Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 13

Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 13
leikhúsgestir létu í ljós, þegar hún kom inn á sviðið frumsýningarkvöld- ið, og hún lék Phedre eins og „ölvuð gyðja“. Þegar leiknum var lokið, tjaldið féll í síðasta sinn, hné hún út af á sviðinu og blóð gekk upp úr henni. Læknar hennar bönnuðu henni að hreyfa sig úr rúminu næsta dag, en hún sinnti því ekki, og fór til leikhússins. Það kvöld átti hún að koma fram í öðru hlutverki, og meðan hún bjó sig undir það, féll hún þrívegis í öngvit í búningsher- bergi sínu. Hún lék í ópíum-móki, og gleymdi meira að segja einu at- riði leiksins, en að öðru leyti lék hún svo vel, að jafnvel meðleikarar henn- ar grétu af tilfinningu. Hún krafðist þess í Lundúnaför- inni, að óskilgetinn sonur hennar væri boðinn með henni í öll sam- kvæmi, sem hún átti að taka þátt í hjá tignasta fólki heimsborgarinnar. Og hún krafðist þess alltaf, að hún væri kynnt þannig við komuna: „Ungfrú Sara Bernhardt með syni.“ f þessu fór hún ekki að fornum venjum, svo að forstjórar Comédie Francaise víttu hana fvrir framferði hennar, en hún sagði starfi sínu lausu. „Þú gerist liðhlaupi,“ sögðu vinir hennar við hana. „Misskilningur,“ svaraði hún. „Ég skipti aðeins um herbúðir.“ Hún hafði fundið fyrir valdi sínu, og nú lét hún sig dreyma um að stofna sitt eigið leikhús, ráða sjálf, hvaða verk yrðu leikin þar fyrir al- menning, túlka leikrit á sinn hátt, gera tilraunir, vekja hneyksli — og sigra. VII. Hún fór vestur um haf til að kynna nýja heiminum list sína, og íbúar New York þyrptust til að sjá þessa furðulegu, frönsku leikkonu, sem svo miklar sögur höfðu farið af í Evrópu, að „fjöllin stigu dans“. En blöðin í Bandaríkjunum tóku henni ekki vin- samlega. Gagnrýnendur kvörtuðu yf- ir, að sýningarskrá hennar væri full af leikritum, sem væru svo hneyksl- anleg, að ekki væri hægt að sýna þau á amerísku leiksviði. Einkum leizt mönnum illa á eitt leikrit. Það var eftir Alexander Dumas yngra og var um tæringarveika gleðikonu — Kamelíufrúna. „Hneykslanlegt — bókstaflega hneykslanlegt.“ Þegar Sara kom til New York, var henni ráðlagt að fella þetta leikrit af sýningarskrá sinni. „Fer slæmt orð af því?“ spurði hún. „Gott og vel, þá breyti ég bara nafni þess. Þér megið tilkynna, að ég muni sýna Camille.“ Siðferðispostular höfðu náð mikl- um árangri með árásum sínum á leikritið, svo að leikhúsið var troð- fullt á hverri sýningu, og þegar Sara kom til Chicago, ritaði umboðsmað- ur hennar biskupi staðarins: „Yðar náð, venjulega hef ég varið 400 doll- urum til auglýsinga hér, en þar sem þér hafið séð um auglýsingarnar fyrir mig, sendi ég yður hér með 200 dollara handa fátæklingum í biskupsdæmi yðar.“ Camille vakti stórkostlega aðdá- un, og þótt fæstir leikhúsgesta vest- an hafs skildu frönsku, sáu þeir á fölva gleðimeyjarinnar og innilegum leik Söru, að dauðinn var á næsta leiti og allir grétu fögrum tárum, þegar hún háði dauðastríðið. Marg- ir rifjuðu þá upp sögu, sem birzt hafði í blöðum um ,,andlát“ leikkon- unnar í París mörgum árum áður. Vikapiltur hafði hlaupið um að tjaldabaki og tilkynnt, að Sara Bem- hardt væri látin, og þegar menn komu til búningsherbergis hennar, sáu þeir ekki betur en að hún hefði verið lögð til á legubekk, enda höfðu kerti verið kveikt við dánarbeð henn- ar. Leikhússtjórinn hafði í skyndi tilkynnt leikhúsgestum, sem voru allir komnir í sæti, að leikkonan fræga væri látin, en síðan hraðaði hann sér til búninesherbergis henn- ar til að gefa sig á vald corg sinni. Þá reis Sara allt í einu unp oe saeði: „Þetta var glæsilegasta hlutverk Sara Bernhardt árið 1875. Sara Bernhardt í London árið 1886. FRÚIN 13

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.