Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 mæðgurnar aftur eftir tæplega átta áratuga aðskilnað. Vakti áhuga í skólanum Bob lýkur lofsorði á bók bróður síns, hún sé verðugt framtak og geri þeim systkinum öll- um auðveldara um vik að fræða sína afkom- endur um uppruna sinn. „Ég las bókina ein- mitt fyrir átta ára gamla sonardóttur mína fyrr í vetur og hún hafði gríðarlega gaman af. Fór meira að segja með hana í sögustund í skólanum sínum og fékk fjölmargar fyr- irspurnir. Fyrir jólin sagði hún krökkunum í bekknum síðan frá íslensku jólasveinunum og þótti þeim stórmerkilegt að þeir væru þrett- án. Við eigum bara einn jólasvein í Bandaríkj- unum,“ segir Bob og hlær. George er sannfærður um að vakað hafi verið yfir sér við gerð bókarinnar. Allt hafi gengið upp. Hvert einasta smáatriði. Á leiðinni heim varð hann fyrir undarlegri lífsreynslu. „Ég hef aldrei viljað sitja við glugga í flugvélum en þar sem gluggasætið var laust að þessu sinni færði ég mig þangað. Þegar við vorum hálfnuð milli Íslands og Grænlands varð mér litið út um gluggann og sá þá tvær manneskjur, konu með litla stúlku sér við hlið. Þær veifuðu til mín og báðu mig um að koma aftur og hitta sig. Ég veit að þetta hljómar undarlega og eflaust halda ein- hverjir að ég sé genginn af göflunum. En ég veit hvað ég sá. Þetta var ekki ofskynjun. Ég var heldur ekki í glasi og hef aldrei notað fíkniefni.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem George verður fyrir því sem hann kallar „trúarupp- lifun“. Árið 2000 vildi hann ná ljósmynd af Aðalvík og klifraði í þeim tilgangi upp í ná- læga hlíð. Komst þó ekki alla leið enda með léleg hné frá því hann gegndi herþjónustu. Sonur hans, Tim, tók þá við myndavélinni og hélt áfram upp hlíðina til að taka myndina. Meðan hann beið heyrði George óvænt rödd sem sagði: „Það verður allt í lagi, við fylgj- umst með þér!“ Hann sá engan. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta.“ Spurður hvort mælt hafi verið á íslensku eða ensku kveðst George ekki gera sér grein fyrir því. „Ég hef bara orðið þrisvar fyrir upplifun af þessu tagi, alltaf hér á landi. Það er eitthvað kynngimagnað við Ísland.“ Vill þýða bækurnar á íslensku Þetta varð kveikjan að annarri bók, „Ég er kominn aftur“ (I’m Back), þar sem George fer með ítarlegri hætti yfir sögu fjölskyldu sinn- ar. Nú er þriðja bókin í smíðum en hún fjallar um kirkjuna á Látrum, Staðarkirkju. Bækurnar eru aðeins fáanlegar á ensku en George hefur mikinn áhuga á að láta þýða þær yfir á íslensku. Hefur hann rætt við út- gefendur hér heima með það í huga. „Ég vona að af þessu geti orðið í náinni framtíð enda held ég að efnið gæti vakið áhuga margra. Ég hef gert þessar bækur af brennandi áhuga en ekki fjárhagslegri þörf og hef raunar ákveðið að verði ágóði af sölu bókanna hér á landi myndi hann renna óskiptur í kirkjusjóð Stað- arkirkju í Aðalvík.“ George hefur mikinn áhuga á því að rekja ættir sínar og hefur orðið töluvert ágengt. Hann viðurkennir þó að sá siður Íslendinga að kenna börn við feður sína hafi aðeins þvælst fyrir honum. „Ég skil hugsunina á bak við þá hefð en það er auðveldara að rekja ættir þar sem allir bera ættarnöfn,“ segir hann. Ég lýsi því yfir við George á íslensku að hann sé bara orðinn ættfræðingur, eins og annar hver maður hér á landi. Hann hlær að því innleggi. Verður aldrei fyrir vonbrigðum George Valdimar Tiedemann kemur á hverju ári til Íslands, til að njóta landsins og rækta frændgarðinn. Hann hefur mikið dálæti á Reykjavík en segir samt ekkert jafnast á við Aðalvík. Fegurðina og kyrrðina. Meðan heils- an leyfir mun hann koma áfram. „Ég verð aldrei fyrir vonbrigðum þegar ég kem til Ís- lands.“ Daginn eftir samtal okkar sneri George heim til Bandaríkjanna ásamt föruneyti sínu. Við heimkomuna gat hann ekki setið á sér að rita mér tölvupóst. Hann var á þessa leið: „Hér er áhugaverð staðreynd. Þegar við yf- irgáfum Ísland var hitastigið 2,8 gráður á Cel- cius. Þegar við lentum á JFK-flugvelli var það -10 gráður. Þegar við lentum sá ég bara hluta af flugbrautinni fyrir snjó. Það tók okkur meira en fjóra tíma að keyra heim en ekki einn og hálfan tíma eins og venjulega. Guði sé lof að það var Íslendingur undir stýri!“ Morgunblaðið/RAX * Ég hef bara orðiðþrisvar fyrir upplifun af þessu tagi, alltaf hér á landi. Það er eitthvað kynngi- magnað við Ísland. George á göngu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni, Sharon, og yngri bróður, Bob. 20–70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRU M RISA- ÚTSALA DIDRIKSONS BARNAÚLPUR 25% AFSLÁTTUR BAKPOKAR 30% AFSLÁTTUR PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 00 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.