Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Page 42
*Fjármál heimilannaVestanhafs er áætlað að um fimmtungur af keyptum matvælum fari til spillis Leikkonan Alexía er þessa dagana að leggja lokahönd á kynfræðslu- uppistand Pörupilta sem hún mun flytja í Borgarleikhúsinu í febrúar og mars ásamt Maríu Pálsdóttur og Sólveigu Guðmundsdóttur. Pörupiltarnir voru áður með uppi- stand í Þjóðleikhúskjallaranum við góðar undirtektir og hafa farið út fyrir landsteinana með þá sýningu. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fjórar manneskjur og eitt dýr. Maður, kona, drengur, stúlka og kettlingur. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Endalaust af hálfum pestókrukk- um. Möndlumjólk, kúamjólk og kaffibaunir þurfa líka að vera í skápnum svo dagurinn verði góð- ur. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hrein- lætisvörur á viku? Alltof mikið. Hvar kaupirðu helst inn? Melabúðin er í miklu uppáhaldi en Krónan úti á Granda er líka ljóm- andi fín fyrir stórinnkaupin. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Útlenskir ostar og engiferöl. Erfitt að standast það. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Með því að gefa kettinum afgang- ana að borða og henda engum mat. Hvað vantar helst á heimilið? Það vantar margt á heimilið, t.d. vantar hurð á hjónaherbergið, en það er allt í vinnslu. Eyðir þú í sparnað? Nei, nei. Skothelt sparnaðarráð? Vera með grænmetisgarð og tína sveppi og ber á sumrin. Skella í frystinn og það dugar langt fram á vetur. ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Kötturinn fær afgangana Alexía segist eiga mikið af hálftómum pestó-krukkum í ísskápnum. Morgunblaðið/Þórður Aurapúkinn er tortrygginn í garð þeirrar sölubrellu að gefnir eru „punktar“ í sam- ræmi við upphæð viðskiptanna. Punktana má svo nota til að borga fyrir vörur seinna meir. Þegar dæmið er reiknað til enda jafn- gilda „punktarnir“ yfirleitt ekki nema agn- arsmáum afslætti. Púkanum þykir þá betra að fá beinharðan afslátt í krónum, frekar en að fá verðlitla punkta sem er oft ekki hægt að nota nema háð ýmsum skilyrðum og takmörkunum. Punktum má þó stundum safna nokkurn veginn sjálfkrafa, t.d. þegar flogið er með ákveðnum flugfélögum (ef ekki er lægra fargjald í boði á sömu leið með punkta- lausu flugfélagi). Flest eigum við inni punkta einhvers staðar. Er ágæt regla að kíkja á punktastöðuna endrum og eins og láta punktana ekki fyrnast. Jafnvel, ef punktarnir eru ekki margir, má stundum skipta þeim fyrir eitt- hvað lítið og ódýrt eða gefa þá til góð- gerðarstarfs. púkinn Aura- Hver er punktastaðan? V itaskuld má ekki stunda svo mikla sparsemi og aðhald að lífið missi allan lit. Endr- um og sinnum er gaman að láta eftir sér lúxus og örlítill skammtur af munaði getur gert daginn mun skemmtilegri. En á móti kemur að við höfum mörg vanið okkur á ýmsa neyslu og útgjöld sem vel má sleppa, og spara þannig stórar fjárhæðir yfir árið og ævina. Fer kannski all- góður skerfur af ráðstöfunarfé heimilisins í ósiði sem hvorki bæta líðan né heilsu? Blæðir buddan peningum í gjöld og sektir sem auðvelt er að forðast? Fjármálavefurinn Business Insider tók saman lista yfir nokkr- ar algengar útgjaldasyndir sem skynsamlegt er að reyna að losna við. Hverjar eru líkurnar? Efst á listanum er að eyða peningum í happdrætti. Þeir sem vita betur grínast stundum með að happdræti megi allt eins kalla viðbótarskatt á heimsku. Aðrir segja happ- drætti vera sekt á þá sem ekki fylgdust nógu vel með í stærðfræðitímum þegar fjallað var um lík- indareikning. Vinningslíkurnar í vinsælu íslensku lottói eru svo litlar að jafnvel ef keyptur væri 10 raða miði í hverri viku í 90 ár væru ekki nema 7% líkur á að hreppa stóra vinninginn einu sinni. Miðað við að 10 raða seðill kosti 1.300 kr væri á sama tíma búið að kaupa lóttómiða fyrir vel yfir 6 milljónir. Næst á lista Business Insider er að greiða reikninga of seint. Um leið og eindagi er liðinn bætast við aukagjöld, vextir og kostnaður sem munar um. Innheimtu- og vanskilakostnaður getur verið breytilegur eftir samningum en ekki er óalgengt að t.d. innheimtuviðvörun hjá bönkum kosti ein og sér um 1.000 kr. Ef það er orðið að vana að borga nokkra reikninga of seint í hverjum mánuði getur því kostnaðurinn yfir árið hæglega hlaupið á tugum þúsunda. Einfalt er að forðast þessi útgjöld t.d. með því að stofna netdreifingu hjá viðskiptabank- anum sem greiðir alla reikninga með sjálfvirkum hætti á réttum tíma. Ef mjög þröngt er í búi og erfitt að standa í skilum við alla er nauðsyn- legt að vega og meta hverjum á að greiða, t.d. út frá því hvar kostn- aðurinn við vanskilin er dýrastur. Svo er gott að taka upp sím- ann, láta vita fyrirfram ef ekki er hægt að greiða á rétt- um tíma, og reyna að semja um þægilegri afborganir eða greiðslufrest. Dýrir matarbitar Business Insider bendir síðan réttilega á að óskyn- samleg matarútgjöld geta verið mikil byrði á fjárhag heimilisins. Þegar útgjöld ársins eru tekin saman er t.d. mjög kostnaðarsamt að kaupa sér daglega einn bolla á uppáhalds kaffihúsinu. Einn 400 kr bolli á dag gerir næstum 150.000 kr yfir árið. Sama á við um að kaupa hádegisverðinn í mötuneyti eða á veitingastað. Er stórgott sparnaðarráð að taka frekar með nesti. Gos-drykkja kostar líka sitt og þeir sem geta vanist því að drekka í staðinn kranavatn munu raka inn sparnaðinum. Svo verður að vanda til við matarinnkaupin og gæta þess að ekkert fari til spillis. Vest- anhafs er áætlað að allt að 20% af matarút- gjöldum heimila fari í matvæli sem er á endanum sóað. FARA PENINGARNIR Í VITLEYSU? Lítil útgjöld sem kosta sitt LOTTÓMIÐAR OG VANSKILAGJÖLD MEÐAL ÞEIRRA ÚTGJALDA SEM Á AÐ VERA AUÐVELT AÐ FORÐAST. GETUR LÍKA MARGBORGAÐ SIG AÐ TAKA NESTI MEÐ Í VINNUNA OG DRAGA ÚR SÓUN Á MAT. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Oft vilja það vera litlu en reglulegu útgöldin sem safnast saman upp í háar upphæðir. Til dæmis myndi einn daglegur kaffibolli á kaffihúsi, á litlar 400 kr. bollinn, gera samtals 146.000 kr. yfir árið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.