Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 36

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 36
Æðri menntun og húsfreyjurnar Er nokkru á glœ kastað þótt húsmóðir, eiginkona og móðir sé háskólamenntuð? KONAN hefur ávallt verið mið- depill framvindunnar. Fyrr á öldum var ekki lögð áherzla á menntun konunnar, staður hennar var álitinn vera við hlóðirnar, sjá um húshald og uppeldi barna. Samt sem áður hefur það ávallt verið svo, að konan hefur haft mikil áhrif á gang málanna. Þær hafa lagt á ráðin og oft skarað fram úr. Sagan sýnir að lögum“, og sama má segja um ástfangið fólk, það fer yfirleitt ekki eftir annarra ráðum. Ég verð að ganga út frá því, og vona einnig að vinur þinn hafi ekki verið giftur og sé barnlaus. Hjónabönd hafa bless- azt, þrátt fyrir aldursmun, og fer það, sem endranær, eftir sjálfum manneskjunum. Það er ekki nema eðlilegt að þetta eldri maður hafi meiri þroska og skilning á lífinu en þú. Það ætti ekki að valda neinum vandræðum. Það er ekki lítið ánægju- efni, sem bíður hans, að ausa af brunni þekkingar sinnar þér til handa og fá að bera þig á örmum sér allt lífið. Þetta er það, sem ætl- ast er til af honum. En hvað svo með þig? Ekki getur þú tekið við öllu þessu af honum, sem sjálfsögðum hlut. Það er eins og að kveikja upp eld, og hirða svo ekki um að bæta á eldinn, þá slokknar hann. Sá, sem verður fyrir því láni að elska og vera elskaður, má sannarlega vera þakk- látur. Það, sem varðveitir ástina, er ekki glæsimennska, auðæfi og held- ur ekki börn. Aðeins kærleikurinn er þess megnugur. Ástin ætti að veita þér það öryggi, sem með þarf, til þess að geta um- gengizt vini hans, en umfram allt skalt þú halda áfram að vera þú sjálf og umgangast þína vini og jafn- aldra eftir sem áður. Eftir bréfi þínu að dæma, virðist þú ekki þekkja manninn nóg, til að taka þá örlagaríku ákvörðun að giftast honum nú. Ég vildi ráðleggja þér að bíða a. m. k. eitt ár og nota þann tíma til að kynnast manninum vel. Mundu að gifting er ein af mik- ilvægustu athöfnum lífsins og marg- ur hefur flaskað á því að stíga það spor í fljótræði. — G. Á. geysilegan þátt konunnar í þróun menningarinnar og undiraldan á bak við ýmsa merkustu atburði mann- kynsögunnar eru konur. Þrátt fyrir það var staða konunn- ar í þjóðfélögunum lítilsvirt. Nú er þetta allt breytt- Konan stendur jafn- fætis manninum á flestum sviðum og þarf ekki að fara í felur með hæfi- leika sína. í dag sækir mikill fjöldi kvenna æðri skóla, í öllum löndum heims. Nám þeirra er ekki miðað við hið ævaforna hlutverk: að vera móðir, húsmóðir og eiginkona. Nám þeirra er dýrt, bæði fyrir þær sjálfar og stofnanirnar, sem þær nema hjá. Þessar stofnanir bera svo stundum konur þær, sem hjá þeim hafa numið, þeim sökum að þær hafi brugðizt, er þær taka að sér hið klassiska hlutverk konunnar. Þeir segja, að þær kasti vizku sinni og hæfileikum á brotajárnshaug heim- ilanna. Öll sú þekking, sem unnin hafi verið með súrum sveita, eyðist ónotuð. Meistarinn í grísku muni eigi lengur skýra Euripides. Stjórnin fái litla hjálp frá færum fróðleikskon- um í sögu. Stúdentar í öllum fögum muni setjast að í íbúðarhverfunum eða úti á landsbyggðinni, þar sem vizka þeirra ryðgar, hugurinn sljófg- ast og hæfnin gufar upp! Sumar húsmæður, sem notið hafa framhalds- menntunar, eru haldnar sektartil- ingu ef þær snúa sér síðan að heim- ilisstörfum. Einhverjir hafa stungið upp á því að stúlkur skyldu undirrita skuld- bindingarskjal, áður en þær lykju prófi frá háskóla, um að vinna á- kveðinn tíma við störf þau, sem þær hafa lært til. Aðrir hafa skipulagt kerfi til þess að fá konur til að snúa sér að ákveðnum störfum eftir að þær hafa verið burtu úr hinum akadem- iska heimi ákveðinn tíma. Báðar þessar fyrirætlanir fela í sér tvær megin villur. Fyrst er sú, að staða húsmóðurinn- ar sé ekki nógu göfug, nytsöm og launaverð. Og svo hin, að menntun sé ekki nytsöm, nema henni sé komið á mark- að. Gremjulegt er til þess að vita, hve menntun kvenna er oft lítils metin. Sú bábilja að þekkingin sé einskis virði, nema hún sé miðuð við almenn verk, eða því um líkt, nær ekki nokk- urri átt. Menntun í frjálsum listum, er ekki verkfæri svipað og hamar eða húsateikning og rafmagnshræri- vél. Hún er sannur og dýrmætur steinn, sem glóir eigi síður í svuntu- vasanum, en í sýningarglugga skart- gripasalans. Lærdómur er ávinning- ur og persónuleg gæði. Menntunin er einnig ljós sálarinnar, ánægja andans, og nokkuð sem skal njótast. Hvaða villimennskuháttur er það, að heimta að menntunin sé bara til að græða peninga á? Að fullyrða það, að húsfreyjan hafi ekki rétt til að njóta þekking- arinnar, er að sverta allt sem bezt er í siðmenningunni. Eigum við að hverfa aftur til miðaldanna, og álíta að menntun geri konuna óhæfa til að skipta um bleyjur, eða að búa til búðing? Vissulega mun hæfileikinn til að njóta skáldskapar Heines á frummálinu, ekki skerða getu kon- unnar til að búa til brúnar kökur. Og eigi heldur mun sú staðreynd, að henni líkar að lesa matreiðslubók, draga úr ánægju hennar við að end- urlesa uppáhalds skáld sín. Þótt henni hafi ef til vill ekki verið kennd matreiðsla eða að beita ryksugu, þá mun menntun hennar ekki spilla hæfni hennar til slíkra hluta. Mennt- un hennar mun auðvelda henni lífs- baráttuna, þótt hún sé húsmóðir. Sjóndeildarhringur hennar er víðari, hún mun vera færari um að veita manni sínum aðstoð, en ella og hún mun eiga auðveldara með að búa börn sín undir lífið á þann hátt, sem þeim og þjóðfélaginu er fyrir beztu. Og hvað er mikilvægara? Að hafa ritað doktorsritgerð um veggmálverk Giottos, virðist ekki hafa mikið notagildi fyrir þá mann- eskju, sem næstu 15—20 árin mun eyða miklu af þeim tíma til að troða brauðsneiðum í litla drengi, eða að koma litlum stúlkum í skólann. En mér er spurn, hvernig er þetta einsk- isnýtt? Dásemdir listarinnar á End- urfæðingartímabilinu munu vera til reiðu í huga hennar til að skemmta henni, þegar annað bregst. Grasa- fræði skerpir hæfni hennar til garð- yrkju. Öll slík kunnátta getur bætt við annarri fjarvíddinni og auðgað til- veeruna. Við, sem erum í flokki húsmæðr- Framh. á bls. 43. 36 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.