Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 33
hvernig fólk kveinar og kvartar yf-
ir hreinum smámunum, eins og eng-
in önnur lifandi vera í heiminum
hafi nokkru sinni fundið nokkurn
skapaðan hlut til áður! Með því að
hlusta á frásagnir annarra hefur mað-
ur alltaf tækifæri til að bera saman
og fá staðfestingu á orsök eigin þján-
inga, og þar við bætist, að frásögn-
in af sjúkrasögu annarra getur ver-
ið svo dæmalaust leiðinleg, að mað-
ur geti gleymt eigin veikindum og
lifað heilbrigðu lífi.
Kenndu mér þann dásamlega
hlut, að mér geti skjátlazt, þótt
ekki sé nema við og við.
Það er alveg rétt — það á að horf-
ast í augu við þetta! Það er að auki
auðvelt, ef það, sem um er rætt, er
staðreynd eins og til dæmis: Hvaða
ár varð útvarpið að nauðsynlegu
heimilistæki? Eða eitthvað annað,
sem er ekki alltof mikilvægt. En
ef maður er á ökuför og heldur því
blákalt fram, að það sé annar vegur
til vinstri, þegar það er í rauninni
fyrsti vegur til hægri, þá er erfitt að
kingja staðhæfingu sinni. En til er
þetta sem mótvægi: Gerið yður í
hugarlund undrun allra viðstaddra,
ef maður viðurkennir formálalaust
og með dálitlum hlátri: ,,Jæja, hvern-
ig lízt ykkur nú á? Mér skjátlað-
ist!“
Hjálpaðu mér við að njóta sem
mestrar ánægju af lífinu. Það
er svo margt ánægjulegt við
það, og ég vil ekki missa af
nokkrum sköpuðum hlut.
Ég þarfnast ekki mikillar aðstoðar
til að geta staðið við þetta nýársheit.
Lífið er alltof stutt til þess, að mað-
ur reyni ekki að fá sem allra mest
út úr því, og maðurinn minn mun fús
til að staðfesta, að ég er ötul við að
leita uppi hvers konar dægradvöl,
skemmtilegt fólk og skemmtilega
hluti. Það táknar ekki, að maður
geti ekki einnig verið alvarlega hugs-
andi. Einkunnarorð mín eru: ,,Legðu
þig alla fram við hvað eina, sem þú
tekur þér fyrir hendur. Með öðrum
orðum: Þú átt að vinna af eins miklu
kappi og þú skemm+.ir þér, hlæja
eins ákaft og þú grætur. Þá veiztu
að minnsta kosti, að þú hefur gert
eins og þér var unnt!“
Gerðu mig góða og geðfellda.
Mig langar ekki til að verða
neinn dýrlingur — það er svo
óskaplega erfitt að lynda við
suma þeirra — en geðstirt fólk
er óþolandi.
Mér fellur vel við þetta heit, því
að hér á jörðu er um að gera að
finna hinn gullna meðalveg — leit-
ast við að losna við áhyggjur sín-
ar og ljúka hjarta sínu upp fyrir
nýjungum,sem ylja mannium hjarta-
rætur. Arkimedesar-lögmálið gæti
átt við í þessu efni, enda þótt það
hafi fjallað um atriði, sem hann hafði
alls ekki í huga. En sannleikurinn
er sá, að ljósið kemst ekki inn, nema
eitthvað af myrkrinu fái tækifæri til
að jafna sig og hverfa. Sorgin er sá
kross, sem hver og einn verður að
bera við og við, og hún er kross,
sem menn verða að þola, og hann
hefur aldrei verið hugsaður sem tæki
til að bera á torg.
Það er satt, að sum okkar erum
afbrýðisöm vegna gæfu og gengis
annarra, en það er rangt að láta sáð-
korn öfundar sjúga næringu úr sjúk-
um jarðvegi. Því lyktar venjulega
með eins konar sjálfskapaðri refs-
ingu, sem meinar viðkomandi manni
jafnvel að njóta hversdagslegustu á-
nægju. Eftir því sem aldurinn fær-
ist yfir mann, skjóta þessir þættir
afbrýðisemi svo sterkum rótum, að
maður hefur tilhneigingu til að
leggja saklausustu atvik út á versta
veg og breyta þeim í hneyksli.
Stundum getur saklausasta setning
orðiðtilaðeyðileggja sálarfrið manns,
en ef við vildum aðeins leggja á
minnið orð þau, sem verið hafa
mannkyninu til hvatningar frá upp-
hafi vega, mundi jörðin verða svo
dásamleg vistarvera, að við þyrftum
ekkert að hugsa um að skreppa til
annarra hnatta. Við þekkjum öll
mismunandi orð til að lýsa sömu til-
finningum, en ég held, að þessi ritn-
ingargrein veiti mönnum vinsam-
legasta og hyggilegasta heilræðið:
„Dæmið eigi, svo að þér verðið eigi
dæmdir.“ Mattheusarguðspjall, 7.
kapítuli, 1. vers.
Við skulum ei æðrast þótt inn
komi sjór
og endrum og sinni gefi á bátinn
að halda sitt strik, vera í
hættunni stór
og horfa ekki um öxl, það er mátinn.
Jón Ólafsson.
Hví dæmir þú, ó, dauðlegt hold,
og Drottins vald þér tekur?
Hvað dirfist þú, ó, maður, mold,
svo mjög í dómum frekur?
Hví viltu’ um þig ei hafa hægt
og hugsa gott og dæma vægt?
Ert þú ei sjálfur sekur?
Sá dæmir aðra, dæmir sig,
að dómi Guðs hins ríka.
Ef viltu’, að dæmt sé vægt um þig,
þá væg þú öðrum líka.
Þú mælir öðrum hróp og háð,
en heimtar þér sé mæld út náð.
Ei hygg á heimsku slíka.
Að dæma strangt og hart er hægt,
það hræsni’ og vonzku getur,
en menn að dæma milt og vægt,
það mönnum sæmir betur.
Að dæma brot og bresti manns
er barnsins ei, en dómarans.
í hans þú sess þig setur.
Ó mundu’, að Drottinn dæmir þig,
en dæm þú bræður eigi.
Hver dæmi fyrst um sjálfan sig
og sínum gæti’ að vegi.
Ó, hver mun reynast hreinn og
sýkn,
ef honum eigi sýnd er líkn,
á dómsins mikla degi?
VALD. BRIEM.
----------------------------------I
FRÚIN-
33