Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Side 24
*Heimili og hönnunÍbúð í Garðabæ einkennist af svörtum og hvítum en fallegir munir setja svip sinn á heimilið »26 G ríðarleg aðsókn er í bólstrunarnám- skeiðið og eru öll námskeið fram á vor uppbókuð. Kristján Ágústsson bólstrari og umsjónarmaður nám- skeiðsins segir það ekki hafa komið sér á óvart hversu margir hafi áhuga á að læra fagið. „Nú er tískan þannig að fólk er að sækja svolítið hús- gögn frá sjöunda áratugnum, þessi léttu, tekk- húsgögn. Góði hirðirinn er með töluvert af þeim og fólk er mikið að kaupa þar hluti sem þarf að gera upp og það ýtir svolítið undir áhugann.“ Námskeiðin eru 12 tímar hvert, fjögur skipti og þrír tímar í senn. Alls eru átta nemar í hverju námskeiði. „Það eru allavega húsgögn sem fólk kemur með á námskeiðið. Ég byrja á smásýni- kennslu, hvernig á að sníða svamp, áklæði, sauma og bóla bak. Síðan hef ég nýtt tímann í þau húsgögn sem fólk kemur með. Þetta er ætl- að sem byrjendanámskeið en það eru oft flókin húsgögn sem fólk hefur komið með. Fólk vill fá sem mest út úr þessu,“ segir Kristján og hlær. Kristján er með yngstu bólstrurum landsins og vonar að hægt sé að endurlífga þessa iðngrein svo bólstrun deyi ekki út. Ungt fólk sækir í bólstrun Mikill áhugi er fyrir því að læra þetta en erfitt er að komast að. „Það er enginn skóli hér á landi til þess að læra bólstrun, það er erfitt að komast á samning því bólstrararnir vilja frekar vera með aðstoð- arfólk heldur en fólk á samningi því það er ódýr- ara og þess vegna fara þessir bólstrarar að detta út.“ En hvers vegna sækir fólk í námið? „Ég held að fólk sé ekki endilega að spá í verðið á bólstrun almennt en margir eru þó með svona einn og einn grip sem þeir vilja láta klæða og sjá þá fram á að komast slétt út úr námskeið- inu og fá þekkingu og annað um leið. En sumir koma með stykki og vilja bara læra, sérstaklega unga fólkið.“ Einnig hefur verið nokkuð af ungu fólki á námskeiðinu samhliða námi í húsgagnasmíði sem langar að fá innsýn í bólstrun sem Kristján telur ákaflega jákvætt. Kvenfólk er nú í meirihluta og segir Kristján konur almennt duglegri að taka þátt. Aðsókn karlmanna hefur þó verið að aukast en núna eru þrír karlmenn af átta nemendum á námskeiðinu. Kristján ætlar að halda áfram með bólstr- unarnámskeiðin í haust. „Ég verð með sex nám- skeið í haust og stefni á að halda þeim áfram á meðan áhugi fólks er fyrir hendi.“ Morgunblaðið/Kristinn Verkefnin eru miskrefjandi á bólstrunarnámskeiðinu. Gamall stóll bólstraður á námskeiðinu.Ruggustóll bólstraður í Tækniskólanum. Mikill áhugi er hjá nemendum námskeiðsins. Á námskeiðinu læra nemendurnir að sníða svamp, áklæði, sauma og bóla bak. Kristján Ágústsson segir margt ungt fólk sækja í námskeiðið. MIKIL AÐSÓKN Í BÓLSTRUNARNÁMSKEIÐ Ýtir undir áhugann TÆKNISKÓLINN Í REYKJAVÍK FÓR AF STAÐ MEÐ BÓLSTRUNARNÁMSKEIÐ Í FYRRAHAUST. KRISTJÁN ÁGÚSTSSON, UMSJÓNARMAÐUR NÁMSKEIÐSINS, SEGIR MIKLA AÐSÓKN Í NÁMIÐ OG VONAST TIL AÐ HÆGT SÉ AÐ ENDURLÍFGA IÐNGREININA HÉR Á LANDI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Á námskeiðinu mæta nemarnir hver með einn hlut sem Kristján aðstoðar þá við að bólstra. * „Þetta er ætlað sem byrjenda-námskeið en það eru oft flókinhúsgögn sem fólk hefur komið með. Fólk vill fá sem mest út úr þessu.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.