Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 26

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 26
ÁÐUR EIM TJALDIÐ FELLU Orðaskiptin voru ágœt, leikurinn var að taka á sig mynd — ekki leikurinn á svið- inu, heldur sá, sem fór fram að tjaldabaki Pearl S. Buck. að fer þá vel um þig svona? sagði móðursystir hennar. — Já, svaraði Melissa. — Mér líð- ur ágætlega. En Mary dokaði samt enn við nokkra hríð. Hún var litlu meira en ung stúlka sjálf, en í umhyggju sinni fyrir telpunni virtist hún talsvert eldri. — Ég mundi vera um kyrrt hjá þér, ef ég gæti. — Það er óþarfi. Þetta er heldur ekki fyrsta hlutverkið mitt. Mary laut ofan að henni og kyssti hana. — Ég veit, að þú kannt hlut- verkið. — Þetta eru svo léttar setningar, og svo er leikstjórinn svo góður við mig. — Þetta er fyrsta Broadway-leik- ritið hans. Ég vona, að hann takist vel. Já, ég kem þá og sæki þig klukkan sjö. Mary gekk út úr dimmum salnum og Melissa hagræddi sér á bekkn- um. Hún var tíu ára og lítil eftir aldri. Hár hennar var brúnt á lit, en hlutverkið krafðist ljósra lokka, svo að Mary hafði þess vegna litað hár hennar, svo að Melissu fannst þegar, að hún væri telpan í leikritinu, litla álfamærin Melody. Hún hafði verið fljót að læra setningarnar sínar: „Ertu ástfangin, mamma? Er það þess vegna sem þú ert svona glöð?“ „Nei, Melody, ég er ekki ástfang- in, og það er þess vegna sem ég er svona glöð.“ „En ég hélt, að ástin gerði fólk svo glatt.“ „Mig gerir hún aðeins dapra.“ Melissa mundi ekki eftir móður sinni, og Mary móðursystir hennar vildi aldrei tala um hana. Faðir Melissu hafði andast fyrir skömmu, og hún minntist hans sem hávaxins, glæsilegs manns, sem var alveg eins og leikstjórinn — með dökk augu, dökkt hár og hljómfagra rödd. Leikstjórinn gekk um, setti krítar- merki á leiksviðið og talaði við að- stoðarmann sinn. Sviðið var autt og nakið undir miskunnarlausum vinnuljósum, en þar sem Melissa sat breiddi myrkrið sig yfir tómar bekkjaraðir og alveg undir hvolf- þakið. Á síðasta ári hafði hún leikið í sama leikhúsi, og þá hafði hún ver- ið hrædd um, að einhver þessara voldugu ljósakróna gæti dottið nið- ur og orðið henni að bana. En á síð- asta ári hafði hún verið aðeins níu ára og óendanlega miklu yngri en hún var nú orðin. Hún leit upp, og þegar hún sá, að hún sat undir mið- krónunni í loftinu, flutti hún sig fram á þriðja bekk. Leikstjórinn sneri sér við. — Sæl, litli fugl, sagði hann í kveðjuskyni. — Góðan dag, herra Kean, svar- aði hún. Hann hélt síðan þegjandi áfram vinnu sinni, og allt í einu fannst henni, að hún væri svo ósköp yfir- gefin. Loks hafði hann þó lokið þessu, strauk rykið af höndunum á sér, stökk ofan af sviðinu og settist við hlið hennar. — Veiztu, að þú ert alveg hríf- andi? sagði hann. — Ég þakka, svaraði hún kotrosk- in og hló við. — Þér eruð líka mjög góður. Eigið þér börn, herra Kean? — Ekki enn — ég er ekki einu sinni kvæntur. — Er það ekki? sagði hún von- svikin. Ef þér hefðuð átt barn, hefði það kannske getað komið og horft á æfingarnar, og þá hefðum við getað leikið okkur — vitanlega ósköp hljóð- lega. Hann hló. — Þú ert sannarlega kotroskin. — Eigið þér við, að ég hæfi ekki í hlutverkið? — Nei, því að þú ert alveg tilval- in í það. Þú varst stórkostlega góð í gær. Þú ert alveg rétta telpan í þetta hlutverk. Er það móðir þín, sem fylgir þér hingað og sækir þig? — Nei, það er Mary móðursystir. Mamma fluttist eitthvað burt, þegar ég var lítið barn. 26

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.