Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 29
mömmu eins og Mary frænku, ekki
eins og mömmu, sem hún myndi
ekki eftir.
— Melody! sagði herra Kean hast-
ur. Við bíðum eftir, að þú svarir.
Hún áttaði sig samstundis. „Ég
er að leita að honum pabba mínum.
Hefur hann komið hér? Eruð þér
faðir minn? Mamma bíður nefnilega
eftir einhverjum. Er hún að bíða
eftir yður?“
Um kvöldið sagði Mary móður-
systir:
— Það er rétt hjá þér, að herra
Kean skilur þig raunverulega. Hann
er einkar geðfelldur maður.
— Finnst þér hann ekki fallegur?
spurði Melissa.
— Jú, það finnst mér. Svona glæsi-
legir menn, dökkir yfirlitum, eru að-
laðandi. Hún leit hikandi á Melissu
og hélt svo áfram: Hann sagði, að
þú værir fædd til að verða mikil
leikkona, miklu meiri leikkona en
móðir þín. Hann sagði, að þú hugs-
aðir ekki um sjálfa þig, lifðir þig
bara inn í hlutverkið, og það sé tákn
ósvikinna hæfileika. Hann sagði, að
ég yrði að gæta þín mjög vel, því að
þú værir svo dýrmæt.
— Af hverju ertu að gráta, Mary
móðursystir?
— Af því að ég er ekki maður til
að ala þig upp á eigin spýtur. Eng-
inn skildi móður þína, og þess vegna
gat hún aldrei lært að lifa lífinu á
réttan hátt. Herra Kean sagði, að
öfl, sem vilja veikja og eyði-
leggja mann, taki til starfa, þegar
maður kunni ekki að lifa lífinu. Ég sé
nú, að ég lifi ekki einu sinni rétt
sjálf. Ég er tuttugu og fimm ára og
ætti að giftast, en það er enginn, sem
vill mig. Og þegar þú kemur heim
úr leikhúsinu, hamingjusöm og
dreymandi, finnst mér stundum, að
mig langi til að gefa þér löðrung.
Ekki svo að skilja, að ég mundi
nokkru sinni gera það ...
— Veiztu, hvað ég held? sagði
Melissa og sperrti upp augun. Ég
held, að þú sért að verða ástfangin
af herra Kean.
— Þvaður! sagði Mary, en Melissa
vissi, að þetta va.r satt. Hún vissi, að
það eina, sem ung kona og ungur
maður þörfnuðust var að sitja ein
í myrkum leikhússal og sjá ástar-
atriði skapast á sviðinu fyrir framan
sig við æfingarnar.
Morguninn eftir hjúfraði Melissa
sig ákaft upp að móðursystur sinni.
— Fáðu frí og komdu líka með
mér í dag. Getur þú ekki látizt vera
mamma mín? Við getum vonandi
lifað á laununum mínum? Mömmur
leikhúsbarnanna eru vanar að vera
hjá þeim og hjálpa þeim. Þær fá
jafnvel greitt fyrir það að auki.
— Við ættum að geta spurt hann
herra Kean þinn, sagði Mary bros-
andi.
— Hann er ekki minn. En kannske
eigum við hann báðar?
í leikhúsinu sagði herra Kean:
— Ungfrú Brown — Mary — getið
þér ekki verið hér alltaf við æfing-
arnar? Melissa leikur miklu betur,
þegar þér eruð hér. Munið það, sem
ég sagði, að hún er búin sjaldgæfum
hæfileikum, svo að hún verðskuldar
hvers konar fórnir.
— Það er alls engin fórn, herra
Kean.
— Kallið mig Barney. Mér finnst,
eins og við höfum alltaf þekkzt.
Orðaskiptin eru alveg hárrétt,
hugsaði Melissa og laumaðist á brott
milli bekkjaraðanna. Leikurinn var
að taka á sig mynd, ekki leikurinn
á leiksviðinu, heldur raunverulega
ástarsagan.
