Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 37
Leyndardómur svefnsins
Við höldum lífi, þótt við drekkum
ekki deigan dropa í nokkra
daga, og við getum líka lifað, þótt
við snertum vart matarbita vikum
saman. Nokkrir vatnsdropar og fá-
einir matarbitar daglega nægja til
að halda lífi í okkur um langt skeið,
halda líffærunum í gangi, ef ekki er
krafizt áreynslu. En aðeins 48 klst.
svefnleysi nægir til að gera hvern
Napoleon að mesta vesalingi. Nátt-
myrkur mundi sannarlega umljúka
hann eftir slíka vöku.
Þegar vísindin urðu til, en það
gerðist ekki fyrir svo ýkja löngu,
völdu þau fyrst og fremst sérkenni-
leg og óvenjuleg fyrirbrigði fyrir
rannsóknarefni sín, og var þó úr
mörgu að velja. Þau völdu hala-
stjörnur og ýmislegt, sem var mjög
fjarlægt daglegu lífi. En því meira
sem vísindunum fleygði fram, því
meira fór maðurinn að hugleiða ýmis
fyrirbæri, sem áður voru talin einkar
eðlileg og blátt áfram. Þannig urðu
sjúkdómar fyrr viðfangsefni vísind-
anna en heilsuhreysti, og truflanir
voru taldar eftirtektarverðari en það,
sem gekk snurðulaust. Það var ekki
fyrr en fyrir mjög skömmu, að vís-
indin tóku að rannsaka tvö frum-
stæð stig tilveru okkar, sem eru víðs
fjarri hvort öðru — meðvitundina
og svefninn.
Mannslíkaminn er vél.
Fyrir einum mannsaldri hafði
maðurinn mjög frumstæðan skiln-
ing á svefninum: Mannslíkaminn var
talinn vél, sem gengur, slitnar og
bilar. Viðurværið er eldsneytið, sem
framleiðir orku í smávélum þeim,
er nefnast frumur. Við orkufram-
leiðsluna myndast úrgangsefni, efna-
samsetningur, sem nauðsynlegt er að
losna við, til þess að vélinni sé gert
kleift að framleiða meiri orku. Þegar
ekki er hægt að losna við þessi úr-
gangsefni eða ösku nægilega fljótt,
hafa þau tilhneigingu til að safnast
saman og draga úr orkuframleiðslu
vélarinnar, alveg eins og þegar um
venjulega vél er að ræða.
Maðurinn finnur fyrir því, er þessi
úrgangsefni safnast fyrir, finnur
þreytu. Þessi vélræni skilningur var
réttur í undirstöðuatriðum. Hann
kemur heim við gildi orkulögmála.
En vélin stjórnast af dularfullum
öflum, kerfi hormóna, sem eru í
tengslum innbyrðis, en þó er það
enn mikilvægara, að öflug kerfis-
bundin hringrás stjórnar þessu öllu.
Maðurinn verður að fá svefn.
Maður, sem liggur alveg hreyfing-
arlaus, verður ekki örmagna, en
hann þreytist samt. Hann sækir
svefn og hann hlýtur að sofna, hversu
mikla orku sem hann fær, og hversu
vel sem líkama hans gengur að losna
við úrgangsefnin. Á hverjum sólar-
hring er skrúfað fyrir vitund okkar
og hún tekin úr sambandi um all-
langt skeið.
Enn vita menn ekki með fullri
vissu um muninn, sem er á hinu
vakandi ástandi líkamans og hinu
sofandi. Hvernig stendur á því, að
þróttur okkar og lífsfjör er mismun-
andi mikið í vöku — alveg óháð
því, hversu mikið við nærumst og
hversu mikla orku við notum?
Fjörlína mannsins stefnir á bratt-
ann frá því andartaki, er maðurinn
vaknar, og nær hámarki á tímabil-
inu frá klukkan tíu að morgni til
tólf á hádegi. Þá lækkar hún hratt
Framh. á bls. 41.
\ » / /
\ I I ^
PURE>VEGETABLE
ocm czm
SALAD OIL
Söluumboð:
Afgreiösla smjörlíkisgeröanna hf.
Þverholti 21 — Sími 11690.
FRÚIN
37