Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 22

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 22
í HEIMSÓKÍM HJÁ Franska telpan Minou kom öllum á óvart meS hœfileikum sínum, en þó var hún talin vange'fin í upphafi ... Lesið grein Dag Lén- ards um sérkennilega breytingu hennar. UNDRABARNI Eg veit ekki, hvort lesandinn man eftir telpunni, sem var á sínum tíma yngsta ljóðskáld Frakka, henni Minou litlu. Hún var ,,undrabarn“, svo að nafn hennar barst á svip- stundu með blöðunum um heim all- an, og hún var aðeins átta ára, þeg- ar sagt var um hana, að hún væri snillingur. Nú er orðið hljóðara um telpuna, sem orðin er 13 ára. Margir munu spyrja, hvort neisti hennar sé kulnaður, eða hvort hún sé aðeins að þroskast í kyrrð og einveru til að koma fram sem fullorðin skáld- kona. Margir hafa hug á að fá svar við þessu, því að Minou skipar sérstakan sess meðal undrabarna. Saga hennar er svo furðuleg, að menn geta ekki annað en haft áhuga á því, hvern- ig henni vegnar framvegis ... Masar eins og smáfuglarnir. Minou Drouet býr hjá uppeldis- móður sinni í venjulegum leigu- kumbalda í París. Hún er nýkomin heim frá Vín, þar sem hún hélt hljómleika í Mozart-salnum. Hún lék bæði á píanó og gítar, og hún lék lög eftir sjálfa sig, sem hún syngur með á frönsku, ítölsku, ensku eða þýzku. Minou er hrífandi stúlka, f jörug og masandi eins og smáfuglarn- ir hennar, og hreyfingar hennar eru léttar og tígulegar. Hún er örlítið til- eyg á öðru auga. Minou sezt við hljóðfærið, meðan móðir hennar hirðir um ferðatöskurn- ar. Það er augljóst, að hún er vön að leika fyrir áheyrendur, og að henni er alveg sama, hvort menn hlusta á leik hennar eða ekki, hún leikur einungis, af því að hana langar til þess — en að mínum dómi leikur hún ekki betur en hvert annað þrettán ára barn, sem hefur tónlistarhæfileika ... Frú Drouet ryður nú fatnaði, nót- um og bókum af tveim stólum, svo að við getum sezt og rabbað saman. Minou er líka kjólasýningarstúlka — og sýnir kjóla, sem hún hefur teikn- að sjálf. Hún var talin vangefin. „Ég fann Marie Noeel (Minou er gælunafn, sem þýðir „litla kisa“) í barnaheimili fyrir nokkrum árum,“ tekur frú Claude Drouet til máls. „Hún var ósjálfbjarga vesalingur, sem hvorki gat gengið né talað og næstum blind. Það var alger ein- angrun hennar, sem gekk mér til hjarta. Ég var málakennari og hafði ekki úr miklu að spila, en ég vissi, að telpunni mundi ekki líða verr hjá mér en þar sem hún var. Læknarnir réðu mér frá að taka hana að mér og stungu upp á, að ég kæmi henni á hæli fyrir vangefin börn, en ég fór með hana til Bretagne, þar sem ég bjó um þær mundir með móður minni. „Almáttugur Guð, eruð þér komin til að greftra telpuna hér í Le Pouliguen?“ spurðu grannarnir, og sannleikurinn var sá, að fyrstu árin bólaði ekki á neinum framför- um. Minou gat setið stundum saman og starað fram fyrir sig, munnurinn var alltaf opinn, og ég varð sífellt að vera að þerra hökuna á henni. Hún gat einungis etið stappaðan mat, og ég varð að mata hana, þeg- ar hún var fimm ára. En einn daginn gerðist það, sem varð sælasta andartak lífs míns. Við höfðum fengið útvarpstæki, og Minou, sem var ein heima, sat fyrir framan tækið, svo að hún gæti virt skínandi hnappana fyrir sér. Þeir hljóta að hafa vakið athygli hennar, þótt sjónin væri döpur, því að hún sneri einhverjum þeirra, og þá hljóm- aði tónlist um stofuna. Ég veit ekki, hvernig lostið — því að þetta hlýtur að hafa verið andlegt lost — hefur verkað á hana. Ég mun aldrei fá að vita það, því að Minou var svo lítil og of vanþroskuð til að geta skýrt frá því. En þegar við móðir mín komum heim, ætluðum við naumast að trúa okkar eigin augum. Minou var eins og gerbreytt, augu hennar Ijómuðu, hún reyndi að raula með tónlistinni, sem fyllti stofuna, og gerði tilraun til að gera sig skilj- anlega með hikandi setningum. Það merkilegasta var, að hún gat ekki 22 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.