— Ó, hvað þú gleður mig, frænka!
hrópaði Melissa, þegar hún frétti um
ákvörðun Mary. Ég er bókstaflega
hrædd, þegar ég er ekki á sviðinu.
Ég er alls ekki með í öðrum þætti
og aðeins í endanum á þriðja. Það
gerir mig svo kvíðna að hafa ekki
neina mömmu, sem situr niðri á
þriðja bekk og bíður eftir mér.
— Vesalings telpan mín! sagði
Mary og faðmaði hana að. sér. Þú
hefur aldrei sagt mér frá þessu. Ég
hafði ekki hugboð um, hvernig þér
væri innanbrjósts.
etta var vitanlega upphaf annars
þáttar, en Melissu fannst, að
hann stæði alltof marga daga. Einn
dag leiddi herra Kean hana á ein-
tal og sagði í hálfum hljóðum: —
Melissa, viltu vera mér hjálpleg við
dálítið. Ég ætla að ganga að eiga
hana móðursystur þína.
— Ó, hvað það er gaman, herra
Kean, sagði hún.
— Viltu ekki heldur kalla mig
Barney frænda til dæmis, ha?
Hún hristi höfuðið. — Nei, en ég
veit, hvað ég ætla að kalla yður —
seinna.
Hann stundi og leit á hana. — Það
er bara sá galli á þessu, að hún móð-
ursystir þín vill alls ekki leyfa mér
að biðja sín. Hún tortryggir víst alla,
sem eru í einhverjum tengslum við
leikhús. Hún heldur víst, að við sé-
um alltaf að leika.
Það erum við vitanlega, en þegar
leikurinn er á enda, þá er hann á
enda. Og þá er enginn leikur meira.
En ... Um hvað ertu að hugsa, Mel-
issa?
— Að það sé einmitt það, sem hún
er hrædd um. Að hún verði skilin
eftir einmana og yfirgefin, þegar
leikurinn verði á enda. Hún vill
njóta veruleikans.
— Ég skil það, sagði hann alvar-
legur í bragði. Þakka þér fyrir,
Melissa.
Þá um kvöldið sagði Melissa við
móðursystur sína: — En hvað það
verður leiðinlegt, þegar kemur að
frumsýningunni. Þá hverfur herra
Kean úr lífi mínu, og ég fæ kannske
aldrei að sjá hann framar. Ég elska
herra Kean.
— Vertu ekki að þessum þvættingi!
Þú ert bara að leika!
— Alls ekki, andæfði Melissa. Ég'
elska hann eins og maður elskar
pabba sinn. Tárin streymdu niður
vanga hennar. En þú verður bara
vond við mig.
— Ekki við þig, ég er bara í slæmu
skapi yfirleitt, af því að ég get ekki
tekið ákvörðun.
— Þú ert ástfangin af herra Kean,
Mary frænka. í alvöru. Og þú elskar
leikhúsið.
— Hvernig getur þú vitað það? Ég
hef alltaf sagt, að ég fyrirlít leikhús.
Ég hef heitið sálfri mér að giftast
ekki manni, sem er í tengslum við
leiklistina, síðan ég sá, hvernig fór
fyrir foreldrum þínum.
Þær litu hvor á aðra, og hjarta
Melissu hrærðist af skilningi og sam-
úð með konunni, sem móðursystir
hennar var í innsta eðli sínu, og með
manninum, sem herra Kean var í
innsta eðli sínu, og ástinni, sem
kviknað hafði á milli þeirra. Hún
hafði oft séð ástina leikna á leik-
sviði. En þarna var um hina sönnu,
raunverulegu ást að ræða. Hún stóð
upp frá borðinu og lagði handlegg-
ina utan um móðursystur sína.
— Elsku, góða frænka, sagði hún,
gifztu honum. Mér þykir svo afskap-
lega vænt um hann. Sem pabba, á
ég við. Alveg á sama hátt og mér
þykir vænt um þig sem mömmu.
— Æ, elsku litla leikhúsflónið
þitt! sagði móðursystir hennar blíð-
lega og þrýsti henni að sér. Þú átt
engan þinn líka.
FRÚIN
29