Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 44
Jafnvel gamlar kartöflur má matreiða lystilega, t. d. falleg-
ar, stökkar „franskar kartöflur“, eða létt kartöflu-mos.
Margir telja máltíð án kartaflna óhugsandi. Að sjálf-
sögðu fæst allskonar grænmeti, sem mjög gjarnan getur kom-
ið í stað kartaflna. Algengasta matreiðsla á
kartöflum er að bera þær á borð soðnar, svonefndar hvítar kartöflur.
Með einföldum réttum eru þessar kartöflur góðar, t. d.
ýmsum fiskréttum; en með flestum öðrum réttum
eiga þær alls ekki við. Og hvers vegna að borða leiðigjarnan
og illa útlítandi rétt, þegar með lítilli fyrirhöfn
er hægt að matbúa hann á ýmsa lystilega vegu? Og einmitt á þessum
árstíma er sjálfsagt að matreiða kartöflurnar á fjöl-
breyttan hátt og nola þær mikið þegar litið er um grænmeli.
Við flytjum yður hér nokkrar franskar uppskriftir,
því að í Frakklandi eru kartöflur mikið notaðar, m. a. vegna
þess að þar eru tvær heitar máltíðir á dag, eins og hér.
„Franskar kartöflur“
eru kartöflur kallaðar þegar þær
eru snöggsoðnar í mikilli og heitri
feiti.
Kartöflurnar eru mjög góðar
og lystilegar matreiddar á þennan
hátt, og lífga upp kaldan mat t.
d. steik. Maður byrjar með því
að þvo kartöflurnar, flysja þær,
skola og þurrka með þurrum klút.
Síðan eru þær skornar í ræmur
og það má skera þær á ýmsa vegu.
Skornar kartöflurnar eru þurrk-
aðar aftur með þurrku og soðnar
í jurtafeiti. sem á að vera svo heit,
að bláan reyk leggi af henni. Kar-
töflurnar á að taka upp úr strax