Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Síða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Síða 53
2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Hinn kunni japanski hljóð- listarmaður Ryoji Ikeda heldur tónleika í Hörpu á laugardagskvöld og má bú- ast við miklu sjónarspili. Húsið mun iða af lífi og tónum um helgina, með Myrka músíkdaga og Visual Music Festival í fullum gangi. 2 Sýning Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu eftir Dav- íð Stefánsson hefur hlotið mikið lof og þykir uppsetn- ing Egils Heiðars Antons Pálssonar leikstjóra á verkinu vera einkar lífleg og leikarar standa sig vel. Fimmta sýning er á laugardagskvöldið. 4 Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís blæs til kvikmyndaveislu um helgina og hyllir leikstjórann Brian de Palma. Á laugardag er hin blóðuga Scarface sýnd kl. 20 en Blow Out á sunnudagskvöld. 5 Eiríksína Ásgrímsdóttir opnar á sunnudag klukkan 12 athyglisverða sýningu í forsal Grensáskirkju. Kallast hún „Allir farnir“ og getur þar að líta um 60 ljósmyndir, tvö olíumálverk og eitt textílverk. Ljósmyndirnar voru teknar í yfirgefnu húsi eftir að afkom- endur nýlátinnar ættmóður tóku til eftir sig og hana. 3 Um helgina stendur yfir í Deiglunni á Akureyri hátíð sem helguð er leiknum kvik- myndum og heimildamyndum frá Hong Kong. Um er að ræða samstarf Sjónlistarmiðstöðvar og Listhúss í Fjallabyggð. 1 MÆLT MEÐ Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópr-an og píanóleikarinn Ástríður AldaSigurðardóttir taka þátt í dagskrá Myrkra músíkdaga nú um helgina og halda tónleika í Kaldalóni í Hörpu í kvöld, laug- ardag, og hefjast þeir klukkan 21.30. Á efnis- skránni er ný og nýleg tónlist, að sögn Sig- ríðar Óskar. Fyrst má nefna djassaðan söngflokk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Undanhald samkvæmt áætlun, en hann var saminn árið 1977 við ljóð Steins Steinars. Þá frumflytja þær stöllur hér á landi verkið Adriana Songs eftir margverðlaunað finnskt tónskáld, Kaija Saariaho. Að lokum eru á efnisskránni lög eftir Hjálmar H. Ragn- arsson, Þrír söngvar Sólveigar úr leikritinu Pétri Gaut, „undurfalleg lög“ að sögn söng- konunnar. „Við erum að flytja þessi verk í fyrsta skipti,“ segir Sigríður Ósk. Hún segir lög Gunnars Reynis vera býsna djössuð, fjöl- breytt og skemmtileg. „Þessi flokkur hefur ekki verið mikið fluttur í heild sinni. Gunnar Reynir samdi hann á sínum tíma fyrir kon- una sína, Ástu Thorsteinsson mezzósópran. Gunnar lék á víbrafón og tengdi klassík og djass á áhugaverðan hátt,“ segir hún. „Hljómarnir og ryþminn eru undir djass- áhrifum.“ Finnska tónskáldið Kaija Saariaho hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum og meðal annars hlotið hin sænsku Polar- tónlistarverðlaun, í fyrra, og árið 2011 fékk hún dönsku Sonning-verðlaunin. „Hún býr í Frakklandi og tónlist hennar hefur mjög flottan karakter, er dularfull og íburðarmikil. Þá er ákveðin finnsk melankólía í verkunum, sem eru mjög falleg. Verkin sem við flytjum samdi hún árið 2006 og þá fyrir mezzó og hljómsveit en þau eru líka til í þessari píanó- útsetningu.