Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 9

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 9
Ártöl á ævi 1844 — Fædd í París. 1856 — Fermd til kaþólsku kirkjunnar. 1857 — Byrjar í leikskóla. 1862 — Kemur fram í fyrsta sinn í Comédie Francaise. 1880 — Heimsækir Ameríku og og vekur fögnuð í Kam- elíufrúnni (Camille). Helztu hlutverk hennar voru - Söru Bernliardt 1882 — Giftist Jules Paul Damala. 1915 — Fótur tekinn af henni, en hún heldur samt áfram að leika. 1916 — Leikur fyrir hermenn á vígvöllunum. 1923 — Andast, meðan hún vinn- ur að fyrstu kvikmynd- inni. m. a.: Hamlet; Þeódóra; Tosca; Phedre; Camille; Don Sol í Hernandi eftir Victor Hugo. að af ástinni eins og systir hennar, kom akandi til húss í grenndinni við heimili Söru í ,,viðskipta“-erindum. Telpan var að leika sér í göturæs- inu, þegar vagninn kom akandi, og konan sté úr honum, bar Sara kennsl á hana, af því að hún hafði nokkr- um sinnum séð hana. Þegar hún sá glæsilega búna konuna, hrópaði hún hvellri röddu: „Rósína frænka! Rós- ína frænka!" Hún hljóp til móður- systur sinnar með tvö stór tár eins og blikandi demanta í augum. Rósínu varð illa við, er hún heyrði og sá telpuna. En telpan þagnaði ekki: „Taktu mig með þér, Rósína frænka. Þeir kæfa mig, þessir vegg- ir — alltaf þessir veggir. Taktu mig með þér, Rósína frænka! Mig lang- ar til að sjá himinninn aftur og blóm- in... .“ Múgur og margmenni hafði safn- azt saman, þegar Sara hrópaði þetta og sneri sér að frænku sinni, og Rós- ína fór með telpuna inn til fóstru hennar til að komast hjá frekari at- hygli í sambandi við þetta. Hún spurði fóstruna um telpuna og bað hana um skýringu á þessu. Og alltaf stóð telpan, skalf og titraði af ekka og hrópaði án afláts: „Taktu mig með þér — taktu mig með þér! Ég dey hérna!“ Þetta var örvæntingarfull, hrelld, lítil sál, sem barðist fyrir lífi sínu. En hvað gat Rósína móðursystir hennar gert í þessu mál? Það var vitanlega óhugsandi, að hún tæki telpuna með sér, tæki þessa sóða- legu, litlu telpu úr fátækrahverfinu til íbúðar sinnar og elskhuga, sem þangað komu. Hún reyndi þess vegna að skjóta málinu á frest og sagði: „Ég skal koma aftur á morgun og þá fer ég með þig heim!“ En Sara vissi, að Rósína frænka hennar mundi ekki koma aftur næsta dag. Hún gekk hægt fram að glugg- anum og leit út, horfði á móðursyst- ur sína, sem var að stíga upp í vagn sinn og þerraði tár af augum sér með knipplingavasaklút. Og um leið og vagninn rann af stað, varpaði Sara sér út um gluggann og niður á gangstéttina fyrir neðan. Hún kom niður aðeins fáein fet frá vagninum. Brotinn, lítill líkaminn var flutt- ur heim til móðurinnar. III. Eftir fallið lá Sara rúmföst heima hjá móður sinni um tveggja ára skeið. Hún gat varla stigið í fæturna. En smám saman óx henni fiskur um Sara og sonur hennar, árið 1872. Sara Bernhardt £ Lorenzaccio. FRÚIN 9

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.