Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 3

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 3
FRTJIN Lueyma LlJ 2. ARG. JANUAR 1963 1. TBL. TIL LESENDA Um leið og „Frúin" óskar lesendum sínum og öllum íslenzkum konum gleðilegs árs og farsæls komandi árs, vill blaðið færa kærar þakkir fyrir viðtökur þær, sem það hefur fengið. Blaðið hefur nú komið út í eitt misseri og byrjar annan árgang sinn. Þeir, sem að því standa, munu kappkosta að vanda efni og frágang svo, sem kostur er á. Kostnaður við útgáfuna er meiri en búist var við í upp- hafi, vegna verðhækkana, sem urðu á siðastliðnu hausti, enda hækk- uðu flest blöð í verði nema „Frúin“. Áskriftarverðið, kr. 15.00 á mán- uði er mjög lágt og nægir ekki fyrir kostnaði nema að um verulega útbreiðslu verði að ræða. Sem betur fer eru allar líkur til þess að útgáfa blaðsins sé trygð með þessu verði, ef áframhald verður á hinum ört vaxandi vinsældum og útbreiðslu þess. Fastir áskrifend- ur að blaðinu eru þegar komnir hátt á þriðja þúsund og mun það nær einsdæmi um nýtt blað, á svo stuttum tíma og liðinn er frá því „Frúin" hóf göngu sína.Þetta er þó ekki nándar nærri nóg og mun nú verða gerð gangskör að þvi að afla blaðinu fjölmargra nýrra áskrifenda. Takist það, sem ekki er ástæða til að efast um, mun verða auðið að bæta verulega efni og fráang þess. „Frúin“ vill þvi mælast til þess við lesendur sína og velunnara, að kynna blaðið og veita þvi þannig stuðning sinn. Þær konur, sem vildu safna nýjum áskrifendum, munu fá í verðlaun nýja matreiðslubók, sem er mjög fullkomin og sérstæð og heitir „Matreiðslubókin mín“, fyrir hverja 10 nýja áskrifendur. Þessi bók kostar kr. 257.50 í bókaverzlunum. „Frúin“ vill ennfremur biðja konur að senda efni eða ábend- ingar um efni og mun greiða ritlaun fyrir góðar greinar, og þurfa helzt myndir að fylgja greinunum. Blaðið endurnýjar nýjársóskir sínar til lesenda og óskar þeim allra heilla á komandi ári. Kona! — mannsins króna, kærleikstign þín skín, allir englar þjóna undir merkjum þín. Þó oss sólin þrjóti, þróttur, fjör og ár, grær á köldu grjóti, góða dís þitt tár. Matthías Jochumsson. (----------------------------- Efnisyfirlit: Bls. Forsetafrú íslands skrifar 4 „Eg treysti Guði — þær mér.“ Viðtal við frú Hildi Jónsd. 5 Sara Bernhardt, frægasta leik- kona heims 8 „Ég yrki bezt í Álheimabíln- um“. Rætt við frú Valborgu Bentsdóttur 15 Okuhæfni kvenna ekki mi.nni en karla 17 Konur í orrahríð stjórnmál- anna 18 í heimsókn hjá undrabarni 22 Teresa Naumann 25 Pearl S. Buck: Áður en tjald- ið fellur 26 Hertogafrúin af Windsor: Ekki dýrlingur, aðeins manneskja 30 Ljóð 33 Rætt við Maríu Markan Öst- lund 34 Lesendur skrifa: 35 Æðri menntun og liúsfreyj- urnar 36 Tízka 38 Verið varkár með rafmagns- tæki 40 Leyndardómur svefnsins 41 Hvíld og afslöppun 42 Handavinna 43 Matur, kartöflur 44 Tízkan, skýringar 45 Kötturinn, sem sagði voff 46 Frá „Frúnni“ til frúarinnar 48 Vegir hins vitra 48 Frá Hallgrími Péturssyni 48 Gætið vel að, verðlaunaget- raun, 10.000 kr. verðlaun 49 _____________________________________________________________________________________» FRÚIN 3

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.