Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 28
— Og hvað um hann pabba þinn?
— Hann er dáinn en ég man samt
vel eftir honum. Ég er þegar búin
að vera þrjú ár við leikhús. Hún
skipti um umræðuefni. Hvað finnst
yður um kjólinn minn, herra Kean?
— Hann er töfrandi, svaraði hann.
Hann er eins og blóm. Þú ert öll eins
og blóm með lítið, fölt andlit. Leik-
ur þú þér aldrei úti í sólskininu?
— Ekki þegar ég er að vinna. Ég
verð að sofa lengi fram eftir á morgn-
ana. Móðursystir mín lætur mig ekki
fara á fætur, fyrr en kominn er tími
til að fara á æfingu. Svo verð ég
líka að lesa fyrir skólann.
— Á móðursystir þín börn sjálf?
— Nei, hún á engan að. Hún er
einkaritari.
— Mundir þú líka vilja verða
einkaritari?
Hún leit spyrjandi á hann. — En
ég er leikkona! Hvers vegna ætti ég
að vilja verða eitthvað annað?
Mamma mín var líka leikkona. Hún
var stjarna, og hún söng og dansaði?
— Var stjarna?
— Já, hún giftist aftur í Englandi.
— Og þú hittir hana aldrei?
— Hún er kannske dáin. Ég veit
það ekki, sagði Melissa hikandi.
Hann stóð snögglega á fætur. —
Nú koma hin. En við fáum bráðum
annað tækifæri til að rabba saman.
Herra Kean stökk upp á leiksvið-
ið, en Mellissa sat eftir, og henni
fannst hún vera svo örugg þama.
Var leikstjórinn vinur hennar? Það
voru allir svo góðir við hana í hverju
leikriti, sem hún lék með í, en það
táknaði ekki það sama og að þau yrðu
vinir hennar. í fyrsta leikritinu sínu
hafði henni fallið vel við alla en
sérstaklega aðalleikkonuna fögru,
sem hafði kysst hana og faðmað að
sér. En hún vissi nú, að þar hafði
ekki verið raunverulegt vinfengi að
baki. Það voru líka alltaf svo margir,
sem urðu ástfangnir, meðan á æfing-
unum stóð, og í upphafi hegðuðu allir
sér, eins og þeir væru beztu vinir á
jarðríki. Leikrit var alltaf svo spenn-
andi, að hver og einn varð hrifinn
af einhverjum öðrum, þar til komið
var að frumsýningunni. Svo breytt-
ist þetta, jafnvel þótt leikritinu væri
vel tekið. Og væri því illa tekið, svo
að það yrði ekki sýnt nema örfá
skipti, var engu líkara en allir þátt-
takendur væru ókunnugir innbyrðis.
Fyrsta leikrit Melissu hafði mis-
heppnazt og daginn eftir hafði stjarn-
an ýtt henni frá sér og sagt: „Burt
með þig! Ég hef ekki tíma til að
sinna þér.“ Þessi fagra leikkona, sem
hafði alltaf brosað til hennar, hafði
ve.rið vond, og allt í einu skildist
Melissu, hvernig föður hennar hafði
verið innan brjósts, þegar móðir
hennar hafði farið leiðar sinnar.
Mary móðursystir hafði sagt frá því:
— Hann var eins og þrumulostinn.
Það va.r þá, sem ég hét sjálfri mér, að
ég skyldi aldrei gefast upp fyrir ást-
inni!
— Öll á sviðið! hrópaði leikstjór-
inn. Hann stóð frammi fyrir full-
orðnu leikurunum, sem voru sjö
talsins. Svo sneri hann sér fram í
myrkan salinn. Melissa! kallaði hann.
Hvers vegna ert þú ekki komin hér?
— Nú, áttuð þér við mig líka? sagði
Melissa undrandi og flýtti sér upp á
sviðið. Hann tók um hönd hennar,
og hún stóð við hlið honum og fann,
hvað honum þótti vænt um hana.
Hún starði með nokkurri tortryggni
á ljóshærðu aðalleikkonuna. Henni
féll ekki við ljóshærðar konur. Móð-
ursystir hennar hafði mjúkt, dökkt
hár, og augu hennar voru svo dökk-
blá, að þau virtust næstum svört.
