Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 43
Telpupeysa á þrigggja ára.
Efni: Gróft garn 400 gr. blátt. Prjón-
ar nr. 7. Fjórir hnappar.
Mynztur: Mynztur 1: Perluprjón, 1
slétt og ein brugðin til skiptis, þann-
ig, að slétta lykkjan kemur á brugðnu
lykkjuna í næstu umferð.
Mynztur 2: slétt prjón.
Prjónfesta: 7 lykkjur í mynztri 2 =
5 cm 9 p. = 5 cm.
Bak: Fitjið upp 45 lykkjur og prjón-
ið 5 prjóna með mynztri 1, haldið á-
fram með mynztur 2 (1 pr. brugð.)
þar til stykkið er 20 cm frá byrjun.
Fellið af 3 lykkj. hvoru megin fyrir
handvegi. Takið síðan úr eina lykkju
hvoru megin í annarri hverri umferð
þannig prjónuð, að lykkjurnar snúi
rétt á prjónvendinni, þar til eftir eru
13 lykkjur. Takið þannig úr, að 1
lykkja sé eftir á kantinum þegar bú-
ið er að taka úr og þær prjónaðar
sléttar. Fellið af.
Vinstra framstykki: Fitjið upp 28
lykkjur. Prjónið 5 prj. með mynztri
1, haldið áfram mynztur 2, sem er
einn prj. brugðinn að undanteknum
fyrstu 7 lykkjunum á boðangnum
sem er prjónaður áfram með perlu-
prjóni eins og neðsti kanturinn. Ann-
ars er prjónað slétt prjón. Þegar
stykkið hefur náð 5 cm lengd koma
vasarnir á réttunni. Prjónið 2 sl.
lykkj. á kantinum og 11 lykkj. perlu-
prjón síðan 14 sléttar. Prjónið 1 prj.
til viðbótar með perluprjóni 11 lykkj.
í þriðju umferð fellast þessar 11
lykkjur af (perluprjón). Fitjið upp
13 lykkjur fyrir vasafóðrinu. Prjón-
ið síðan 6 cm slétt prjón. Fellið eina
lykkju af á hvorri hlið. Endið á
sléttum prjóni. Prjónið vasafóðrið.
Snúið stykkinu við. Takið upp lykkj-
ur við affellinguna á röngunni og
prjónið vasann á flíkina innanverða.
Þegar stykkið er 20 cm langt fellast
3 lykkj. af í hliðinni fyrir handvegi.
Prjónið eina sl. lykkju á kantinum
og takið síðan tvær saman þannig að
vendin á prjóninu raskist ekki, á
öðrum hvorum prjóni 13 sinnum. En
þegar tekið hefur verið 9 sinnum úr
eru 7 lykkjur geymdar á bandi eða
prjóni (prjónnælu). Fellið síðan eina
lykkj. af í hálsmálinu 3 sinnum. Fell-
ið 2 síðustu lykkjurnar af.
Hægra framstykki: Prjónið þetta
stykki gagnstætt hinu með 4 hnappa-
götum á mynzturkantinum. Fyrsta
hnappagatið er gert iy2 cm frá byrj-
un, hið fjórða 2 cm fyrir neðan háls-
málsúrtöku.
Hnappagöt: Þrjár lykkjur mynztur
(perluprjón) prjónaðar, síðan eru
þrjár lykkjur felldar af án þess að
prjóna þær, þannig að fjórða lykkja
er dregin yfir fimmtu lykkju, fimmta
lykkja yfir sjöttu og sjötta yfir sjö-
undu. Fitjið þrjár lykkjur upp yfir
þessum niðurfelldu lykkjum. Hin
hnappagötin prjónast á sama hátt
með jöfnu millibili.
Ermar: Fitjið upp 22 lykkjur. Prjón-
ið 5 prjóna perluprjón. Haldið áfram
með slétt prjón. Fyrsti prjónn brugð-
inn. Aukið 4 lykkjur jafnt út á þess-
um prjóni. Aukið síðan út eina
lykkju á hvorri hlið með 3ja cm
millibili 7 sinnum (40 lykkjur). Þeg-
ar ermin er 27% cm á lengd fellast 3
lykkjur af á hvorri hlið. Takið úr á
„raglan“-úrtökunni eins og á bakinu
þar til 8 lykkjur eru eftir og fellið
þá af.
Samsetning: Pressið rönguna, saum-
ið saumana saman og á „raglan“-
ermunum eiga hinar tvær sléttu
lykkjur að vera sýnilega á réttunni.
Kraginn: Takið upp 31 lykkju í háls-
málinu og lykkjurnar á sem skildar
voru eftir á kantinum. Prjónið perlu-
prjón og á fyrsta prjóni eru teknar
úr 2 lykkjur á bakinu. Þegar krag-
inn er 8 cm er fellt laust af með
mynztri. Kappmellið hnappagötin og
festið hnappana á.
V
Æðri mentun
og húsfreyjurnar.
Framh. af bls. 36.
anna, höldum örlögum heimsins í
höndum okkar. Það eru okkar áhrif,
sem munu marka menningarstefnu
komandi kynslóða. Það erum við,
sem aðallega hlustum á hljómlistina,
kaupum bækur, sækjum leikhúsið,
grannskoðum listasöfnin, söfnum
peningum til góðgerðastarfsemi,
hugsum um skólann, tölum við börn-
in. Hugur vor þarf að vera auðugur
og sveigjanlegur sökum þessarra
skyldustarfa vorra.
Og jafnvel þótt við hefðum engar
slíkar skyldur, þá getum við samt
sem áður skrýðst menntun vorri,
eins og þeim skartgrip sem hún er,
og með engri afsökun annarri en
þeirri, að hún fari okkur vel.
FRÚIN
43