Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 40
ERIÐ VARKAR MEÐ RAFMAGAIÐ
NÚ Á TÍMUM, þegar svo
að segja öll heimili nota
einvörðungu rafmagn til
Ijósa og eldunar og ýmiskon-
ar rafknúin heimilistseki eru
hvarvetna, er öllum hús-
mæðrum nauðsyn á að kunna
skil á þessum nútímaaflgjafa.
Eldhættan er gömul vá, sem
ætíð hefur verið fyrir hvers
manns dyrum, og geta má
nærri, að varlega hefur orð-
ið að fara með eldinn, þeg-
ar opnar hlóðir voru allsstað-
ar og meira að segja þurfti
að „fela“ eldinn eða geyma
hann frá degi til dags. Flest-
um húsmæðrum, og raunar
fleirum, myndi bregða í brún
ef þær fengju litið, þótt ekki
væri nema 100 ár aftur í tím-
ann, og séð hversu varlega
þurfti að fara með þetta lífs-
afl mannkynsins. í dag, þeg-
ar öryggið er þó þúsund sinn-
um meira, koma þó iðulega
eldsvoðar fyrir á heimilum
af völdum rafmagnsins, sem
virðist þó auðvelt og hættu-
laust. Varkárni í meðferð
rafmagnsins er því höfuð-
nauðsyn fyrir hverja hús-
móður, ekki sízt vegna þess
að í viðbót við hina æva-
fornu eldhættu, hefur nú
bæzt slysahætta. Hvert ljósa-
stæði, innstunga eða slökkv-
ari getur hæglega leitt yður
inn í eilífðina, kæra frú, eða
gert yður eða einhvern heimilismanna
yðar, örkumla ævilangt. Fyrir því
skuluð þér umgangast hina kæru
hluti, sem hjálpa yður með heimilis-
störfin og gera yður lífið léttara, með
varúð.
í hverri íbúð, sem rafmagn hefur,
er svokölluð „tafla“, þar sem höfuð-
stöðvar rafkerfisins er. í þessari töflu
eru öryggi, sem gerð eru fyrir ákveð-
ið álag, eða það, sem ætla má að sé
hamark þess, sem notað er. Ef farið
er fram úr þe.ssu hámarki, hitna ör-
yggin og bráðna og þar með rofnar
sambandið, og er þá ekki hætta á
ferðum lengur. Nauðsynlegt er að
hafa öryggi af sömu gerð og styrk-
leika við höndina til að koma sam-
bandi á aftur. Ef það öryggi spring-
ur líka, er hætta á ferðum og nauð-
synlegt að fá rafmagnsviðgerðar-
mann. Annað hvort er komið of mik-
ið af Ijósum eða tækjum fyrir leiðsl-
urnar eða eitthvert ólag er á ein-
hverju þeirra og getur margvísleg
hætta stafað af því.
Hér fara á eftir ýmis atriði, sem
varast ber í meðferð rafmagnstækja:
Snertið aldrei rafmagnslampa,
straujárn, ryksugu, eldavél o. ,s. frv.
um leið og þér takið á miðstöðvar-
ofni, vatnsröri, talsíma eða öðrum
jarðtengdum hlutum. Hættan er sér-
Þessi grein er rituð til að vekja athygli húsmæðra og
annarra á hættu þeirri, er sífellt vofir yfir þeim, sem
fara óvarlega með rafmagnstæki. Mörg slys og eldsvoð-
ar, stórir og smáir, hafa hlotizt vegna óvarkárni í með-
ferð þessara hluta.
FRÚIN