Frúin - 01.01.1963, Qupperneq 12

Frúin - 01.01.1963, Qupperneq 12
Sara að mála í vinnustofu sinni. lega gömul til að verða þjóðsagna- persóna. Ein sagan var á þá leið, að í rauninni væri hún alls ekki kona, heldur unglingur í dulargerfi. Tig- inn ráðherra heimsótti hana og var hleypt inn í búningsherbergi henn- ar, þar sem hún var þá einmitt í baði. Hún hafði gefið blindum bein- ingamanni fimm hundruð franka, af því að henni fannst hann svo lík- ur einum elskhuga sinna. Hún gekk um götur borgarinnar og skoraði á karlmenn til hólmgöngu. Hún reykti vindla og drakk sterka drykki. Slík- ar og margar þvílíkar sögur voru á kreiki um hana í samkvæmissölum borgarinnar og á götum hennar. Sara hafði nautn af umtalinu, sem hún vakti — og reyndi að fara fram úr sögum þeim, sem af henni fóru. Hið furðulega og skrípilega var raun- verulegt í lífi leiklistarfólks. Hún var ekki ánægð með að vera kölluð blóðlítil, svo að hún litaði andlit sitt með krít. Hún lét sér heldur ekki nægja, að læknar spáðu henni skjótum dauðdaga, heldur lét hún smíða handa sér forláta líkkistu úr rósaviði, og að því búnu lét hún taka mynd af sér í kistunni með hendurnar í krosslagðar á brjóstinu. Þannig ætlaði hún að sanna dauðan- um, að hún gæti horfzt í augu við hann án þess að blikna. Hún lét lík- kistuna við hliðina á rúmu sínu, svo að hún væri það fyrsta, sem hún kæmi auga á, er hún vaknaði, og hún hafði hana í farangri sínum, hvert sem hún fór. Oft kom það fyr- ir, að hún svaf í kistunni, og þegar gestir heimsóttu hana, bar hún þeim te á henni. Sara var mjög veikluleg í útliti, en sem til uppbótar á því keypti hún fjölda grimmra villidýra. Þegar hún fór í leikhúsið, hafði hún oft með- ferðis villikött, tvo ljónshvolpa og tígrishvolp, og voru þeir að leik í búningsherbergi hennar, meðan á sýningum stóð. Risavaxinn hundur gætti íbúðar hennar og gelti eins og Cerberus við hlið Heljar, ef hann varð var mannaferða. Og af því að allir báru lof á leik hennar, sýndi hún, að hún gat einnig málað og mótað og skrifað skáldsögur, og næst- um af eins mikilli snilld. Hún gerði andlits- og brjóstmyndir af vinum sínum og lét á sýningar. Hún samdi leikrit, sem þótti afburða gott, og hún skrifaði skáldsögu, sem þótti ekki alveg fyrir neðan allar hellur, og hún lagði stund á læknisfræði og var vel að sér í líffærafræði. Hún var einn þeirra snillianda, sem naut hvíldar með því að skipta sífellt um viðfangsefni. Hún starfaði og elskaði og sigraði. Nöfn friðla hennar og þeirra, sem slógu henni gullhamra, voru „eins og upptalning á öllum tignustu mönnum Frakklands á 19. öld.“ Og einn gagnrýnendanna, sem hafði allt- af verið henni andvígur, var einu sinni boðinn til búningsherbergis hennar, og hann kom þaðan gallharð- ur aðdáandi hennar. VI. Hún var nú orðin aðalleikkona Comédie Francaise. Innan þeirra „helgu veggja“ var til þess ætlazt, að túlkuð væru verk eftir Racine og Corneille, og aldrei mátti tala hærra en í hálfum hljóðum frammi fyrir styttunni af Moliére. Þarna átti Sara eins vel heima, að því er skapgerð alla snerti, og Whistler hefði átt heima innan akademíunnar. Hugsum okkur, að Beethoven hefði leikið fyrstu fiðlu í symfóníuhljómsveit, sem helguð hefði verið verkum Haydns og Mozarts, og aldrei þorað að leika neina nótu frá eigin brjósti! Snilliandinn verður að skapa hljóð og hávaða, sem hinir kredduföstu þola ekki! Stjórnendur Comédie Francaise kunnu ekki við líferni Söru Bern- hardt eða það, sem um hana var tal- að og ritað. En þegar leikflokkur frá Comédie Francaise heimsótti London og sýndi þar, ætluðu brezkir leikhús- gestir alveg að tryllast af hrifningu yfir leik Söru. Þeir vildu fá að sjá hana leika, og þeim var sama um alla aðra. Sara Bernhardt fékk næstum móð- ursýkikast af hrifningu þeirri, sem 12 FRÚIN

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.