Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Page 37
2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Auglýsingin sem rústaði Apple Í framhaldi af vel heppnaðri auglýs- ingaherferð við kynningu Apple Macintosh ríkti talsverð spenna fyr- ir því að sjá hverju auglýs- ingastofan myndi skila fyrir næsta skref í markaðssetningu Apple. Það var kynning á Apple Office, skrif- stofuvöndlinum. Með útgáfu Apple Office var Apple að reyna að stað- setja sig sem valkost fyrir atvinnu- lífið, en ekki bara sem tölvu fyrir heimilið. Þetta var fyrsti vöndullinn af þessari tegund og mikið var lagt undir til að kynna þessa nýjung. Eftir farsælt samstarf við Ridley Scott þótti auglýsingastofunni til- valið að leita til bróður hans, Tony Scott (Top Gun, The Last Boy Sco- ut), með næsta kafla. Hann setti saman auglýsingu með ámóta sterku myndmáli og vel heppnuð auglýsing bróður hans. Jakkafata- klæddar skrifstofublækur með bundið fyrir augu þramma áfram í einfaldri röð, flautandi lagstúf sem flestir kenna við dvergana í teikni- myndinni um Mjallhvíti. Einn af öðrum stíga þeir fram af hengiflugi og steypast í ómynnið. Þar til kem- ur að þeim síðasta, sem stoppar á brúninni og gægist undan augn- bindinu og áttar sig á sannleik- anum. Fyrir aftan hann nálgast næsta kippa af skrifstofumönnum. Líkt og með fyrri auglýsinguna var stjórn Apple ekki hrifin, en að þessu sinni var Jobs sammála þeim. Chiat\Day náðu þó að telja þá á að sýna hana, minnugir þess hve stjórnin hafði verið mótfallinn fyrri auglýsingunni. Auglýsingin reyndist illa. Markhópurinn, fólk í atvinnulíf- inu, einkum skrifstofufólk, var sár- móðgað Apple fyrir að sýna það sem heiladauða dróna. Stjórn- armenn Apple vildu kaupa heilsíðu- auglýsingu í helstu dagblöðum til að biðjast afsökunar á auglýsing- unni, en auglýsingastofan hótaði því að hún skyldi þá kaupa síðuna á eftir til að biðjast afsökunar á af- sökuninni. Sala Apple hrundi og innan skamms neyddist fyrirtækið til að loka þremur af sex verksmiðjum sínum og reka 20% af starfsfólki sínu. Dvínandi sölutölur urðu til að skapa miklar deilur milli Jobs og forstjóra Apple, sem enduðu með því að Jobs var úthýst hjá fyrirtæk- inu sama ár. Þar með hófst eyði- merkurganga Apple sem ekki lauk fyrr en Jobs sneri aftur sem for- stjóri Apple árið 1995. AFP Útlit Machintos hefur breyst mikið á undanförnum árum. * Almennt voru gagnrýnendur mjöghrifnir af vélinni þegar hún var fyrstkynnt, en fræg eru þó ummæli tækniblaða- mannsins Johns C. Dvoraks þar sem hann sagði að músin væri ástæðan fyrir því að tölvan myndi ekki njóta vinsælda: enginn gæti hugsað sér að nota slíkt skrípi. Hann reyndist ekki sannspár. Viðskiptavinir Apple eru í dag fólk á öllum aldri. Hér virðir fólk fyrir sér nýjustu iPad-afurðina á tæknisýningu í París. Campus Party, árleg tækni- og tölvuhátíð hófst í vikunni í Brasilíu og stendur yfir fram á sunnudag. 160 þúsund manns hófu leik en á hátíðinni eru ýmsar tækninýjungar kynntar sem og tölvuleikir spilaðir. Henni er í raun skipt upp í nokkrar mismunandi hátíðir. Þarna má sjá kynn- ingar, það nýjasta í tölvuhökkun og LAN-partí þar sem margir geta spilað saman sama tölvuleikinn. Fjölmargir eru að spila EVE Online-leikinn íslenska á hátíðinni. Hátíðin er svokölluð 24/7-hátíð þar sem aldrei er stoppað. Engar pásur eru og þátttakendur þamba orku- drykki og maula snakk þess á milli. Heilsan er lögð til hliðar í heila viku. Ekki eru allir þátttakendur á hátíðinni í því að spila tölvuleik án þess að stoppa í heila viku. Fjölmargir eru einungis komnir til að njóta þess að sjá aðra spila uppá- haldsleikinn sinn. Gestir fá úthlutað tjaldi sem er búið að tjalda í flug- skýli við hliðina á öðru flugskýli þar sem þátttakendur hafa komið sér fyrir. Í enn einu skýlinu er síðan partí, matsölustaður og körfuboltavöllur ásamt slökunarher- bergi þar sem þátttakendur geta horft á sjónvarp í hæg- indastólum og fengið frítt nudd. Kúplað sig frá sýnd- arveruleikanum og gengið afslappaðir aftur inn í mannanna heim. TÖLVUHÁTÍÐIN CAMPUS PARTY Í BRASILÍU Nirðir Suður- Ameríku sameinaðir Þessi ágæti keppandi var búinn að birgja sig upp af snakki og orkudrykkjum til að geta spilað tölvuleik í viku. AFP Smáralind | Sími 512 1330 Opið Sunnudaga 13-18 iPadmini Nettur ogflottur Verð frá:54.990.- SmartCover Fyrir iPad, flottir litir Verð frá:7.990.- iPadAir Kraftmikill og léttur Verð frá:89.990.- iPad hvarsemer, hvenærsemer iPad leiðarvísir Allt um iPad í einni bók Verð:4.490.-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.