Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 11
þegar þú verður orðin tuttugu og
eins!“
Hertoginn af Morny reyndi að
sefa Söru. „Barnið mitt,“ segir hann
ekki óvinsamlega, „við móðir þín
ætlum með þig á sýningu í Comédie
Francaise í kvöld, og þá getur þú séð
sjálf, hversu glæsilegan feril við höf-
um valið handa þér.“
Sara var hörð á svip vegna tor-
tryggni, þegar henni var fylgt til
stúku, svo að hún gæti séð leiksýn-
ingu í fyrsta skipti. „Það var ekki
sem verst þrátt fyrir allt!“ Og síðan
lét fjölskyldan rigna yfir hana bók-
um um leiklist og með leikritum eft-
ir Corneille, Racine og Moliére, svo
að hún gæti lesið þetta allt og kynnt
sér það, áður en hún færi í leiklist-
arskólann. Hún hafði aðeins níu
vikna tóm til undirbúnings á því,
sem venjulega var undirbúið á átján
mánuðum. Síðan var farið með hana
á fund monsieur Aubers, forstjóra
leikskólans, sem lagði henni lífsregl-
urnar og svo gekk hún undir próf.
Um leið og hún lagði af stað til prófs-
ins, kvaddi móðir hennar hana með
svofelldum orðum:
,,Þú ert of heimsk til að verða sér-
staklega góð leikkona, en starfið ætti
að girða fyrir, að þú lendir á glap-
stigum.“
Nokkrar stúlknanna á undan henni
luku við að leika atriðin, sem þær
höfðu valið til að sýna dómurunum.
Þá er nafn Söru kallað. Hún gengur
upp á pallinn, náföl, og hneigir sig.
„Ég ætla að fara með kvæði um dúf-
urnar tvær.“
„Heyrið þér, ungfrú,“ segir einn
dcmaiar.na ólundarlega, „hafið þér
eki'i búið yður undir að leika neitt?
Það er ætlunin, ab þér leikið hér.
Það á ekki «?■ fara með dæmisögur.“
Loks kann áara við sig. Henni hef-
or verið m'r ooðið. „Ég mun fara með
dæmísögr.na um dúfurnar tvær!“
1 •" nar hún og augu hennar skjóta
gneistum.
Og þá bera dómararnir kernsi i.
skapofsa hinnar sönnu leik’ r a
IV.
Söru tókst ágætleea á leikskólan-
um — en ekki við að læra að leika
heldur við að afla sér vina. Fyrir á-
hrif sumra vina hernar var hún ráðin
að námi loknu, að Comedie F-.ancaise
— fremsta leikhúsi Evrópu. En þeg-
ar hún kom fyrst fram á leiksviði,
fór allt í liandaskolum, og gagnrýn-
endur voru miskunnarlausir við
hana. Sara gleypti eitur, og í nokkra
daga var hún miili helms og heljar.
Þegar af henni bráði á ný, sagði hún
við vini sína, sem beðið höfðu milli
vonar og ótta: „Lífið var mér einsk-
is virði, og mig langaði til að kynn-
ast dauðanum!"
Hún var mikil harmleikkona hvar-
vetna, að því er virðist, nema á leik-
sviðinu á yngri árum sínum. Hugs-
unarháttur hennar var svo sjúkleg-
ur, að helzt líktist listamannsástríðu.
Hún varð ástfangin af aðstoðarmanni
útfararstjóra nokkurs, en neitaði að
giftast honum, þegar hann vildi ekki
leyfa henni að vera við, er hann
smyrði lík til greftrunrr. Milli þess
sem hún var á leikæfingum. heim-
sótti hún kirkjugarða Parí«'->' og sat
innan um legsteinana. eins og hún
væri náinn ættingi hinna framliðnu.
Hún var ung, ótamin kona með
skap tígrisdýrs. Einu sinni ler.ti hún
í stælu við elztu og virtustu leik-
konu Comédie Francaise, og rak henni
þá utan undir. Síðan sagði hún lausri
stöðu sinni við leikhúsið, vildi held-
ur ré-.na listferli sínum en biðja af-
sökunar á framferði sínu. Hún hvarf
á brott f’ á París, og næst spurðist
til Viennar á Spáni, þar sem hún
fylgaist með nautaötum og gaf
nautabönum undir fótinn.
Enginn þeirra, sem vildu henni
vel — eða þeir, sem vildu henni illa
— gátu fylgzt með því, hvernig hún
hegðaði sér. Átján ára gömul var
hún þekkt í hverju veitingahúsi Par-
Sara og móðir hennar.
ísar. Hún átti ástarævintýri með
prinsi, sem var náskyldur keisaran-
um, og ól honum son. Samt virtist
hún ekki geta komizt að niðurstöðu
um, hvernig hún ætti að hegða ævi
sinni.
Elskhugi hennar lýsti yfir því, að
hann vildi ekkert hafa saman við
hana að sælda, og ekki heldur barn
þeirra. Hún gekk á milli leikhúsanna
með barn sitt í fanginu, en lengi vel
vildi enginn veita henni aðstoð. Loks
komst hún í kynni við aðalleikarann
í Odéon, leikhúsinu, sem gekk næst
Comédie Francaise að mikilvægi, og
henni bauðst hlutverk í nýju leik-
riti- En aftur mistókst henni, þegar
hún kom fram í fyrsta skipti.
Það var heldur ekki að furða.
„Hún hefur höfuð yngismeyjar og
líkama eins og kústsskaft," sagði
Alexandre Dumas, sem var meðal á-
horfenda, en hann hefði frekar átt
að segja „líkama eins og eldingarleið-
ara“ — því að líkami hennar dró að
sér raforku geimsins.
Hún var nú orðin 22ja ára, hafði
ekkert komizt á listarbrautinni, en
var ekki lengur í neinum vafa um,
hvað hún vildi. Hún átti barn og hún
var staðráðin í að brjótast til frama
— og svo hafði hún undurfagra rödd.
Smám saman og með mestu erfiðis-
munum tókst henni að þjálfa sig og
rödd sína, svo sem þurfti. Hún beygði
hverja taug líkama síns undir vilja
sinn, og innan tveggja ára var hún
orðin fræg.
V.
Fyrsta stórsigur sinn vann hún í
Le Passant eftir Francois Coppée,
og urðu sýningar á leiknum hundr-
að í París, en auk þess var leikritið
leikið að boði Napoleons keisara í
Tuileries-höll. Margir gagnrýnend
anna, sem höfðu farið hörðum orð-
um um hana áður, voru nú stórhrifn-
ir af henni. Grannur vöxtur hennar
og skær rödd voru ekki lengur til
lýta eins og áður heldur talin gjöf
af himnum. Höfundur leikritsins fór
um hana miklum lofsorðum, og gagn-
rýnendur tóku undir allt, sem hann
sagði- Hún var talin gyðja skáldskap-
arins holdi klædd, og „hún les Ijóð
eins og næturgalinn syngur, vindur-
inn andvarpar, lækurinngjálfrar, eins
og sjálfur Lamartine las ljóð endur
fyrir löngu .... “
Og næstum samstundis tóku að
myndast allskonar sagnir um „Söru
okkar“, eins og skáld og aðrir lista-
menn Parísar fóru að nefna hana,
þótt hún væri naumast orðin nægi-
FF ú'l N
11