Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 30
Hertogafrúin af Windsor
Hjálpaðu mér við að njóta
sem mestrar ánægju af
lífinu.
I-----------------------------------------
Hertogafrúin af Windsor hefur — eins
og svo margar konur gera um þessar
mundir — hugleitt nýárslofor‘3 og heit.
— Hér fara þau á eftir í grein, sem birzt
hefur í tímaritum víáa um heim.
EKKIDÝRLINGUR - AÐEINS MANNESKJA
Gerðu mig hugsi,
en ekki þunglynda.
TT'INN guð Rómverja, Janus, með andlitin tvö, sem horfðu
hvort til sinnar áttar, var endur fyrir löngu verndari
hliða og hurða — þess, sem opnaðist og lokaðist. Það er því
ekki einkennilegt, að Rómverjar nefndu fyrsta mánuð alman-
aksins eftir honum, því að það er okkur öllum ábending um
mikilvægi þess að litast um öxl, áður en lengra er haldið.
Það er einfalt mál, að setja upp dæmi, þar sem fram koma
hámörk og sigrar liðins tíma, en því fer fjarri, að auðvelt
sé að meta þau atriði, þegar maður lét ekki til skarar skríða
eða varð fyrir einhverjum áföllum, jafnvel mjög miklum.
Ein af vinkonum mínum sendi mér nýlega skrá yfir nýárs-
heit, sem henni höfðu verið send nafnlaus. Enginn hefur
hugboð um, hvar þessar ,setningar eiga uppruna sinn, og ég
geri ekki ráð fyrir, að ég misbjóði neinum skapandi anda,
þótt ég birti þær hér og noti í þessari grein minni.
Þegar ég leit yfir þessa skrá í fyrstu, fanst mér hún mjög
ánægjuleg, en þegar ég fór raunverulega að virða hana fyrir
mér og kanna hana, tók ég eftir margvíslegum sannindum,
sem munu hæfa mark hjá flestum okkar. Hér verða nú
þessi nýársheit upp talin, svo að hver um ,sig geti lagt mat á
þau, en hverju þeirra fylgja athugasemdir mínar:
Guð, þú veizt betur en ég geri mér þess grein
sjálf, að ég er farin að eldast og verð bráðum
orðin gömul.
Þetta er hverju orði sannara. Það er hryggilegt, þegar af-
mælisdagur konu minnir hana á, að sá tími er nú á enda
30
FRÚIN