Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 17

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 17
ljómandi fallegt. Þuríður Pálsdóttir hefur sungið það í útvarpið. Orkt í strætisvagni. — Hvenær gefst tóm til að yrkja? — Það gengur nú á ýmsu með það. Vísurnar verða til á ólíklegustu stundum. Það er furðu drjúgt sem ég yrki í Álfheimabílnum. Það er svo dauðans leiðinlegt að fara í strætisvagni a. m. k. tvisvar á dag, svo að það er betra að dunda sér við eitthvað á meðan. Annars eru margir vinir mínir hagmæltir og þegar þeir hittast fljúga stökurnar. Stundum er svo prjónað aftan við það, sem byrjaði þannig, en sjaldan er tími til að setjast beinlínis niður og skrifa og í seinni tíð hef ég reynt minna af því að semja smásögur, en ég á nokkrar eldri. Sumar þeirra hafa birzt, aðrar aldrei. Vísa að lokum. — Það er annars bezt að þú fáir vísu, sem varð til á heimleiðinni í strætisvagninum í kvöld. — En þegar til á að taka, man Valborg ekki vísuna. Svona er það oft, ég ætlaði að skrifa vísuna upp þegar ég kæmi heim, en gleymdi því, en það er kannski ekki svo mikils misst. En ég týni líka mörgu af því, sem ég skrifa á laus blöð. Það er nóg af þessu samt. En fáðu bara vísuna frá því í fyrradag, ég held að hún sé brúkleg. Þegar lundin letur mig lífsins pund að draga, þá á fund ég fer við þig fyrri stunda saga. Ég hef lengi sagt, að ef Guð vilji láta mig hætta að yrkja þá gefi hann mér bíl í happdrætti. Auðvitað eignast ég aldrei bíl á annan hátt. M. Th. UúAmœfar Baka alls konar tertur á veizluborðið með stuttum fyrirvara. Upplýsingar í síma 23018 frá kl. 6—8 e. h. ÁGÚSTA SIGURÐARD. ij „Ökuhæfni kvenna ekki minni en karlmanna/' 5 segir bílaviðgerðarmaður í Velskóflunni h.f. !; AÐ Höfðatúni 2 er til húsa Vél- skóflan h.f., sem er bílaviðgerð- arverkstæði. Þangað leita konur gjarnan með bíla sína, ef þeir þarfn- ast viðgerðar og það var í slíku til- felli að ég kom þangað með vinkonu minni, sem er bíleigandi. Við hitt- um að máli einn af verkstæðismönn- unum, Sigurð Árnason, viðmótsgóð- an mann, sem kvaðst því alvanur að konur leituðu til sín varðandi bíla sína. Eftir að ákveðið hafði verið hvað skyldi gert við umræddan bíl, rabbaði ég nokkra stund við Sigurð. — Leita konur hingað mikið með bilaða bíla? — Þær koma nú heldur sjaldan, því miður. En þeim er yfirleitt tekið mjög vel, já, með opnum örmum. Það gefa sig venjulega fleiri fram við slík tilfelli, af verkstæðismönnum, en til voru kvaddir. — Hvers vegna takið þið betur á móti kvenfólki en karlmönnum sem koma með bilaða bíla? — Ja, það er nú svona einhvern veginn, þær eru oft svo ósköp litlar fyrir sér þegar um skemmdir á bíln- um þeirra er að ræða. Þær treysta okkur venjulega fullkomlega og það verkar þannig á okkur að við vilj- um vera traustsins verðir. En ekki veit ég hvort það er vegna þess álits, sem verkstæðið nýtur eða það stafi af riddaramennsku þeirra sem hér vinna, en svona er það nú. — Vita konur yfirleitt minna um bíla en karlmenn? — Sumar þykjast nú veita meira um bílana en þær raunverulega gera, en aðrar eru fullkomlega heima í þeim fræðum. — Sem sagt, ykkur er meira í mun, að gera kvenfólkinu til geðs? — Vissulega, og oft tökum við þeirra bíla í eftirvinnu til þess að hraða viðgerðinni sem mest. Og það er ekki vegna peningasjónarmiðs, heldur eingöngu vegna þess, að við erum að vinna fyrir konu, sem venju- lega er full trúnaðartrausts varðandi viðgerðina. — Hverjar eru það, sem helzt eru bílaeigendur? — Það er fjöldinn allur af konum, sem á bíla, til dæmis hjúkrunar- konur, mjög margar, þá kennslukon- ur að ég tali nú ekki um konur, sem giftar eru efnuðum mönnum í öllum stéttum. — í öllum stéttum segirðu, eru það þá ekki helzt embættismanna- frúr? — Nei, nei. Mjög margar sjómanns- konur eiga bíla. Mér finnst t. d. áber- andi að flestar konur, sem giftar eru síldarbátaskipstjórum og þjónum, eiga bíla, eða hafa þá undir höndum. Svo koma náttúrlega fleiri til okkar en þær, sem eiga sjálfar bílana, t. d. dætur bílaeigenda. — En koma þá feðurnir ekki sjálf- ir með bílana? — Þeir eru ekki alltaf í bænum og vita ef til vill ekki um, að neitt hafi komið fyrir bílinn. En í fleiri tilfell- um koma þá synirnir með þá til við- gerðar. — Hvers vegna heldurðu að kven- fólk viti minna um bíla en karlmenn? — Eingöngu vegna þess, að konur hafa minni reynslu í þessum efn- um. Þær taka vitanlega sín bílpróf og læra undir það nákvæmlega það sama og karlmenn, en eftir það hafa þær venjulega minni tíma til akst- urs og þar af leiðandi tekur það lengri tíma að kynnast bílunum. Svo er líka að athuga það, að frá því að strákar eru kannske um átta ára, gera þeir ekkert annað en gramsa í bílum. Þegar strákar eru orðnir um 14 ára gamlir vita þeir eins mikið um bíla og allt, sem þeim viðkemur, og fullorðinn maður, sem átt hefur bíl í 20 ár. En stúlkur fá ekki áhuga á bíl svo snemma, þær fara ekkert að hugsa um þá fyrr en svona 15— 16 ára. — En finnst þér ökuhæfni kvenna vera eins mikil og karlmanna? — Já, þær aka bíl ekki síður en karlmenn, þær, sem á annað borð aka bíl á hverjum degi, og ég myndi segja, að margar konur væru jafn- vel öruggari við keyrslu en karl- menn. — Jæja, það er gott að heyra. Og nú veit ég hvert ég á að snúa mér, ef ég eignast bíl og þarf að koma honum í viðgerð. — Já, gjörðu svo vel, komdu bara til okkar og vertu velkomin. FRÚIN 17

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.