Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 5

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 5
œir wiéir Rætt við Hildi Jónsdóttur fyrrverandi Ijósmóður í Álftaveri Frú Hildur Jónsdóttir sjötug. — Virðing og þakklæti fylgja henni úr héraði. Ártalið er milli 1925—1930. Kol- dimm vetrarnótt. Úti er milli 15 og 20 stiga frostgaddur, rok og snjó- koma öðru hverju. Stórviðri lemur bæinn, svo að hvín í öllum burstum. Tungl veður 1 skýjum. Stundum gef- ur það nokkra glætu, en á milli er svarta myrkur, eins og það getur verst orðið í skammdeginu rétt eftir áramótin. Álftaver og Meðalland í Vestur-Skaftafellssýslu liggja í vetr- ardróma, varla sést á dökkan díl. Kúðafljót og Útfljót veltast milli blárra skara. Þótt frostið hafi verið mikið undanfarið leggur Kúðafljót þó ekki öðruvísi en svo, að alls stað- ar myndast álar vegna straumþung- ans og þeir eru djúpir og geigvæn- legir. Húsmóðirin sefur laust, gegnum veðurgnýinn hefur henni borizt ann- að hljóð til eyrna. Hún átti raunar hálft í hvoru von á að heyra þetta hljóð í nótt og þess vegna er hún fljót að snarast fram úr rúminu. Þetta er símahringing. Símahringing- in getur á þessum tíma sólarhrings- ins aðeins boðað eitt. Það er verið að biðja um ljósmóður. Húsmóðirin hefur fá orð í símann. En nú er ljós- um brugðið upp um bæinn á svip- stundu. f Þykkvabæjarklaustri eru allir vaknaðir. Húsmóðirin hefur verið kvödd til fæðandi konu, að þessu sinni í Meðallandi. Hún er þegar albúin til ferðar. Meðan hún hefur búið sig hefur bóndi hennar og fullorðnir piltar á bænum einnig búizt til fylgdar með henni. Stríðal- inn gæðingur og traustur vatnahest- ur leiddur af stalli. Nú stendur hann söðlaður á hlaðinu og bíður þess að húsmóðirin setjist á bak honum. Hinn fámenni hópur er lagður af stað í áttina að Kúðafljóti. Ljósker hafa verið tekin með vegna svart- nættisins. Þegar komið er að fljót- inu dregur aðeins frá tungli og það nægir til þess að lýsa ferðafólkinu út á hið geigvænlega vatnsfall Stöngum er stungið í álana, en þær botna hvergi. Það er kveikt á lukt og í sama bili er brugðið upp Ijósi hinu megin fljótsins. Mennirnir, sem komnir eru til móts við ljósmóð- urina, hafa skilið merkið og eftir ljósunum mætast hóparnir sitthvoru megin fljótsins. Bátur er dreginn út á ísinn og á honum er fólkið ferjað yfir álana. Aftur er dregið yfir ís og áfram er haldið á ís og í vatni unz yfir er komið. En nú þarf að ganga yfir Bæjarhólminn og Útfljótið er eftir. Þar er enginn bátur. Mennirn- ir vilja bera ljósmóðurina yfir ál- ana, sem eru væðir. En hún vill það ekki. Hún veður sjálf. Hún veður sér í mitt læri, yfir tvo ála. Enn er komið áfram og nú á hesti, sem kom- inn er á staðinn. Enn er myrkt af nótt, er komið er til bæjarins, þar sem sárþjáð konan hefur ekki enn fætt barn sitt. Hún hefur reynt að liggja hreyfingarlaus þessa löngu nótt, til þess að flýta ekki fyrir fæð- ingunni. Allir lofa Guð, þegar ljós- móðirin birtist í bæjardyrunum. Klukkustund síðar fæðist barnið. Enn hefur barn bætzt við ljósubarna- hóp Hildar Jónsdóttur í Þykkvabæj- arklaustri. Hér að framan var reynt að bregða FRÚIN 5

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.