Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 42
eru heldur ekki farnir að sofa djúp-
um svefni, fyrr en komið er undir
morgun. Þeir eiga mjög erfitt með
að vakna og heyra jafnvel ekki ær-
inn hávaða, svo sem vekjaraklukk-
una, sem á þó að vekja þá.
Svefnlyfin eru ekki endan-
leg lækning.
Þeir, sem eru í fyrrnefnda sof-
enda flokknum, þjást sjaldan af
svefnleysi. Þeir vita, að þeir muni
sofna fljótlega eða næstum jafnskjótt
og þeir leggja höfuðið á koddann.
En ef breyting verður á svefnvenj-
um þeirra, svo að þeir verða eins
og síðari hópurinn, þá verður sjálfs-
traust þeirra úr sögunni. Þá er kom-
inn tími til þess, að þeir endurskoði
lífsvenjur sínar og siði, áður en þeir
fara að grípa til svefnlyfja, sem geta
heldur ekki borið langvarandi árang-
ur.
Svefnlyf geta aldrei komið í
staðinn fyrir raunverulegan svefn,
þegar til lengdar lætur, því að þau
orsaka aðeins um skeið ástand, sem
er líkt svefni. Það ástand er aðeins
til bóta fyrir sjúklinga, sem þurfa
mjög á hvíld að halda á tímabili
mikillar hættu.
Þeir, sem eiga í erfiðleikum með
að sofa, ættu að gæta þess að hressa
sig vel, áður en þeir taka á sig náðir.
Þótt það kunni að hljóma einkenni-
lega, er það samt staðreynd, að bað,
dálítið líkamlegt erfiði fyrir opnum
glugga, nudd með köldu, röku hand-
klæði, stutt ganga undir beru lofti
með fötin frá sér eða jafnvel kaffi-
bolli getur orðið til mikillar hjálp-
ar. Þetta hressingarhlé á að nota til
að bægja frá þreytandi hugsunum
vegna áhyggjuefna og óþæginda
dagsins, og beina huganum að ein-
hverju sefandi, huggandi og jafnvel
skemmtandi. Ef þessi tilraun ber
árangur, er ástæðulaust að óttast
hinar löngu eirðarleysisstundir, áður
en maður festir blundinn.
Mjög mikil svefnþörf er oft vottur
þess, að viðkomandi sé veikur á lík-
ama eða sál, en getur einnig verið
einkenni andlegs letingja, sem vill
forðast að horfast í augu við stað-
reyndir lífsins. „Svefninn er innan-
tóm skel, fleygðu henni,“ lætur
Goethe Faust segja. Það á aðeins við
svefn, er stafar af leiðindum, sem
stytta lífið. Það á ekki við um þann
töfrabrunn, sem náttúran hefur gefið
okkur til að ausa af nýjum lífsþrótti
á degi hverjum, svo að við getum
notið fegurðar og sigrast á hinu illa
— sannan og heilnæman svefn.
Hðíl4 cef
afalvppuh
Hér kemur sjötti kafli í leikfimis og afslöppunaræfingum Ingrid
Prahams, sem birzt hafa í „Frúnni“ frá upphafi. Aðeins tvær æfingar
eru eftir. Er ölliun ráðlagt að kynna sér þessar æfingar og reyna þær.
17. Dýrin njóta hvíld-
arinnar fullkomlega án
sektarvitundar, um að
hafast ekki að. Okkur
hefur aftur á móti
verið innprentað að
hvíld og leti væri það
sama. D-'rin slaka full-
komlega á öllum
vöðvum, í svefni. Þau
bylta sér og hvíla ó-
afvitandi alla vöð' 4.
Setjið yður í stelling-
ar, eins og efri mynd-
in sýnir. Hafið hring-
inn hátt uppi á hnakk-
anum og leggið ilj-
arnar saman, spennið
hnén út með liringn-
um. — Látið oln-
bogana liggja á gólf-
inu og haldið hringn-
um, eins og sýnt er á
myndinni. Reynið að
slaka á öllum vöðvum
þar til andardráttur-
inn er orðinn rólegur. Slakið vel á mjaðma- og rassvöðvum. Ef yður
finnst erfitt að hafa báða fætur í hringnum, má hafa annan fótinn í
einu og skipta síðan um. — Gætið þess að slaka vel á útrétta fætin-
um. (Sjá mynd).
18. Ef maður horfir á malaj-
iska björninn í dýragarði get-
ur maður séð hvernig hann síg-
ur saman í fullkominni afslöpp-
un og rís síðan upp úthvíldur
og frískur. Þessi æfing hjálpar
til þess að slaka á vöðvum aft-
an á hálsi og hrygg.
Setjist á gólfið með útrétta
fætur innan í hringnum, eins
og myndin sýnir. Látið hand-
leggina hanga máttlausa niður
með síðunum, utan yfir hringn-
um. Látið höfuðið síga mátt-
laust niður svo að strekkist á
hnakkavöðvunum. Einbeitið
yður að því að slaka vel á
vöðvunum milli axlanna. Ef
þér eigið erfitt með að halda
hringnum, skulið þér færa
hann upp að hnjánum. Það
mun samt sem áður hjálpa yð-
ur til að liðka vöðvana.
42
FRÚIN