Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Síða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Síða 27
D agný Björg segir heimilisstílinn einkennast mikið af svörtu og hvítu í bland við gömul húsgögn, þar leynast síðan litir inn á milli. „Hrím og Ikea eru verslanir sem ég versla mest við, Epal er einnig ofanlega á lista en einnig hafa læðst inn á heimilið nokkrir skemmtilegir hlutir og stólar úr Góða hirðinum,“ segir Dagný sem telur mikilvægt að huga að skipulagi við innréttingu heimilisins. „Ég vil geta lokað af óþarfa dót og ég geymi kertastjaka og vasa gjarnan inni í skáp og skipti frekar hlutum út eftir árstíðum, tilefni eða skapi. Óreiðan skemmir dálítið heildarmynd heimilis- ins þannig að ég reyni að lágmarka hana.“ Dagný Björg er höfundur heimilisbloggsins feel- inspiredblog.com þar sem hún deilir skemmtilegum hugmyndum með lesendum. „Ég er ótrúlega forvitin um hvernig aðrir búa og þaðan fæ ég oft innblástur, hvernig þau búa og innrétta heimilin sín,“ segir Dagný sem sækir einnig innblástur í blogg, tímarit og bækur. Á heimilinu hefur hún síðan útbúið sér lít- ið skrifstofuhorn sem er hennar griðastaður á heim- ilinu. „Þar sit ég og blogga, læri og vinn að skemmti- legum verkefnum tengdum skólanum. Alveg minn staður.“ Blanda af gömlu og nýju DAGNÝ BJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, NEMI Á HÖNNUNARBRAUT Í TÆKNISKÓLANUM, OG SIGURJÓN ARASON BÁTASMIÐUR BÚA ÁSAMT ÞRIGGJA ÁRA SYNI SÍNUM Í SKEMMTILEGA INNRÉTTAÐRI ÍBÚÐ Í GARÐABÆ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is REYNIR AÐ LÁGMARKA ÓREIÐU Morgunblaðið/Þórður Dagný hannaði þessa fallegu kolla úr birkikrossviðarplötu koma þeir í hvítu, svörtu og í náttúrulegum lit. Falleg tekk- húsgögn í forstofunni. Dagatalið hannaði Dagný sjálf en það er fáanlegt á vefsíðunni feelinspiredblog.com. Dagný Björg sækir meðal annars inn- blástur í blogg, tíma- rit og bækur. 2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 AFSLÁTTUR %A60 ALLTAÐ Reykjavík - Akureyri G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.