Frúin - 01.01.1963, Blaðsíða 16
þeim, fannst gamla konan gerð of
góð með sig. En þessir frændur mín-
ir líta á sig, ég geri það sjálfsagt
líka.
— Þetta er þá ættgeng skáld-
hneigð úr báðum ættum?
— O, þetta er í öllum ættum. Að
minnsta kosti helmingur lands-
manna kann að búa til vísur og hinn
helmingurinn gæti lært það. Og það
er ekki sjálfsagt að ég eigi að kallast
skáld þó ég hafi látið bók frá mér
fara. Fólk hefur líka gaman af að
lesa það, sem ekki er nema lagleg
hagmælska.
Störf eða menntun.
— Segðu mér eitthvað um mennt-
un þína og störf?
— En þú mátt ekki skrifa alla
ævisögu mína, þú yrðir að hafa hana
fyrir framhaldssögu. Svo er bezt að
láta það bíða þangað til ég verð
enn þá eldri og raupsamari. Og svo
er ekki gott að tala við mig á kvöldin,
ég er aldrei jafn forheimskuð og þá.
— Hvenær er bezt að tala við
þig?
— Á morgnana, þegar ég vakna.
Þú ættir að vita hvað mér finnst
ég stundum fá bráðsnjallar hugdett-
ur á morgnana, þá væri ekki ónýtt
að hafa einhvern til að skrifa niður,
því mig langar sízt af öllu að setjast
niður og skrifa, enda þarf ég þá
alltaf að fara á lappir til að komast
í vinnuna. Aftur vil ég dunda við
krosssaum á kvöldin þegar hausinn
er tómur og eitthvað er í útvarpinu,
sem hægt er að hlusta á. Ég er svo
gamaldags, að ég kann betur við að
hafa eitthvað handa á milli þegar ég
er að hlusta. Svo er gott að hafa
handavinnu með sér á fundi, þeir
eru ekki alltaf svo skemmtilegir.
— En um menntun og störf seg-
irðu. Já, ég er kennari að menntun
og kenndi um skeið. En svo varð ég
innlyksa á Veðurstofunni. Það var
fyrir hreina tilviljun. Ég missti
heilsuna um tíma og fór meðal ann-
ars á Vífilsstaðahæli. Ég var gift þá,
átti tvær telpur, þriggja og eins
árs. Ég var heilsutæp í mörg ár og
mátti lítið beita mér til verka. Þegar
ég var dálítið farin að ná mér eftir
veikindin, fann ég það, að ég þoldi
heimilisverkin ekki vel. Ég sá um
þetta leyti auglýst eftir aðstoðar-
mönnum á Veðurstofuna. Ég sótti
um starfið og fékk það. Það var á
Pálsmessu 1946. Síðan hef ég verið
þar. Skrifstofustjóri hef ég verið
síðan 1953.
— Hvernig semur skrifstofustjór-
anum og skáldinu?
— Fjandalega. Skrifstofustjórinn
hirðir allan bezta tímann. Og þegar
búið er að selja ríkinu líf sitt á leigu
heilan vinnudag við erfitt og eril-
samt starf er ekki mikið eftir af
andríki til hugðarefnanna, og brauð-
stritið verður að ganga fyrir því
skemmtilega. Það er víst lögmál
lífsins.
— En hvenær fórstu að yrkja fyr-
ir alvöru?
— Það var nú eiginlega upp úr
veikindunum og meðan á þeim stóð,
þá fékk ég tíma til þess.
Ritstörf.
— Varst þú ekki eitthvað viðrið-
in útgáfu „Emblu“ á sínum tíma?
— Jú, rétt er það. Á árunum
1945—1949 tókum við þrjár vinkon-
ur saman höndum um að gefa út
ársrit, sem eingöngu var skrifað af
konum. Við vorum allar ritstjórar
og allar eigendur ritsins. Hinar kon-
urnar voru Karólína Einarsdóttir og
Valdís Halldórsdóttir. Ritið Embla
er víst eitt af þeim fáu, ef ekki hið
eina sem konur hafa eingöngu skrif-
að hér á landi. Því miður komu
ekki út nema þrjú hefti. í þessu
riti birtust tvær sögur eftir mig.
