Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 34

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 34
Rætt við frú Maríu IVIarkan Östlund um söngkennslu Hún hefur ÞAÐ orkar ekki tvímælis, að fræg- asta söngkona af íslenzku bergi brotin er frú María Markan Östlund, óperusöngkona. Hún ein allra ís- lenzkra söngvara hefur sungið við Metropolitan-óperuna í New York, en slíkt þykir hámark frægðar söngv- ara enn sem fyrr. Auk þess hefur frú María Markan ferðast um mest allan heim, m. a. til Ástralíu og hvar- vetna hlotið mikið lof fyrir söng sinn sem að líkum lætur. Hana þarf ekki frekar að kynna íslenzkum les- endum, svo þekkt og dáð songkona er hún hér að nafn hennar þekkja jafnt ungir sem aldnir. Fyrir einu ári fluttist frú María Markan til Reykjavíkur frá Kefla- vík, en þar var hún búsett um nokk- urra ára skeið með manni sínum Georg Östlund. Hann lézt fyrir rúmu ári. Frúin er nú búsett að Týsgötu 1 hér í bæ og rekur þar raddþjálfun- ar- og óperusöngskóla. Kennsluna hóf fljótlega eftir að hún fluttist til bæjarins og hefur skólinn nú starfað í eitt ár í þessum mánuði. „Frúin“ sneri sér til frú Maríu Mark- an skömmu eftir áramótin og spurði frétta af skólanum. — Já, ég ætlaði að byrja með nokkra nemendur, en áður en ég vissi af, fylltist allt hjá mér. Fyrsti nemandi minn hérna í Reykjavík var Sigurveig Hjaltested. í fyrra vetur hafði ég kvenfólkið úr Fílharmoníu- kórnum og nú er verið að biðja mig að taka allan kórinn. Ég veit satt að segja ekki hvort ég hef tíma til þess. Ég hef einnig nemendur úr Alþýðu- kórnum, svo að þetta er nú orðið talsvert áskipað, því að ég kenni öllum í einkatímum. — Hvað er einn kennslutími lang- ur? — Hann á að vera 40 mínútur en teygist oft upp í klukkustund og jafnvel meira. , — Er þetta fólk á öllum aldri? Ég hef nemendur á aldrinum frá 16 ára upp í 65 og þetta er fólk allt' frá byrjendum upp í óperusöngvara og allt þar á milli. Mjög mikið af fólki sem syngur í kórum, enda þarf auðgað íslenzkt tónlistarlíf . '_y það að læra að hlífa hálsinum, söng- ur er ekki áreynslulaus. — Er það hernaðarleyndarmál, hvaða óperusöngvarar eru í tímum hjá þér?, — Það held ég varla, því að allir söngvarar þurfa að vera í stöðugri þjálfun. Ég get til dæmis skotið því inn, að meðan ég söng við Metropólit- anóperuna var ég í stöðugri þjálfun undir handarjaðri kennara. Þeir ó- perusöngvarar, sem sækja tíma til mín eru til dæmis Þuríður Pálsdótt- ir, Sigurveig Hjaltested, Snæbjörg Snæbjarnardóttir, Álfheiður Guð- rhundsdóttir, Eygló Viktorsdóttir og Árni Jónsson og fleiri. Ég held að allir minir nemendur séu yfirleitt ánægðir með kennsluna og telja sig ékki síður ná árangri hjá mér en er- lendum kennurum. — Það eru talin meðmæli með ís- 34 PRÖIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.