Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 41

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 41
staklega mikil í þvottaherbergjum, kjöllurum og baðherbergjum! Gætið þess vel, að inntak, leiðslur, lausar snúrur, strokjárn, ryksugur og yfirleitt öll yðar rafmagnsheimilis- tæki séu í fullkomnu lagi. Látið raf- magnsviðgerðarmann líta eftir heim- ilistækjum yðar við og við. Gætið þess að nægilegt sé af innstungum í íbúð yðar, því að varasamt er að tengja mörg tæki á sömu leiðslu (snúru). Leiðslur liggja oft eftir gólfinu, og ef bilun er á leiðslunni, getur hún hæglega valdið íkveikju og slysi. Tak- ið rafmagnstækið úr sambandi þegar þér hafið notað það. Látið lausar raf- leiðslur aldrei liggja þar, sem börn eru að leik. Þau geta hæglega sett þær í samband og valdið slysi. Heim- ilistækin hafa leyst vinnustúlkurnar af hólmi. Þau eru húshjálp húsmóð- urinnar. Farið vel með tækin. Haldið þeim hreinum. Gætið varkárni við notkun þeirra og þau veita yður hjálp og öryggi í störfum yðar. Leyndardómur svefnsins Framh. af bls. 37. og kemst í lágmark milli klukkan eitt og tvö eftir hádegi, en þetta er það, sem oft er nefnt hádegisþreyta. Nýju hámarki verður svo náð á tímabilinu frá klukkan fjögur til sex síðdegis. Svo lækkar fjörlínan aftur smám saman, unz komið er langt fram yfir miðnætti, eða þrekið eykst í þriðja sinn á einhvern dularfullan hátt. Ýmsar kenndir leita á menn. Áður en hin ákafa löngun til að njóta kyrrðar og svefns verður öllu ráðandi, gerist það að kvöldlagi, að ýmsar tilfinningahræringar gera vart við sig og menn finna fyrir alls konar löngunum. Þá vaknar löngun til að njóta fegurðar. Við finnum allt í einu fyrir ólgandi lífsgleði, hug- myndaflugið bregður á leik og skyn- samleg rökhyggni á í vök að verjast. Skapandi sálir fyllast djúphyggju og dásamlegum skáldskap, bæling verður að víkja, löngun til ásta verð- ur mjög sterk. Eða sár þau, sem mað- ur hefur verið særður um daginn, ami og sál finna greinilegar fyrir sársauka, sótthiti og sjúkdómar auk- ast, einmanakennd verður yfirþyrm- andi, tregi leitar á hugsunina og kvíði nístir hjartað. Þannig er hlut- skipti mannsins. Tjaldið fellur — svefninn kemur. Hvort sem á menn leitar fögnuður eða tregi lýkur hvoru tveggja með tómleikatilfinningu, hvort sem mönn- um líkar betur eða verr. Skamma hríð reynir hið vakandi sjálf að berjast gegn svefnhöfga, sem ber lífið áfram og verndar það. Svo dofn- ar meðvitundin og handan hinnar þykku blæju vitundar okkar eru dularfull öfl að verki. Það er á þessu tímabili, að því verður kippt í lag, sem farið hefur úrskeiðis um daginn. Orkuuppspretta okkar er hlaðin og fyllt aftur, þótt við vitum það ekki. Verið er að endurfylla orkuhlöð- urnar, sem við höfum hvíldarlaust notað af. Breyting er gerð á skautum hinnar margvíslegu raforkustarfsemi, sem á sér stað í líkama okkar. Straumarnir, sem fylgja hinum ýmsu viðbrögðum heila okkar, stefna til gagnstæðrar áttar. En enn mikil- vægari en hin mikla hreinsun, sem fram fer í vöðvum og líffærum okk- ar, er endurnæring taugakerfisins. Um óttuskeið, milli klukkan þrjú og fjögur eftir miðnætti, verður dul- arfullt hlé. Um heim allan er þetta sá tími sólarhringsins, þegar flest börn fæðast, en þá deyja líka fleiri en á nokkru öðru, jafnlöngu tímabili sólarhringsins. Hversu fast sofa menn? Hægt er með einföldu móti að áætla, hversu fast maður sefur, en endurnæringargildi svefnsins fer einnig eftir því: Því fastar, sem maður sefur, því erfiðara er að vekja hann. Sumt fólk sefur eins fast og það getur sofið mjög skömmu eftir að því sígur blundur á brá. Það heppna fólk sefur jöfnum svefni alla nóttina — komi ekkert fyrir — og nýtur hamingjusamra drauma, unz það vaknar hægt og rólega án þess að hrökkva við eða verða skelkað. Aðrir eiga mjög erfitt með að festa svefninn, eru lengi að því, og þeir FRÚIN 41

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.