Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 35
lenzkum söngvurum sem sækja tón-
listaskóla erlendis, að hafa notið
kennslu hjá mér hér heima. — Að
minnsta kosti í einu tilfelli veit ég
að þetta er rétt. Einn nemandi minn,
Hreinn Líndal, sem stundar nú söng-
nám við Sankta Cecilia í Róm, sem
er frægasti tónlistarskóli Evrópu,
varð annar af fimmtán nemendum
sem teknir voru inn í skólann fyrir
tveim árum af um 60 umsækjendum,
eftir að þeir allir höfðu gengizt und-
ir próf. Hann kom heim í leyfi fyrir
nokkru og sótti tíma hjá mér. Þegar
hann svo hvarf aftur til skólans,
hafði hinn frægi prófessor, Antonell-
ini, sem kennir við Sankta Cecilia
orð á því að honum hefði farið mik-
ið fram meðan á íslandsdvölinni stóð.
Þetta þóttu mér góð meðmæli með
minni kennslu.
— Skólinn hefur þá með þessu
viðurkennt þínar starfsaðferðir og
það að þú vinnir á sama grundvelli
og hann?
— Já, það tel ég sé.
„Málaðu ekki húsið fyrr en búið
er að byggja það“.
— Hvað viltu segja um kennsluna
yfirleitt?
— Mitt kjörorð við söngkennsluna
er þetta: Málaðu ekki húsið fyrr en
búið er að byggja það. Mörgum, sem
ætla sér að læra söng, verður það á
að vilja leggja fyrir sig of erfið verk-
efni. Hins vegar segi ég nemendum
mínum, og legg á það áherzlu, að
góð undirstaða sé fyrir öllu Ef fólk
ætlar að læra að syngja verður það
fyrst og fremst að hafa skilning og
þolinmæði. Flestir finna fljótlega
getu sína að einhverju leyti, en það
tekur sinn tíma að ná árangri, og ár-
angurinn kemur í dropatali, en hefst
ekki með bráðlæti. Góð rödd í byrj-
endum getur brugðizt, vegna þess að
í upphafi er ekki hægt að segja um
hvort þar sé nægilegur farvegur fyr-
ir hendi, en eftir um það bil þriggja
mánaða kennslu á árangurinn að fara
að koma í ljós. Þá á kennarinn að
geta valið eða hafnað. Það verður að
teljast nauðsynlegt, að fólk, sem ætl-
ar sér út á þessa braut, kunni eitt-
hvað í tónlist áður en það hefur söng-
nám. Það er geysimikil hjálp. Ég tel
hafa hjálpað mér hvað mest á mínu
söngnámi að ég byrjaði að læra á
píanó átta ára gömul.
— Á hvaða aldri er bezt að hefja
söngnám?
— Það er gott að byrja 17—18 ára.
Þá er fólk búið að fá nokkra þolin-
mæði og einbeitni og röddin er þá
komin úr mútum. Og aðalatriðið er
auðvitað að fá strax í upphafi góð-
an kennara. Ég var sérstaklega hepp-
ín þegar ég hóf mitt söngnám fyrst.
Þa. cir í Þýzkalandi og ég byrjaði
á því að hafna nokkrum kennurum.
Minn tyrsti kennari var madame
Schmucker og hún hafði lært í París
hjá Paulina Viardot Garcia, sem var
systir Garcia, sem bjargaði rödd
Jenny Lind. Þannig lenti ég strax í
höndunum á fyrsta flokks kennara-
Það má hreint ekki fara of ört í söng-
námið, heldur byrja á léttum söng-
lögum og halda svo áfram stig af
stigi og verkefnin eru ótæmandi, og
eins og ég sagði áðan, það verður að
láta sér nægja, að árangurinn komi
í dropatali. Ég tel að fólk ætti ekki
að leggja út á þessa braut fyrr en
eftir góða yfirvegun og að ráði sam-
vizkusams og hreinskilins kennara.
Upprennandi söngvarar.
— Hvað um upprennandi stjörnur
í sönglistinni?
— Ég tel að ísland eigi nú meira
en áður af upprennandi söngvurum
og marga mjög góða. Ég vil helzt
gerast „útflytjandi“ og „flytja“ út
íslenzka söngvara og byrja strax. Ég
hef þegar stuðlað að því, að Sigur-
veig Hjaltested er komin á heims-
markað með hljómplötu sem hún
söng inn á og er þegar farin að selj-
ast úti í heimi. Ég bind einnig mikl-
ar vonir við Hrein Líndal og vona
að þess verði ekki langt að bíða að
hann veki athygli erlendis. Ég sjálf
hélt mína fyrstu konserta erlendis
eftir aðeins tveggja ára néim.
Nemendahljómleikar
fyrirhugaðir.
— Hefur þú nokkur ný áform á
prjónunum varðandi tónlistarstarfið?
— Já, vissulega hef ég það. Ég hef
í hyggju, að halda nemendahljóm-
leika, en ég veit ekki hvenær það
verður. Ég er ekki alveg búin að á-
kveða fyrirkomulag þeirra, en þeir
verða einhvern tíma á næstunni.
Það er ósk blaðsins, að íslenzkir
tónlistarunnendur megi sem lengst
njóta hæfileika frú Maríu Markan
Östlund til eflingar íslenzku tónlistar-
lífi, sem hún nú þegar hefur lagt
svo ríkulegan skerf til. — M. Th.
Rvk. gamlársdag 1962.
Frú mín góð.
Lesendadálkurinn í nóvemberblað-
inu þínu, þar sem þú leitast við að
hjálpa ungri konu í vanda hennar,
vakti sérstaka athygli mína, vegna
þess hvað mér fannst þú svara henni
skynsamlega. Og nú datt mér í hug
að máske gætir þú gefið mér líka
góð ráð.
Ég er ástfangin af manni sem er
kominn hátt á fertugsaldur. Sjálf
er ég tæpra 20 ára. Við höfum
kynnzt nokkuð og finnst mér við
eiga vel saman og vera lík að mörgu
leyti. En þó hann sé ungur í anda
finn ég samt að það er talsvert bil
á milli okkar, andlega talað. Og vin-
ir hans eru yfirleitt eldri en mínir
kunningjar.
Þó þekki ég engan mann sem ég
vildi frekar eiga. Hann tekur vin-
áttu okkar mjög alvarlega og hefur
ævinlega verið nærgætinn við mig.
Álítur þú, kæra „Frú“, að hjóna-
band okkar geti blessazt?
Þín einlæg og þakklát
Sigga.
„Frúin“ vildi gjarnan ráða fram
úr vanda þínum, en er sennilega ekki
þess megnug að gefa þér fullnægj-
andi svar, við svo vandasömu og
þýðingarmiklu spursmáli, sérstak-
lega þar sem þú gefur svo litlar upp-
lýsingar viðvíkjandi vandamáli þínu.
„Frúin“ vill gjarnan leitast við
að gefa holl ráð í vandamálum fólks,
sem til hennar leita. En meginskil-
yrði til þess að það sé hægt, er að
fólk gefi nægjanlegar upplýsingar.
í þetta sinn mun ég samt lofa þér að
heyra mitt sjónarmið. Hins vegar er
þér heimilt að skrifa aftur, ef þú
heldur að ég geti, eftir að hafa feng-
ið að kynnast betur aðstæðum, gef-
ið þér nánari ráðleggingar.
Það er sagt að „víkingar fari ekki
frúin
35