Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Qupperneq 34
*Græjur og tækniApple er verðmætasta fyrirtæki heims en fyrsta tölva þess leit dagsins ljós fyrir þrjátíu árum »36 und. Það bættist bara eitt núll ofan á það,“ segir Börkur og glottir við tönn. Börkur segir að stafræna formið opni margar dyr sem áður voru lokaðar. Nú viti þeir nánast upp á hár hvar vinsældir þeirra liggja því Deezer sér hvar í heiminum menn klikka á tónlist Mono Town. IP töl- ur tölva sjá til þess. „Kosturinn við að gera þetta eins og við erum að gera er að eftir einn eða tvo mánuði geta Deezer-menn gefið okkur skýrslu um hvar hlustendurnir eru, hvar platan er að skora stig. Við förum bara á túra þar sem við í raun vitum að platan er heit í staðinn fyrir að dröslast um allt þar sem enginn nennir að hlusta á okkur eða menn vita ekkert af okkur. Við erum að fá aðdáendapósta frá stöðum sem maður hélt einhvern veginn að tónlist sem væri búin til á Íslandi myndi ekki rata til. En heimurinn er alltaf að minnka og það er auð- velt að hlusta á tónlist hvaðan sem er úr heiminum.“ Óumflýjanleg staðreynd er að allt er að breytast með internetinu og streymisveitunum í kvikmynda- og tónlistargeiranum. Tæknibylt- ingin er svo sannarlega komin í tónlistina og í raun hafa tónlist- armenn verið að spá í hvernig væri hægt að fá greitt fyrir vinnu sína síðan Napster var og hét. „Það eru auðvitað einhverjir vaxtarverkir í þessu og menn vita ekki alveg hvar þetta endar en það sem er líkleg- ast er að þessar streymisveitur verði einhverskonar miðpunktur í þessu. Þær eru líka að þreifa sig áfram og þær borga ennþá frekar illa en samt – þetta er allt að koma.“ Hljómsveitin Mono Town er skipuð þeim Daða, Bjarka og Berki. Þeir félagar sömdu við streymisveituna Deezer sem gefur út plötuna þeirra. Nú þegar hafa milljón manns hlustað á tvö lög frá bandinu. Morgunblaðið/Þórður Með streymisveitunum Deezer og Spotify er hægt að hlusta hvar og hvenær sem er. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslensk tónlist hljómar nú víða heim, meðal annars í Suður-Ameríku svo dæmi séu tekin. AFP Deezer streymisveitan er með 10 milljón skráða notendur. HLJÓMSVEITIN MONO TOWN Tilraunadýr tónlistar á veraldarvefnum HLJÓMSVEIT ER STOFNUÐ, HÚN VEKUR ATHYGLI, GEFUR ÚT PLÖTU, HENNI ER LEKIÐ Á NETIÐ ÞAR SEM HÆGT ER AÐ HLUSTA Á HANA. ÞANNIG HLJÓMAR SAGA FLESTRA HLJÓMSVEITA. MONO TOWN BYRJAÐI HINSVEGAR Á HINUM ENDANUM. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is P latan In The Eye Of The Storm, með íslensku hljómsveitinni Mono Town kom út í vikunni á frönsku streymisnetsíðunni deezer.com. Þetta er í fyrsta skiptið sem Deezer markaðsetur plötu með hljómsveit sem ekki er gefin út hjá hefðbundnu út- gáfufyrirtæki. „Það mætti því segja að við séum að byrja á öfugum enda og kannski er þetta svolítið skrýtin röð að gera hlutina. Geisla- diskur, vínylplata eða eitthvað álíka veraldlegir hlutir koma svo í kjöl- farið,“ segir gítarleikari Mono Town, Börkur Hrafn Birgisson, en bandið hefur vakið mikla athygli – enda hálfgert tilraunadýr tónlistar á veraldarvefnum. Ásamt Berki Hrafni eru þeir Daði bróðir hans og Bjarki Sigurðsson í bandinu. „Þetta er samt mjög spennandi þó mað- ur viti ekkert hvar þessi internetbylting endar en þetta byrjar alla- vega vel. Við kaupum sjálfir vínyl og diskar eru enn góðir og gildir en þetta er hinsvegar að breytast hratt,“ bætir Börkur við. Milljón manns búnir að hlusta Franska streymisveitan Deezer gefur hljómsveitina út á vefnum sín- um deezer.com þar sem 10 milljónir manna víða um heim eru skráðir notendur, flestir frá meginlandi Evrópu og Suður-Ameríku. „Þeir settu lögin Peacemaker og Jackie O í spilun fyrir 2 mánuðum og milljón manns eru búnir að hlusta á lögin. Við erum í skýjunum með það og þeir hjá Deezer líka því væntingarnar voru í kringum 100 þús-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.