— Við skulum hugsa dálítið um
leikritið, sagði leikstjórinn. Það er
gamanleikur í klassískum stíl. Það
er að segja, í honum er að finna
harmþætti, en ekki morð, dauða eða
ofbeldi. Þetta er djúpsætt leikrit.
— Góði, herra Kean, sagði Melissa,
hvað þýðir djúpsætt?
— Það táknar nánast, að hægt sé
að skapa eins konar andrúmsloft,
eða hvað maður segir, svaraði hann.
Maður ber sjálfur ábyrgð á þeim
áhrifum, sem maður getur skapað
með setningum sínum.
— Nú, þá skil ég, sagði Melissa.
Aðalleikkonan setti á sig stút. —
Engin kona á að taka til orða, eins
og höfundurinn hefur skrifað í öðru
atriði annars þáttar, sagði hún. Þeg-
ar þar er komið, er hún orðin ást-
fangin af manninum, og það á hún
einmitt að láta hann vita berum
orðum.
Leikstjórinn leit þegjandi á hana.
— Við skulum athuga það mál, þegar
þar að kemur, sagði hann svo. Konur
eru ekki allar eins, og við skulum
athuga, hvernig konan í leikritinu
hegðar sér.
Við kvöldverðarborðið sagði Mel-
issa við móðursystur sína: —
Stjarnan er farin að reyna að koma
sér í mjúkinn hjá leikstjóranum. Hún
lætur svo sem henni þyki vænt um
hann.
— Það er vist ekki rétt af mér að
láta þig vera eina allan daginn með
þessu leikhúsfólki. sagði Mary.
— En ég er sjálf leikhústelpa!
— Þú ert aðeins tíu ára gömul
telpa. Á morgun ætla ég að fá frí í
nokkrar klukkustundir, vera hjá þér
og sjá það, sem gerist.
Melissa ætlaði fyrst að andmæla,
en svo flaug henni í hug, að Mary
móðursystir gæti kannske kynnzt hr.
Kean, svo að þau yrðu þá öll vinir.
— Já, gerðu það, sagði hún í stað-
inn. Ég er stundum svo hrædd. Hugs-
aðu þér bara, ef ljósakrónan skyldi
detta og deyða mig.
— Vitleysa! sagði Mary. Það er
ekki þér líkt að vera hrædd!
Melissu tókst að koma tveim stór-
um tárum fram í augun á sér.
— Og vertu ekki með þenna leik-
araskap heima. Þú ert nákvæmlega
eins og hún mamma þín. Hún gat líka
grátið, eins og hana lysti, þegar hana
langaði til að koma einhverju fram.
Þú ert alltaf að leika, svo að ég veit
naumast nú orðið, hvernig hin rétta
Melissa er.
— Ég veit það naumast sjálf, sagði
Melissa. Kannske herra Kean skilji
mig betur. Hann er svo vanur að um-
gangast leikkonur.
Mary hló. — Dæmalaust er að
heyra til þín, leikhúsapinn þinn litli.
Morguninn eftir kom herra Kean
strax fram í salinn, og hann og Mary
brostu hvort til annars. — Jaeja, svo
að þér eruð móðursystir Melissu.
Heyrðu, Melissa, hvers vegna hefur
þú aldrei sagt mér, hvað hún er
falleg?
— Ég vildi, að þér kæmust að því
sjálfur, sagði Melissa.
— Hver hefur kennt henni að
taka svona til orða, ungfrú Brown?
— Enginn, svaraði Mary , móður-
systir. Þetta er meðfætt. Móðir henn-
ar var þekkt listakona — Faye Del-
aney, ef þér kannist við nafnið. Það
va.r listamannsnafn hennar. Ég hef
annars ekki frétt frá henni lengi.
— Farðu að leika þér, Melissa, sagði
herra Kean. Ég ætla að tala dálítið
við hana móðursystur þína.
Melissa dansaði á brott innan um
bekkjaraðirnar og lézt vera móðir
sín á æskuárum, lítið leikhúsbarn ...
Nokkur tími leið, áður en herra
Kean kallaði:
— Melody! Á þinn stað á sviðinu.
Æfing!
Einu sinni um morguninn gægðist
Melissa fram í salinn og hugsaði,
hvað það væri dásamlegt, ef hún ætti
mömmu, sem sæti þar, einmitt
28
FRÚIN