Seinna birtust sögur eftir mig í Mel-
korku, Pennaslóðum og Samvinn-
unni. En í bókinni minni eru ein-
göngu sögur, sem hvergi hafa birzt
annars staðar, að einni undantekinni.
Það eru allt stuttar sögur. Annars
hef ég aldrei haft sjálf það mikla
trú á hæfileikum mínum sem skálds,
að ég hafi viljað fórna miklum tíma
frá öðru þess vegna, en margir hafa
verið vinsamlegir við mig og heldur
hvatt mig en latt til þess að skrifa.
— Hver voru tildrög bókarinnar?
— Þú vilt vita eitthvað um bók-
ina mína. Það væri reyndar betra
að spyrja lesendurna. Höfundur er
jafnan lítt dómbær á það, sem hann
gerir. Sex af þessum sögum urðu til
einn og sama veturinn. Þá síðustu
þeirra skrifaði ég austur í Holtum
hjá æskuvinkonu minni, Valgerði
Daníelsdóttur, húsfreyju á Ketils-
stöðum. Mér finnst sjálfri það vera
bezta sagan. Hún heitir „Tárið“. En
þarna er önnur saga, sem ég fékk
ekki mikið lof fyrir þegar ég las
hana fyrir hóp kvenna. Þeim fannst
hún ljót. Það er sagan „Klafinn“.
Konunum fannst ég þar gera hlut
konunnar of slæman, en sú var ekki
meiningin. En svo kom til mín
gömul kona og þakkaði mér fyrir
lesturinn og sagði að sagan væri góð.
Mér fannst hún skilja hvað ég var
að fara.
— Kvæðin og tilefni þeirra?
— Þetta eru einvörðungu ástarljóð.
Ég gerði það af einhverri rælni að
hafa ekki önnur ljóð í bókinni. Mér
var einu sinni bent á að mansöngv-
ar væru allir til kvenna og ég komst
að raun um að þetta var rétt. Mér
fannst gustuk að bæta úr þessu og'
fór að yrkja í sama anda til karl-
mannanna upp á gamla móðinn og
greip þá til kenninga til að punta
upp á pródúktið. Ég er hissa á því
að grínskáldin skuli ekki nota meira
kenningar en þau gera, þær eru
alveg sérstaklega vel til þess fallnar
að leika sér með þær.
— Aðeins rímur?
— Nei, nei. Þarna eru sonnettur,
órímuð ljóð og sitt af hverju tagi.
Blessaðir karlmennirnir þurfa að
eiga eitthvað af því líka. Einhvern
tíma heyrði ég konum borið þar á
brýn, að þær væru hættar að geta
ort til karlmanna, að nokkru ráði,
síðan Vatnsenda-Rósa leið. Mér þótti
nú þetta anzi hart og fór að tína
saman það sem ég átti í fórum mín-
um og sá að það var allmikið safn,
þá datt mér í hug að safna því í
bók.
— Þú varst að spyrja um tilefni
ljóðanna. Það er svo sem oftast eitt-
hvað, eða kannski væri betra að
segja einhver. Sum þeirra eru ort í
fúlustu alvöru, túlkun á tilfinningu
sem var til staðar þá stundina en
önnur eru gömul minning, hugdett-
ur eða grín, eins og t. d. „Sumarást
í Kaupinhafn“ sem var ort á þeim
slóðum, í gamni til eins perluvinar
míns, sem hafði nóg sálarþrek til að
vera ekki innbilskur þó fallega væri
orkt um hann og hann fengi að
heyra það. Þetta var ljóðið sem setj-
arinn samdi lagið við.
— Hvaða setjari?
— Hann Oliver Guðmundsson,
hann er setjari í Leiftri, en þar er
bókin gefin út. Oliver setti -bókina
og valdi á hana letrið í samráði við
teiknarann, og frágangur þeirra er
allur mjög smekklegur. Valgerður
Briem, sem myndskreytti bókina
hefur gert það mjög vel. Til dæmis
kápumyndin, sem er mynduð úr ótal
andlitum, og þar má finna blóðdrop-
ann, sem um er getið í sögunni um
tárið.
— En hvað um lagið?
— Hann Oliver er, auk þess að
vera vandvirkur setjari, ágætt tón-
skáld. Lagið sem hann samdi er
16
FRÚIN