Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 46

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 46
Dag nokkurn var Milla alein lieima. Sigga var farin í göngutúr, ásamt mömmu sinni og pabba. Mamma Millu var beldur ekki lieima, bún var í heimsókn hjá nágrannakettinum. Systkini Millu voru öll flutt að heiman, svo að hún var ein lieima. Malla og Mellý voru ráðnar hús- kettir hjá fiskkaupmanninum, svo að þær voru á grænni grein. Mulla var eftirlætisköttur lijá móðursystur Siggu og Molla var lúxusköttur hjá föðursystur hennar. Þegar maður er lúxusköttur, þá má maður ekki gera nokkurn skapaðan hlut, livorki veiða mýs eða fugla, heldur liggja á kodda all- an daginn, á milli þess, sem maður labhar fram í eldhús og lætur vinnukonuna gefa sér rjóma, sem ekki má vera alltof þykkur, því að þá getur hann sezt í veiðikampana og það má ekki, þegar maður er lúxusköttur. Milla var sem sagt alein heima. Allt i einu hringdi síminn og fyrst enginn annar var til þess að svara, þá stökk Milla upp á borð, velti lieyrnartólinu af og sagði: mja-á i talrörið. Siðan flýtti hún sér að lieyrnartækinu og lilustaði. — Góðan dag, þetta er Jón, sagði rödd í heyrnartækinu. — Hvern tala ég við? Milla vissi vel liver Jón var. Það var leiðinlegur maður, ekki af þvi að liann liéti Jón, þvert á móti, það liétu margir góðir menn. Og máski var þessi Jón lieldur ekki slæmur í raun og veru, en liann vildi selja pahba Siggu hund og því var Milla ekki hrifin af. Hvað liöfðu þau að gera við hund, þegar þau höfðu Millu? Mannna og pabbi Siggu höfðu heldur alls ekki hugsað sér að fá liund, en Jón var alltaf að suða í þeim að fá liundinn, sagði að það væri nauðsynlegt þegar þau hyggju svona afsíðis. Það þýddi ekki neitt þó að mannna og pabbi Siggu væru alltaf að segja nei, því að Jón sagði alltaf jú. Jón lifði nefnilega á þvi að selja liunda. Millu fannst óviðkunnanlegt af Jóni að vera að selja hundahörnin sín, þó að hún sjálf gæti ekki liðið hunda. Ekki liöfðu systkini hennar verið seld. Þeim hafði bara verið hoðið að koma og húa hjá frænkum Siggu og fiskkaupmanninum og mamma þeirra gat ekki hafnað þvi ágæta boði, það var líka allt annað. Jón var alltaf að spyrja i símanum, liver þetta væri, svo að Milla sagði: Mús-kis. — — Ha-ha, liló röddin i símanum, það er þó nokkuð að segja við hundatemjara, liaha. En þér vitið sem sé við hvern þér talið! Það vissi Milla mætavel, en til að láta i ljós andúð sína á Jóni sagði hún — Öf! Hvað segið þér? lirópaði röddin og það var auðheyrt að Jón var orðinn reiður. — Segið þér öf við mig? Haldið þér að ég sé svín? Auðvitað er ég svartur undir nöglunum en það er hara af því 46 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.