Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 45
LUR
og þær eru orðnar gullnar á lit
og síðan lagðar á þykkan pappír,
sem dregur vel í sig feitina. Síðan
er stráð grófu matarsalti yfir og
ýmist framreitt um leið eða geymt
í heitum ofni. Það má gjarnan
sjóða kartöflurnar löngu á undan
máltíð og hita þær upp í feitinni
eða ofni, rétt áður en á að fram-
reiða þær.
Kartöflusoufflé.
Flysjið stórar kartöflur og sjóð-
ið ósaltaðar eins og þér ætluðuð
að búa til kartöflu-„mos“. Látið
renna vel af og pressið þær síðan
gegnum sigti.
Setjið rjóma og smjör eins og
venjulega. Setjið pipar, salt og
rifið múskat eftir smekk og tvær
eggjarauður í hvert kg óflysjaðar
kartöflur. Að lokum eru 2—3 stíf-
þeyttar eggjahvítur settar í jáín-
inginn og hann látinn í smurt
gratinfat og bakað í vatnsbaði í
ofni ca. V2 klst.
Smjörkartöflur.
Meðalstórar kartöflur eru flysj-
aðar og settar í gratinfat ásamt dá-
litlu af smjöri. Grófu salti og ný-
möluðum pipar stráð yfir, síðan
bakað undir loki í ofni ca. Vz klst.
Síðan eru þær sléttaðar út með
gafli, án þess þó að kremja þær
og síðan bakaðar þar til þær hafa
drukkið allt smjörið í sig.
Kartöflur frá Rhonedal.
Flysjið kartöflurnar og skerið
þær í fernt eða þvert yfir, ef þær
eru litlar. Látið þær í pott ásamt
fleskstykki, dálitlu smjörstykki,
nokkrum litlum laukum, V2. lár-
viðarlaufi, salti og pipar. Einu
glasi af hvítvíni er hellt yfir ásamt
bolla af kjötseyði fyrir hvert kg
af kartöflum. Sjóðið kartöflurnar
meirar. Sósan á að vera vel soðin.
Kartöflur, steiktar í ofni (fyrir fjóra).
10 stórar kartöflur, kryddsmjör:
hrært smjör, salt, sinnep, smáv.
kraminn hvítlaukur, söxuð steinselja.
Kartöflurnar eru burstaðar vel og þvegnar, þerraðar og skorið í þær
með hnífsoddi. Síðan eru þær settar í eldfast fat, bakaðar í ofni við
sterkan hita (225—250°C) 1 45—50 mínútur. Þegar kartöflurnar eru
orðnar meyrar, er kryddsmjörið sett í og þær síðan framreiddar með
kjöti, fiski eða þá einar sér í morgun eða kvöldverð.
Skýringar við síður 38—39
1. Blússan: Saumið brjóstsaumana
pressið þá. Helmingar fram- og bak-
stykkjanna saumaðir saman, og hlið-
arsaumarnir saumaðir, síðan axlar-
saumarnir (rennilás á vinstri öxl
eftir þörf).
2. Kragastykkið brotið í tvennt og
saumað við hálsmálið, og kraginn
brotinn upp á réttuna. Á röngunni
eru endarnir á kraganum saumaðir
við fóðurstykki hálsmálsins að fram-
an.
3. Kraginn brotinn aftur yfir á rétt-
una og stunginn í kantinn. Ermarn-
ar saumaðar saman og festar í hand-
veginn. Faldaðar að neðan. Renni-
lás saumaður í hliðarsaum blússunn-
ar.
4. Pilsið: Saumar teknir úr í mittið
og pressaðir. Stykkin fjögur saum-
uð saman, en skilið eftir op fyrir
rennilás á saum vinstra stykkis að
aftan. Skáband saumað við mittis-
kant pilsins (rétta á móti réttu),
brotið inn á rönguna og fest þar við.
Rennilásinn saumaður í. Saumarnir
kastaðir.
FRÚIN
45