“ Um lögin sem Hjálmar samdi fyrir upp- setningu á Pétri Gaut í Þjóðleikhúsinu og margir þekkja, segir hún að gaman sé að hafa á efnisskránni nokkur verk sem eru ekki framandi fyrir áheyrendur. „Þetta eru falleg og einföld lög, eins og Hjálmar stefndi að, í anda Sólveigar sem syngur lögin í leikritinu,“ segir Sigríður Ósk. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún kem- ur fram á Myrkum músíkdögum og segist hún hlakka til enda sé þetta „fjölbreytt hátíð og margt gott í gangi. Það er svo mikilvægt að hafa slíka hátíð með nútímatónlist“. TÓNLEIKAR SIGRÍÐAR ÓSKAR OG ÁSTRÍÐAR ÖLDU Á MYRKUM MÚSÍKDÖGUM „Falleg og einföld lög“ Á EINSÖNGSTÓNLEIKUM Í HÖRPU VERÐA FLUTT VERK EFTIR GUNNAR REYNI SVEINSSON, HJÁLMAR H. RAGNARSSON OG SAARIAHO. „Það er svo mikilvægt að hafa slíka hátíð,“ segir Sigríður Ósk um Myrka músíkdaga. ar ég var 18 ára. Ég fær ennþá gæsahúð við að hugsa um það! Ég söng í kórum í mörg ár, allt þar til ég fór út í nám, og það markaði djúp spor. Milli stærri verkefna finnst mér alltaf gott að grípa í að skrifa kórverk, það finnst mér eins og að komast heim. Mér finnst það iðulega ekki jafn flókið og að skrifa fyrir hljómsveit, mér finnst ég vita vel hvað virkar fyrir kór, enda alinn upp í þessari íslensku kórahefð. Þegar ég var kominn í framhaldsnám í Danmörku kom ég af og til með ný kórverk í tíma en mætti takmörkuðum skilningi, kenn- ararnir ypptu áhugalitlir öxlum og spurðu hvers vegna ég væri að gera þetta.“ Hann hlær. „En hér á landi er svo mikið af fram- bærilegum kórum sem eru skipaðir áhuga- mönnum, hefðin er svo rík. Það þekkist ekki á sama hátt í Danmörku. Ég held ég spretti af sama jarðvegi og Atli Heimir Sveinsson, Þorkell og aðrir sem hafa gripið í þetta hér.“ Kórtónlistin á diskinum spannar allan tón- smíðaferil Huga, frá 1998 til dagsins í dag. „Ég hrærist í heimi nútímatónlistar, sem er ekki endilega það sem fjöldinn er spennt- astur fyrir, en ég var farinn að sjá að ég ætti hér efni á heilan disk sem ætti ekki að stuða neinn,“ segir hann og brosir. „Þetta er frekar aðgengileg nútímatónlist. Mig langaði að koma þessu frá mér og sýna að nútíma- tónlist í dag þarf ekki endilega að vera skrif- að fyrir fáa útvalda og útlærða fagmenn. Það viðhorf er sem betur fer að breytast mjög hratt og aðsókn á tónleika að aukast mikið“. – Hvernig er að starfa sem íslenskt tón- skáld í Kaupmannahöfn? „Býsna gott. Ég get ekki kvartað. Reynd- ar vinn ég líka töluvert á Íslandi og það er aftur að aukast mikið eftir algjöra ládeyðu í kjölfar hrunsins. Úti fæ ég hinsvegar mikið af pöntunum sem bæði danskir og alþjóð- legir flytjendur hafa getað fjármagnað með dönskum styrkjum. Það kerfi gerði það að verkum að ég hef getað skrimt sem tónskáld þó að kannski hafi það ekki verið heppileg- asti tíminn að byrja á því akkúrat árið 2007 þegar kreppan var að fara að skella á.“ – Og eru alltaf einhver verk að fæðast? „Já, verkin verða til mitt á milli hljóm- borðsins, tölvunnar og nótnapappírsins – og sem betur fer en nóg af verkefnum.“ „Mig langaði að koma þessu frá mér og sýna að nútímatónlist í dag þarf ekki endilega að vera skrifuð fyrir fáa útvalda og útlærða fagmenn,“ segir Hugi. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.