Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 8
SARA
BERNHARDT
FRÆGASTA
LEIKKOIM A
HEIMS
i.
VI Söru Bernhardt var mesta
drama, sem hún lék í. Hinar
sjúklega hugsandi örlaganornir, sem
sátu í fremstu röð á lífsfrumsýningu
hennar, hefðu vart getað fundið ann-
að leikrit, sem hefði verið þeim meira
að skapi.
Sara var dóttir ógiftrar Gyðinga-
stúlku, Julie von Hard að nafni,
ungrar hattasaumakonu í París, sem
söng eins og fugl, sem er að hálfu
helfrosinn, í veitingastofu, og lét
blekkjast af fagurgala félausra her-
manna. Julie missti föður sinn, með-
an hún var enn á barns aldri, og þá
var hún hrakin út á götuna, þar sem
hún varð að bjargast einhvern veg-
inn á hyggjuviti sínu og hugrekki.
Það var eins og sérhver engill á
himnum hefði átt of annríkt til þess
að vekja athygli Guðs á henni. En
einhvern veginn fór samt svo, að
Guð kom þrátt fyrir allt auga á
hana. Þrátt fyrir grimmilegar að-
stæður og umhverfi var hár Julie
gullið og hrokkið, líkt og fyrir til-
verknað einhverra guðdómlegra
fingra, og augu hennar voru þannig,
að það var sem himneskur andi hefði
horft í þau fyrir fæðingu hennar,
svo að áhrifa hans gætti þar enn.
Ástarævintýrin í listamannahverf-
inu í París eru einkennileg á marga
lund, og fá eru þannig í pottinn bú-
in, að snilliandar spretti af þeim. En
býli einu á Bretagne, og gleymdi því
samstundis. Barnfóstran giftist síðan
húsverði í leigukumbalda í fátækra-
hverfi í París, og tók telpuna með
sér, þegar hún fluttist á nýja heim-
ilið — eitt herbergi, loftlítið og
daunillt herbergi. Hún lét Söru, á-
samt óhreinum sokkum og nærfötum
eiginmanns síns, í þvottabala og
þvoði allt í senn. Þegar telpan eltist,
var henni skipað að þvo öll gólfin í
húsinu, svo að hægt væri að borga
fyrir menntun hennar. Hún lék sér
í sóðalegum, óheilnæmum öngstræt-
um hverfisins. Henni lærðist fljótt
að mæla á tungu hverfisins, og það
orðbragð er ekki eftir hafandi.
Hún var föl og horuð og blóðlítil.
Þegar hún var fimm ára gömul,
munaði minnstu að hún fengi berkla.
Hún var í rauninni munaðarlaus,
því að hvorki faðir hennar né móðir
sinntu um hana. Fóstra hennar hafði
ritað móður hennar mörg bréf, en
fékk aldrei svar. Hún fékk ekki leng-
ur umsamda greiðslu fyrir að sinna
barninu.
En einn góðan veðurdag gerðist
það, að systir Julie, móðursystir Söru,
sem hafði einnig haft nokkurn hagn-
Sara
Bernhardt,
málverk.
Julie kynntist ungum laganema,
utan af landi, mesta villingi og ævin-
týramanni í ástamálum. Sambúð
þeirra var með öðrum hætti en tíðk-
aðist meðal þessa fólks. Venja var
að stúdentar og ástmeyjar þeirra
unnust aðeins stutt andartak og héldu
sína leið hvort á eftir, en Julie og
unnusti hennar bjuggu saman um
skeið, áður en leiðir þeirra skildu
aftur, og hvort hélt sína leið — hann
út á land til að stunda lögfræðistörf,
hún til hinna betri hverfa borgar-
innar til að iðka þar ást sína. En
þessi fiðrildi ástarinnar gátu snilli-
anda, sem varðveitti minningu þeirra
og aðgæzluleysi, því að í október
1844 fæddist Sara.
II.
Julie von Hard sagði skilið við
hattasaumastofurnar og gerðist tíður
gestur í salarkynnum hinna tignustu
borgara í Frakklandi. Hún bar perlu
fyrir hvert tár, sem hún hafði út-
hellt vegna ástaratvinnu sinnar. Hún
lét sér fátt um finnast, þótt hún yrði
móðir, hafði hvorki áhyggjur af því
né sinnti móðurskyldunum.
Hún kom barninu í fóstur á bónda-
8
FRÚIN