í bænum Martigny – í um 13 km fjarlægð – upp í skarðið og dveljast þar sumarlangt. Njóta hvuttarnir mikilla vinsælda gesta sem sækja skarðið heim. Eitt er víst að griðastaðurinn í St. Bernardsskarði hefur enn í dag yfir sér einhvern dýrðlegan ljóma, sem erfitt er að henda reiður á. ST. BERNARDSSKARÐ Á MÖRKUM ÍTALÍU OG SVISS Háskaskarð hundanna ALLIR ÞEKKJA HUNDATEGUNDINA GEÐÞEKKU, ST. BERN- ARDS. NAFNIÐ Á HÚN SAMEIGINLEGT MEÐ ÆGIFÖGRU SKARÐI Á MÖRKUM SVISS OG ÍTALÍU, SEM GAMAN ER AÐ HEIMSÆKJA. ÞAR KOMU MUNKAR Á FÓT GRIÐASTAÐ FYRIR FARANDFÓLK Á 11. ÖLD. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Horft yfir að gistiheimili munksins, frá bílastæði Ítalíu-megin í skarðinu. Byggingarnar tilheyra þó Sviss, þeim megin vatnsins. Minnisvarði um St. Bernard. Píus páfi XI gerði hann að verndardýrlingi Alpanna árið 1923. St. Bernards-hundur, búinn björgunarbúnaði, í skarðinu. Virðast reyndar ýkjur að hundarnir hafi borið koníakstunnur um háls. Hins vegar er ekki talið ólíklegt að kalt og hrakið ferðafólk hafi fengið að ylja sér á tári þegar í skjól var komið. *Gísli Pálsson hefur búið og starfað í sex ólíkum Afríkulöndum sem umdæmisstjóri ICEIDA »18Ferðalög og flakk Brisbane er höfuðborg „tropical“ paradísarinnar Queensland í Ástralíu. Þó svo að innfæddir kvarti mikið yfir vetrarkuldanum, sem var síðast í kringum 20°C, þá er hér gott veður árið um kring. Núna er sumar, sem lýsir sér oftar en ekki í tropical rigningu, ofsahita og skógareldum en þá er gott að geta kælt sig í sundlauginni eða sjónum. Í næsta nágrenni eru kóralrifið og fleiri gríðarlega falleg svæði sem heimsótt voru um jólin. Ástralir eru almennt sólarmegin í lífinu – alltaf er stutt í hláturinn og kaldhæðnina. Almennt eru þeir hógværir og lífsglaðir en mest af öllu elska þeir að njóta dagsins í blíðunni og gera það sem þeir gera best, að grilla og drekka bjór með góðum vinum. Við fáum seint nóg af því að koma auga á páfagauka í trjánum, mæta kengúru á leiðinni til vinnu eða nota hitann sem afsökun fyrir því að setjast út í einn kaldan. Aussie-kveðja, Hildur Hauksdóttir og Daníel Bergmann Sigtryggsson Sendendur á góðum degi við kóralrifið, þar sem var m.a. snorklað. Villtir páfagaukar sjást víða. Almennt sólarmegin í lífinu Kengúrupylsur grillaðar á gamlársdag. PÓSTKORT F RÁ BRISBAN E

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.