Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 15
Viital Hii Valfatgu SmUfóttuK jkáiSmu
„tq yrki mest í Alfheimabl
Vatnsenda-Rósa, valkyrja íslenzkra
skáldkvenna, orti á sínum
tíma eldheit ástarljóð til karlmanna.
Síðan hafa ástavísur hennar lifað
á vörum margra hérlendra kvenna.
Það er stundum sagt að svo virðist
sem nútíðarkonur séu hættar að
geta ort til karlmanna af þvílíkum
innri hita sem Rósa og e. t. v. Ólína
og Herdís Andrésdætur. Þetta sylðru-
orð hefur Valborg Bentsdóttir rekið
rösklega af kvenþjóðinni með bók
sinni „Til þín“, en þar er einvörð-
ungu að finna ástarljóð, auk sjö
smásagna.
Enn einu sinni hefur íslenzkt ljóð-
skáld kVatt sér hljóðs, að þessu
sinni kona. Fyrir jólin kom út bókin
„Til þín“, eftir Valborgu Bentsdótt-
ur. í fyrirsögn bókarinnar segir svo,
að hún hafi inni að halda „tvisvar
átján ástaljóð ásamt sjö sögukorn-
um“. Bókin er myndskreytt af Val-
gerði Briem og er 104 blaðsíður.
Þetta er fyrsta bókin sem út kemur
eftir Valborgu Bentsdóttur, en smá-
sögur og ljóð hafa birst eftir hana
í tímaritum og blöðum og einnig hef-
ur verið fluttur frásöguþáttur eftir
hana í útvarpinu og er hún einn
þeirra höfunda sem komið hafa
fram í þættinum „Því gleymi ég
aldrei“.
Valborg Bentsdóttir er kona á
miðjum aldri. Hún á til skálda að
telja í báðar ættir. í föðurætt er hún
ættuð frá Reykhólum í Reykhóla-
sveit og var langamma hennar
Jóhanna Petrónella, systir Jóns
Thoroddsen, sýslumanns og skálds.
Valborg er dóttir Bents Bjarnasonar
frá Reykhólum og Karólínu Frið-
riksdóttur Söbeck. Móðir hennar var
ættuð úr Reykjafirði á Ströndum og
nákomin Thorarensens-skáldaættinni.
Valborg er fædd á Bíldudal en
þaðan fluttist hún með foreldrum
sínum að Haukadal í Dýrafirði Þar
ólst hún úpp til 15 ára aldurs, er
fjölskyldan fluttist alfarin til
Reykjavíkur. Systkini Valborgai
eru þrjú á lífi, alls voru þau sjö, en
þrjú dóu ung sama veturinn, úr kíg-
hósta.
Valborg Bentsdóttir hefur verið
skrifstofustjóri á Veðurstofunni
síðan 1953. Hún hefur tekið mikinn
þátt í félagsmálum og kvenrétt-
indabaráttunni. Hún á sæti í ýmsum
nefndum og þykir mjög skelegg í
öllum sínum störfum og málflutn-
ingi. Hún er kennari að menntun og
starfaði um nokkurra ára bil við
kennslustörf. Hún býr að Efsta-
sundi 92 ásamt tveim börnum sín-
um og þangað sótti blaðamaður
„Frúarinnar“ hana heim fyrir
nokkru. Heimilið er með nokkuð
sérstökum svip, þar er af mikilli
smekkvísi gerð notaleg samsetning
af gömlum og nýjum, hentugum hús-
gögnum og hið gamla og nýja tengt
með blómafyllingu sem segja má að
setji heildarsvipinn á hina hlýju
vistarveru.
Hringt á Veðurstofuna.
Brr...
— Halló, get ég fengið að tala við
skrifstofustjóra Veður ...
— Góðan daginn, veðurútlit í
dag er ...
— Ha, nei, ég ætlaði að fá að tala
við ...
— suðaustan kaldi og stinnings ..
— Hvaða vitleysa, ha, er þetta
Jón .. .
— gola en léttskýjað með köflum.
— Hættið þessu, ég vildi bara ...
— Gengur í austanátt með kvöld-
inu.
Nú já, ég hafði hringt í veður-
spána. Bezt að reyna aftur. Náði
sambandi við Valborgu. Ákveðin
heimsókn til hennar um kvöldið.
Heima hjá skáldkonunni.
— Við skulum ekki vera að þér-
ast. Ég er á móti þéringum. Það er
til lýta í málinu að vera að ávarpa
einstaklinga í fleirtölu og enginn
heldur virðingu sinni með fleirtölu-
ávarpinu einu saman. Auk þess er-
um við líklega náfrænkur. Forfeð-
ur okkar munu vera bræðurnir Þór-
oddur og Þórður Þóroddssynir. Þórð-
ur bjó á Reykhólum í Barðastrandar-
sýslu. Meðal barna hans voru Jón
Thoroddsen skáld og Jóhanna
Kristín Petrónella, húsfreyja á
Grund, langamma mín.
Bent Bjarnason faðir minn var
giftur Þóreyju dó'ttur Jóhönnu á
Grund. Móðurætt mín er úr Stranda-
sýslu, líklega er bezt að nefna þar
eina ömmu mína, sem komið hefur
við sögu hjá Þorbergi. Hún hét Karó-
lína Fabína Söbeck og var borin
Thorarensen eins og Þorbergur orð-
aði það. Hún var gestrisin svo af
bar, enda gaf hún Þorbergi vel að
borða. Mér hefur alltaf fundist frá-
sögn Þorbergs af ömmu skemmtileg,
en sumir frændur mínir fyrtust af
FRÚIN
15