Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 48

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 48
Kaktusar eru nú aftur í tízku. Á myndinni er þeim komið fyrir á einn stað. Það má nota skúffu eða gamlan bakka, og setja fætur undir, séu þeir hafðir annars staðar en í glugga. Notið þið klút þegar þið þurrkið af símanum? Reynið heldur mjúkan pensil, hann má einnig nota til margs annars. T. d bókahillur, ramma, eða í alla króka og kyma. Pensilinn þarf að hreinsa við og við eða þvo hann, og láta svolítið glyc- erin út í skolvatnið. Hrærið eggjarauðu og hun- ang saman, og fyllið glasið með heitri mjólk — gott og gagn- legt fyrir kvefsjúkling. Ég gleðst þegar öðrum gengur vel. Eftir því sem ná- grönnunum líður betur, hafa þeir fegurra í kringum sig og eru glaðari. En eftir því sem er fegurra í kringum mig og meiri glaðværð, líður mér betur. FRÚIN Útgefandi: Heimilisútgáfan. Ritstjórar: Magdalena Thorodd- sen, sími 17708, og Guðrún Júlíusdóttir, sími 11658. Auglýsingar og afgreiðsla: Grundarstíg 11. Símar: 15392, 14003, 11658. Áskriftargjald kr. 180.00 (12 blöð), í lausasölu kr. 25.00 eintakið. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F. Vegir llins Vitra Himni og jörðu er allt jafn-kært; þau virða allt og alla, sem hátíðleg fórnartákn. Hinum vitra er allt jafn-kært; hann lítur á alla meeð lotningu. Himinvíddin er sem smiðjubelgur; þótt þeir tæmist, halda þeir krafti sínum, og þegar þeir eru hreyfðir, taka þeir til starfa. En málugur mað- ur er brátt að þrotum kominn. Bezt er að vaka yfir hugskoti sínu. Lao Tse. Allar stærðir og gerðir af sængum, koddum, svæflum og púðum. — Sendum gegn póstkröfu — FANNÝ BENÓNÝS, Sími 16738. 48 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.