Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 47

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 47
mtta platar Jon að ég verð að lialda svo mörgum hundum lireinum, maður verð- ur að stunda sína vinnu og það hélt ég að væri heiðarlegt. Það sem Jón sagði var að vísu alveg rétt og Milla vissi ekki hverju hún átti að svara, svo að hún bara þagði. — Halló, sagði Jón. Milla steinþagði. — Hafið þér misst málið? spurði Jón. Og það hafði Milla í raun og veru gert, því að hún vissi ekkert hvað hún átti að segja. — Getið þér hvorki sagt bu eða be, sagði Jón. En viti menn, það var einmitt það, sem Milla gat og hún sagði hátt og skýrt: — Buh! — Haha, þér eruð skemmtileg, svaraði Jón — nú kem ég og svo getum við talað um verðið. — Mee, sagði Milla, sem vildi sýna kunnáttu sína. — Nú, svo að ég á að taka hann með, ágætt, ég kem undir eins. Og svo lagði hann símann á i flýti, því að nú var hann að flýta sér. Jón var alltaf að flýta sér, þegar hann var að selja hunda. Það skyldi Milla líka og hún var mjög ergileg, því að i hvert skipti, sem Jón hafði komið til að tala um hundinn við mömmu og pabba Siggu, þá hafði Milla verið logandi hrædd um að þau myndi kaupa hann. Og nú var Jón á leiðinni með hundinn. Það var þó gott að enginn skyldi vera heima nema hún. Milla setti heyrnartólið á símann og klifraði upp í gluggann og sá hvar Jón kom rambandi með hundinn, Jón rigsaði inn um garðshliðið og hringdi dyrabjöllunni. Milla hljóp fram í forstofuna og hlustaði. Jón hringdi aftur. Skyndilega fékk Milla hugmynd. Hún færði sig alveg að útidyrunum og sagði hátt og skýrt: — Voff! — Voff! sagði hundurinn fyrir utan. — Voff! sagði Milla aftur. Á þennan hátt var sagt VOFF aftur og aftur og að lok- um heyrði Milla að Jón sagði: — Hvernig stendur á þessu, eru þau búin að fá sér hund! — Voff, voff! flýtti Milla sér að segja. — Það er vist ekki þörf fyrir okkur hér, heyrði Milla að Jón sagði við liundinn sinn. — Er það nú fólk að gabba mann svona, sagði Jón fyrir utan, — hér stig ég aldrei fæti mínum framar. Siðan gekk Jón leiðar sinnar og til allrar hamingju tók hann hundinn með. Milla andaði léttar. Þetta hafði farið vel, en það hafði verið erfitt. Það er hreint ekki svo létt fyrir lítinn kött, að segja VOFF aftur og aftur alveg eins og hundur. Milla var þreytt og gekk inn í stofu. Hún lagði sig i mjúkan stól og steinsofnaði. Þegar Sigga og foreldrar hennar komu heim lá hún þar enn. — Hér hefur verið kyrrð og ró meðan við vorum í burtu, sjáið hvað Milla sefur vært, sagði mamma Siggu. ENDIR. Þetta er síðasti þátturinn af „Kettinum, sem sagði voff“. Saga af lítilli kisu, sem var svo vitur, að hún gat hermt eftir öðrum dýrum. En hún var óttalega forvitin og það getur stund- um komið sér illa. Maður má heldur ekki ofmetnast af þvi þótt maður geti eitthvað, sem allir aðrir geta ekki. Milla fékk að kenna á því. Við vitum að yngstu lesendur „Frúarinnar“ hafa haft mjög gam- an af ævintýrum Millu. Ef til vill finnum við eithvað fleira handa ykkur, ungu herrar og frúr. Því miður vitum við ekki meira um Millu, við gerum ráð fyrir því, að hún sé ennþá heima, því að „heima er alltaf bezt“. FRÚI'N 47

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.